Saga - 1958, Side 185
497
borði sínu niður og því neðra upp með einskonar
umsnúningi. Því til staðfestingar er sagt, að
menn, sem gengu yfir jökulinn, lentu niður
um gap gínanda og í hyldýpisgjá, en þeir fund-
ust örendir skömmu síðar, og þá var þar ekki
minnstu sprungu að sjá í jöklinum. Af þessu
halda margir því fram, að jöku'lketillinn, sem
mennina svalg, hafi skilað þeim, er hann hvolfdi
sér við. Orð leikur á, að þar gjósi lind ein ban-
vænu vatni, sá, er bragðar það, hnígi samstundis
niður sem af eitri. Enn eru lindir og ólguvatn
þeirra talið líkjast mjög öli að gæðum. Eldar
eru, sem geta ekki brennt viðinn, en lifa af
tómu blávatni. Og klettur er, sem riðar úr
fjallsbrún, án þess nokkuð spymi við honum,
en með áskapaðri eigin hreyfingu flýgur hann
niður eftii*.1)
Um Brávallabardaga.
Sögu styrjaldar við Svía hefur Starkaður
kveðið fyrstur á danska tungu, er sjálfur var
mestur garpur orustunnar ... Af höfðingj-
um, sem komu til liðs við Harald, voru þessir
ágætastir: Sveinn, Sámur . . .
Þar við bættust nákomnir Haraldi Blængur,
sem var íslendingur, og Brandur, sem nefndur
var moli. Þeim fylgdu Torfi með Tyrfingi,
*) Hér virðist hugmynd um eld vera látin skýra reyk
{brennisteins-) hvera, og „banvæna" lindarvatnið er
h'ks uppruna, en frá ölkeldum er rétt skýrt.
Misskilið hefur Saxi íslenzka heimildannenn um veltu
falljökla og það, hvernig þeir skili likum, sem þeir hafa
Sleypt. Víti Saxa er eigi í Heklu, heldur kalt og leyfir
€ngri jakasál undankomu.
Saga - 32