Saga - 1980, Blaðsíða 359
RITFREGNIR
345
að hreppstjórar voru orðnir að embættismönnum konungs. Loka-
kafli fyrra bindis fjallar um tilskipunina um sveitarstjórn á íslandi
frá 4. maí 1872, rakinn er aðdragandi hennar og helztu ákvæði.
Viðfangsefni síðara bindisins er saga sveitarstjórnar og verkefni
einstakra sveitarfélaga síðustu 100 árin (1872—1972). Það skiptist
í sjö meginkafla, og hver þeirra greinist í fjölda undirkafla, en
þeirra er ekki getið í efnisyfirliti.
Fyi’sti kaflinn ber heitið sýslur og ömt. Þar er lýst þróun sýslu-
mannsembættisins í stórum dráttum og gerð grein fyrir því, hvernig
sýslur færast með tíð og tíma í núverandi horf. Sýsla merkti upphaf-
lega verk eða athöfn, og sýslumenn, sem í Járnsíðu eru nefndir valds-
menn, voru sérstakir embættismenn konungs. Þeir nefndu m.a.
menn úr hverju þingi til alþingisfarar, innheimtu skatt og greiddu
nefndarmönnum þingfararkaup. 1 Jónsbók kemur fram, að orðið
sýsla merkti einnig stjórnsýsluumdæmi þessara embættismanna, en
þar segir, að hver sýslumaður skuli greiða nefndarmönnum farar-
eyri í sinni sýslu með góðum greiðskap af sínum hluta þingfarar-
kaups (Jónsbók, bls. 6). Höfundur hefur þá tilgátu eftir Hjálmari
Vilhjálmssyni, að þing og sýsla hafi verið eitt og hið sama (sbr.:
Sýslumenn á Jónsbókartímabilinu 126.'f—17S2. Tímarit lögfræðinga 1.
h. 1965, bls. 3). Samkvæmt því hefur landinu verið skipt í 12 sýslur
með Jónsbók. En þetta stangast á við það, að umdæmi sýslumanna
voru oft fleiri en eitt þing, jafnvel heill fjórðungur, enda virðist
gert ráð fyrir því í Jónsbók (sbr. orðalagið: „ þótt fleiri séu sýslu-
menn í fjórðungi en einn“. Jónsb., hls. 83). Má því eins ætla, að
þingin hafi ekki jafngilt sýslum, nema þau væru sérstök yfirsóknar-
svæði sýslumanna. Það mun smám saman hafa gerzt á Suðurlandi og
Norðurlandi, en þar, sem samgöngur voru mjög torveldar, einkum
í Austfirðinga- og Vestfirðingafjórðungi, náðu umdæmi sýslumanna
ekki yfir nema hluta viðkomandi þinga. Á fyrri hluta 17. aldar hef-
ur verið komin nokkur festa á sýsluskiptinguna, en flest núverandi
sýsluheiti eru í'rá 16. öld.
í þessum fyrsta kafla er minnzt á hin ýmsu störf sýslumanna og
sýslufélaga og sérverkefni einstakra sýslufélaga. Einnig er í kafl-
anum tafla um tekjur og útgjöld sýslufélaga árið 1968, en honum
lýkur með stuttri greinargerð um ömtin, amtmenn og amtsráðin.
Annar kafli er mjög langur, um 100 blaðsíður, og fjallar um breyt-
mgar á skipun sveitarfélaga og þingstöðum hreppa 1872—1972.
Drjúgum hluta kaflans er varið í það að greina frá skiptingu hreppa
°S hreppamörkum og tilgreina þingstaði í hverjum hrepp. Slík
hreppaskipting gat dregið langan slóða á eftir sér, en höfundur fer
®kki nánar út í þá sálma. Þó má nefna sem dæmi að árið 1892 var
Holtamannahrepp skipt i Holtahrepp og Áshrepp, og fékk Ás-