Saga - 1980, Blaðsíða 116
106
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
ingjans. Þetta skiptir mikiu máli, því að hótun um vernd
til handa breskum togurum til veiða hvarvetna við land-
ið að þriggja mílna mörkum, og þá einnig á fjörðum og
flóum, hefði skapað hálfgert styrjaldarástand hér ytra,
væri hún sett fram í nafni bresku stjómarinnar.
Rétt er í þessu sambandi að taka það fram, að engar
heimildir eru fyrir því, að breska stjórnin hafi haft nokkr-
ar ráðagerðir um slíka vernd. Ber og að ítreka að skóla-
flotadeild Atkinsons var ekki ætlað að verja togara með
valdi. Þá er og ljóst, að alþingismenn hafa ofmetið áhrif
Atkinsons á stefnumótun bresku stj órnarinnar í fiskveiði-
deilunni, eins og eftirfarandi tilvitnun í Alþingistíðindi ber
vitni um:
„... og' þar sem nefndin iiins vegar treystir því, að flota-
foringinn,* sem látið hefir í Ijósi, að honum sje það áhugamál,
að þetta nái fram að ganga, muni ljá því öflugt fylgi sitt og
hann auk þess er máli þessu kunnugur bæði frá hlið Islend-
inga og Englands, svo að ætla má, að tillögum hans verði
mikill gaumur gefinn, og þetta auk þess virðist, eptir fyrir-
liggjandi ástæðum, þolanleg úrlausn á þessu vandasama máli,
þá álítur nefndin eigi rjett, að bægja frá því liðsinni til
endilegra og nokkurn veginn viðunanlegra samninga, er þannig
hefir verið boðið, og leggur það því til, að frumvarpið verði
samþykkt.“eo
Svo aftur sé vikið að hótun um vemd fyrir togara yrði
frumvarpið fellt, virðast þingmenn ekki hafa gert sér grein
fyrir þeim tormerkj um sem voru á því, að breska stj órnin
færi með hernað á hendur vinsamlegu ríki, Danmörku, sem
hafði mikilvægi fyrir Breta gagnvart sjóveldi Þjóðverja.
Þingmenn álitu, að í orðum Atkinsons fælist raunveruleg
hótun um herskipavernd, eins og fram kemur í þessum
orðum Guðlaugs Guðmundssonar við umræðu um málið í
neðri deild hinn 23. ágúst:
* Þetta er rangur titill þar sem Atkinson var Commodore, þ.e. yfir-
foringi.
00 Alþt. 1897, C, 429.