Saga - 1980, Blaðsíða 362
348
RITFREGNIR
lög frá 22. nóvember 1907 um fræðslu barna. Höfundur segir (bls.
247-—248), að við upphaf skólagöngu hafi barn átt að geta lesið
móðurmálið skýrt og áheyrilega, skrifað það nokkurn veginn ritvillu-
laust o.s.frv. Hið rétta er, að í 2. gr. fræðslulaganna er gert ráð
fyrir því, að börn hafi tileinkað sér þessa kunnáttu, þegar þau séu
orðin fullra 14 ára, þ.e. þegar skólaskyldunni lýkur.
Sveitarstjórnir eru ekki einangrað fyrirbæri, sem lesa má um
í Stjórnartíðindum, heldur teygja þær anga sína út í flest svið þjóð-
lífsins. Þess vegna er ekki nóg að staldra við lagasetningar einar,
heldur er nauðsynlegt að greina frá því, hvernig þeim var fylgt
eftir og hver voru áhrif þeirra. Þetta gildir einkum um þá mála-
flokka, sem mikilvægastir eru og varða hag flestra landsmanna. Það
er t.d. ágætt að vita, hvenær lög um verkamannabústaði voru sett,
en hitt skiptir ekki síður máli, að útrýming heilsuspiliandi húsnæðis
bætti mjög aðbúnað og heilsufar íbúa í þéttbýlinu og mun hafa átt
drjúgan þátt í því að útrýma berklum í landinu. Lagasetningar á
sviði umhverfis- og félagsmála eiga sér aðdraganda, sem líklega
má að verulegu leyti rekja til baráttu launþegasamtaka, en um það
er ekki getið í kaflanum. Þessi dæmi og fleiri má nefna jim það, að
höfundur sneiðir hjá því að leggja út af heimildum sínum og skýra
tildrög og afleiðingar meiri háttar lagasetninga. Það liefði einnig
verið til bóta, ef hann hefði reynt að meta áhrif atvinnurekstrar
sveitarfélaga á aflcomu einstakra byggðarlaga. En liöfundi
er vorkunn, því að efnið er mjög umfangsmikið, og það er ekki auð-
velt verk að halda því innan hæfilegra marka.
Bókinni lýkur á tveimur fremur stuttum köflum, og fjallar hinn
fyrri um landshlutasamtök sveitarfélaga, en hinn síðari um Sam-
band íslenzkra sveitarfélaga. Áður en sett voru lög, þar sem gert var
ráð fyrir slíkum samtökum (nr. 19/1964) voru starfandi fjórðungs-
sambönd á Vestfjörðum og Norðurlandi, en þau náðu aðeins til sýslu-
og bæjarfélaga. Tilgangurinn með stofnun samtaka af þessu tagi
mun m.a. hafa verið sá að vinna gegn því ríkis- og miðstjórnarvaldi,
sem hafði myndazt á höfuðborgarsvæðinu.
Þegar litið er á bókina í heild verður ekki um það deilt, að höf-
undur hefur samið ýtarlegt rit, sem er ásamt hinu fyrra mikill fróð-
leiksnáma öllum þeim, sem vilja kynna sér sveitarstjórnarmál frá
landnámstíð til tæknialdar. Hins vegar má deila um efnistök höfund-
ar og úrvinnslu hans á heimildum. Hann notar þá aðferð við ritun
þessarar bókar og hinnar fyrri að fyigja heimildum mjög nákvæm-
lega eftir. Þessi aðferð getur verið mjög þægileg og forðað höfundi
frá óþægilegri glímu við mat og túlkun heimildanna. En erfitt er að
komast hjá endurtekningum með þessum hætti og má sjá mörg dæmi
um það í þessu riti. 1 bókinni úir og grúir af margs konar íróðleik,