Saga - 1958, Blaðsíða 186
498
Teitur og Hjalti.1) Þeir höfðu siglt skipi sínu
til Hleiðru, voru vígtamir menn og hinir karl-
mannlegustu í skapi, æfðu huga sinn eins og
ætterninu sómdi, enda voru þeir slyngir að
skjóta af handboga og valslöngu og berjast oft
við fjandmenn í návígi, og þeir gátu viðstöðu-
laust ort kvæði á móðurmáli sínu. Með svo ríkri
ástundun höfðu þeir ræktað hugann jafnt lík-
amanum.
(Hrings menn) Af íslandi komu Már rauði,
er var úr Miðfirði svonefndum að ætt og upp-
vexti, Grómur gamli, Grani Bryndæll, Grím-
ur frá Skerjum, upprunninn við Skagafjörð.2)
Þá er nefndur Bergur skáld, og honum kváðu
fylgja Bragi og Hrafnkell.
J) Úr 8. bók, slitur um íslenzka menn. Brávcdla^
bardagi var stórfrægur í íslenzkum fomaldarsögum,
en talinn hafa gerzt fyrr en ísland byggðist. Skáldskap-
ur Saxa um íslenzka þátttakendur í beggja liði virð-
ist sprottinn af því, að liann hefur stuðzt við kvæði
með nafnaupptalningu. Smábrot þess kvæðis eru undir-
staða aö Sögubroti af fomkonungum (AM 1 e, foh),
en þó hugði F. J. kvæðið norskt vegna aldurs atburða.
2) Sögubrot getur um menn þessa flesta: Svein, Sám,
Brand (án viðurnefnisins, sem á latínu er mica og hugs-
azt gæti rangþýtt hér), Tyrfing, Hjalta og Teit;
voru skáld Haralds konungs og kappar". Fyrir utan
hið samnorræna nafn Sveinn eru nöfn þessi fágset 1
Noregi og tíð á íslandi. Saxi mun telja alla skipshöfn
Blængs komna frá íslandi, og eru nöfnin eflaust ur
kvæðinu en hafa týnzt úr íslenzkum sagnarleifum. Gróm-
ur þýðir grómtekinn. Þorbjörn grómur er nefndur 1225,
hirðmaður í Noregi. Bryndæll (úr Brynjudal) og bæj'
arnafnið að Skerjum láta kunnuglega í eyrum, en tæP'
lega er hægt að finna sögulega menn í upptalningunni-
Ekki fremur en unnt er að heimfæra neitt úr Brávalla-
skáldskap til sannrar Norðurlandasögu á heiðnum tíma-