Saga - 1980, Blaðsíða 298
284
ARNÓR SIGURJÓNSSON
Végeirsstaða og Böðvarsness. Þorgeir, sem Þorgeirsboli er
við kenndur, bjó þá á Végeirsstöðum og úthýsti Andrési,
er hann kom þangað að kvöldi og morguninn eftir fannst
hann dáinn milli bæjanna. Þá sögu sem Asrún sagði mér
fyrst, virtust margir Fnjóskdælir kunna eins þrjátíu árum
síðar. Um Björn, bróður Andrésar, kunni Ásrún ýmsar
sögur um það, hvernig hann hafði svarað fyrir sig, þegar
gestir yrtu á hann þar sem hann barnið var bundinn, með-
an heimilisfólkið var við vinnu sína úti. Þær sömu sögur
sögðu Fnjóskdælir síðar, og virðast þessar sögur sumar
hafa verið skráðar síðar til skemmtunar. Móðurætt mína
var að rekja til þeirra Veisuhjóna, Jóns og Kristínar og
Björns, sonar þeirra, og voru þeir Jón og Björn af ætt
þeirri, er kölluð var Kolbeinsætt, og er talið að Kolbeins-
nafnið hafi fylgt ættinni frá falli Kolbeins Sighvatssonar á
Grenjaðarstöðum, en hann var veginn á Örlygsstöðum
1238. Einnig fylgdu ættinni tveir draugar, og var annar
þeirra kýr, en hinn hauslaus strákur, og varð það til þess
að Kolbeinsnafnið lagðist því nær alveg niður á 19. öld og
fluttist þá suður í Árnessýslu.
Björn varð er árin liðu, efnaður bóndi í Fnjóskadal.
Hann giftist fyrst náinni frændkonu sinni, og voru þau
hjón systkinabörn. Þau áttu eina dóttur er Guðrún hét.
Hún giftist fyrst Einari smið Einarssyni frá Björgum og
átti með honum eina dóttur, er fluttist síðar austur á land.
En eftir lát Einars giftist hún Asmundi Gíslasyni frá Nesi
í Höfðahverfi, og var fyrsta barn þeirra Einar í Nesi, sem
Guðrún hefur látið heita eftir fyrra manni sínum. Síðar
áttu þau þrjár dætur er upp komust: Halldóru, Guðrúnu og
Önnu, og var Halldóra amma mín, móðir móður minnar.
Börn þeira Jóns Kolbeinssonar og Kristínar Andrés-
dóttur komu víða við sögu og afkomendur þeirra á fyrra
hluta 19. aldar, en einkum þeir Björn í Lundi, Kristján á
Illugastöðum og Kristín í Tungu. Þeirra gætti mest bænda-
fólks í Fnjóskadal. Björn og Kristján voru efnuðustu og
valdamestu menn sveitarinnar, en Kristín þótti kjarkmest