Saga - 1980, Blaðsíða 311
SNORRI PÁLSSON
297
maður, Rissy (svo) að nafni; var hann einnig við laxaveiðamar og
sauð niður laxinn. Lærði Hafliði af honum niðursuðu matvæla; og
þegar hann var sestur að í Siglufirði, var sett þar á fót matvæla-
niðursuða, og stóð Hafliði fyrir henni öll þau ár sem henni var
haldið áfram“.
Síðar í greininni segir svo: „Árið 1877 fór hann alfarinn úr
Reykjavík til Siglufjarðar, á vegu Snorra verslunarstjóra Pálssonar
frænda síns. ... Kom til Siglufjarðar 2. júní“.n
Til frekari áréttingar skulu skráð hér ummæli séra Bjarna
Þorsteinssonar: „Þeir Snorri og Einar á Hraunum settu á stofn á
Siglufirði 1878 niðursuðu matvæla, einkum kjöts, keyptu öll áhöld,
vjelar og efni og lögðu fram það fje, sem nauðsynlegt var til starf-
rækslunnar; en Hafliði Guðmundsson stóð fyrir verkinu“.12 Enn segir
séra Bjarni: „Og þegar Snorri og Einar á Hraunum settu á stofn
niðursuðu matvæla hjer, var Hafliði sjálfkjörinn til að standa
fyrir því verki, því hann hafði lært blikksmíði syðra".13
Af þessu má ljóst vera, að Hafliði hefur ekki verið ráðinn ein-
vorðungu til að lóða saman dósir og sníða tunnubotna, heldur hefur
hann verið það sem í dag mundi vera kallað „verksmiðjustjóri".
Hann hafði lært niðursuðu og blikksmíði af þeim Ritchie og
Andrjesi á Hvítárvöllum. Þar öðlaðist hann þá þekkingu og reynslu,
sem til þurfti og þessa kunnáttu sína flutti hann með sér
til Siglufjarðar.
Hinsvegar er ekki óeðlilegt að Einar á Hraunum hafi viljað kynna
ser meðferð norðmanna á kjöti því, sem þeir suðu niður, þegar hann
var á ferð í Noregi 1878. Hafliði hefur fyrst og fremst lært niður-
suðu á laxi, þó hann hafi trúlega einnig kynnt sér að einhverju
leyti meðferð á kjöti því sem Ritchie sauð niður á Akranesi. Vera
Juá og að Thorne hinn norski hafi notað aðrar aðferðir en Ritchie.
Ekki er vitað um samskipti þeirra frænda, Snorra og Hafliða,
Pau ár sem Hafliði var á Hvítárvöllum, en vafalítið hefur tekist með
Peim vinátta þegar Snorri fór að sitja á Alþingi og vera langdvölum
1 Reykjavík. Þess vegna er ekki úr vegi að álíta að áhugi Snorra
a niðursuðu hafi fyrst kviknað af frásögnum Hafliða og sé því beint
frá honum runninn.
Hafliði kom til Siglufjarðar vorið 1877, eins og áður er getið.
rulega hefur eitt af fyrstu verkum hans í þágu niðursuðunnar
Verið að byggja hús yfir starfsemina, niðursuðuhúsið, eins og það
var nefnt. Hafliði var vel fær húsasmiður og fyrst eftir að hann
H Cðilln XIII. bls. 84—85.
13 Bjarni Þorsteinsson: Aldarminning Siglufjarðar, bls. 117—119.
Sama rit, bls. 59.