Saga - 1980, Blaðsíða 377
RITFREGNIR
363
í þess stað stefnt beinlínis að samningum við Þýzkaland. Manna-
skiptin og ýmis ummæli hins nýja utanríkisráðherra fólu ekki bara
í sér vísbendingu til ráðamanna Þýzkalands, heldur miklu fremur
alvarlega ábendingu t.il ráðamanna Vesturveldanna um að gera nú
upp hug sinn varðandi samninga við Sovétríkin. Á því leikur enginn
vafi, að Sovétstjórnin hafði fullan hug á að ná samningum við
Vesturveldin, enda hafði það verið yfirlýst stefna hennar um árabil.
Hún var jafnframt þeirrar skoðunar, að í slíku samkomulagi yrði
að vera þannig um hnúta búið að það fæli í sér öflugt mótvægi gegn
frekari yfirgangi og útþensluáformum öxulveldanna og tryggði um
leið öryggishagsmuni Sovétríkjanna. Því lagði Sovétstjórnin áherzlu
á það í viðræðunum við Vesturveldin, að myndað yrði víðtækt varn-
arbandalag með þátttöku stórveldanna þriggja, Bretlands, Frakk-
lands og Sovétríkjanna, auk nágranna Sovétríkjanna í Austur-
Evrópu. Frakkar voru fúsir til viðræðna á þessum grundvelli, en
hlíttu í þessu efni sem öðrum forsjá Breta, sem gengu til viðræðn-
anna með allt önnur sjónarmið í huga. Það, sem þeir vildu fá fram,
var yfirlýsing Sovétstjórnarinnar um, að hún ábyrgðist Pólland á
sama hátt og Bretar og Frakkar höfðu lýst yfir um vorið. Það voru
í reynd þessi andstæðu og ósamrýmanlegu sjónarmið, sem ollu því,
að upp úr viðræðunum slitnaði, og á það þykir mér höfundur ekki
leggja næga áherzlu. Brezkir ráðamenn héldu dauðahaldi í vonina
um að koma mætti í veg fyrir styrjöld. Almenn samstaða með
Sovétríkjunum og Vesturveldunum um ábyrgð á landamærum Pól-
lands átti af hálfu Breta að þjóna þeim tilgangi að hræða Hitler
frá því að hefja stríð og knýja hann til samninga um einhvers konar
uiálamiðlun um Póllandsmálið. Því má ekki heldur gleyma, að
Chamberlain og aðrir ráðamenn brezka íhaldsflokksins voru stækir
audkommúnistar og næsta ófúsir að tengjast ráðamönnum Sovét-
rikjanna nánum bandalagsböndum. Það var svo ekki til að einfalda
uiálin, að skjólstæðingar Breta í Austur-Evrópu, t.d. Pólverjar,
aftóku með öllu að gera nokkra samninga við Sovétstjórn-
iua. Það, sem hins vegar þrýsti stjórn brezka íhaldsflokksins út í
viðræður við Sovétstjórnina, var annars vegar sú staðreynd, að
yfirlýsing hennar um ábyrgð Breta á landamærum Póllands hlaut
að reynast nafnið tómt, ef til ófriðar drægi, nema einnig kæmi
einhvers konar atbeini Sovétmanna, og svo aftur hitt, að almenn-
'Ugsálitið og stjórnarandstaðan heimafyrir kröfðust slíkra við-
uæðna af sívaxandi þunga. Sama gilti um gagnrýnendur innan sjálfs
sfjórnarflokksins, t.d. Churchill.
Þveröfugt við þá skoðun brezkra ráðamanna, sem lýst var hér að
fi'aman, virðast Stalín og aðrir sovézkir ráðamenn hafa talið uppgjör
við nazismann óhjákvæmilegt. Því skipti öllu máli að búa sig sem