Saga - 1980, Blaðsíða 280
268
SIGURGEIR ÞORGRÍMSSON
hinu nýstofnaða félagi, ,,Sögufélaginu“. Eru komnir um
35 manns eða fleiri og eru lögin þar samþykkt að mestu
óbreytt, eins og þeir dr. Jón og félagar hans hafa gert þau.
Kosin var þar stjórn félagsins og voru í henni: 1) Hannes
Þorsteinsson, ritstjóri, 2) Bjarni Jónsson, kennari, 3) dr.
Jón Þorkelsson, skjalavörður, 4) Jón Jónsson, sagnfræð-
ingur og 5) Þórhallur Bjarnarson, lektor.
1 varastjórn voru kosnir: 1) Jósafat Jónasson, (með
flestum atkvæðum), 2) Benedikt Sveinsson, stud. theol.
(með um 12 atkvæðum). Endurskoðunarmenn: 1) Einar
Gunnarsson, cand. phil., 2) Sighvatur Bjarnason, banka-
bókari.
Kosning þessi fór á annan veg en Jósafat hefði viljað
og kenndi hann það daufum aðgerðum Hannesar, sem átti
að annast um það, að listi væri borinn út til félagsmanna.
Hafði Hannes lofað Jósafati, að hann skyldi láta „agitera“
fyrir Jósafati í stjórn fólagsins.
Jósafat segir: „Nú finnst mér svo sem þeir unni mér
lítillar sæmdar af máli því, og væri mér því líklega betra
að sitja heima, og hafa gert það að þessu sinni, en hitt að
hlutast til um mér óskyld mál, sem sumir kunna að segja að
þetta mál sé. — Þó skal ég láta þess getið, að á meðan kraft-
ar mínir eru óskertir vil ég enn heldur líða órétt nokkurn
en láta ógert það, sem ég sjálfur get gert og hefi góðan
vilja til, og sem ég auk þess sé að verða má að gagni fóstur-
jörð minni, jafnvel þó ég finni til þess nú betur en nokkru
sinni áður, hve vanþakklátir landar vorir eru starfsmönn-
um sínum hinum fáu, sem nokkuð lið er í. Slíkt vanþakklæti
hefur komið mörgum dugandi dreng á kné og orðið orsök
til ógæfu margrar göfuglyndrar og hraustrar hetju, sem
vildi vinna ættjörð sinni gagn, en varð þó að hverfa frá
ætlun sinni, vegna ráðaleysis þjóðarinnar, sem ekki vildi
nýta krafta hennar á meðan kostur var. Islendingar! Gætið
þess að hinir yngri menn eru stoð þjóðarinnar og skapa
framtíð hennar framar en fornir fauskar, þótt frjóir væru
um hríð. Látið því sjá, að þið kunnið að nota nýja krafta