Saga - 1980, Blaðsíða 342
328
RITFREGNIR
lenskrar st.iórnmálasögn sem sagnfræðingar ættu að gefa fullan
gaum, jafnvel læra nokkuð af.
Uppruni Sjálfstæðisflolcksins er endurskoðuð BA-ritgerð frá 1975,
skrifuð hjá Ólafi Ragnari Grímssyni. Hún er löng sem slík, yfir
140 drjúgar síður meginmálið, og að mörgu leyti mjög sagnfræðilega
unnin. Atburðarás er fylgt í tímaröð, eftir stuttan inngangskafla,
frá bæjarstjórnarkosningunum í ársbyrjun 1916 til stofnunar Sjálf-
stæðisflokksins vorið 1929. Aðalheimildir eru blaðaskrif samtímis,
mikið vitnað til þeirra orðrétt; höfundur þekkir líka og notar
sagnfræðirit eftir því sem tilefni er til. Heimildakönnun sýnist bæði
víðtæk og vönduð.
Meginhugmynd ritgerðarinnar er sú, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi
myndast við hægfara samruna allra þeirra stjórnmálaafla sem and-
víg voru stéttarflokkunum nýju, Alþýðuflokknum og Framsóknar-
flokkniun. Það er því saga þessara afla, sem rakin er, svo margvísleg
sem þau eru og sjálfum sér sundurþykk lengi vel, saga Sjálfstæðis-
flokksins gamla, bæði langsum og þversum, saga Heimastjórnar-
flokksins, utanflokkabandalagsins, sparnaðarbandalagsins, Borgara-
flokksins og síðan íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Áherslan
er lögð á sambúðina í þessum herbúðum, samstarfstilraunir og
árekstra. Sagt er frá flokksfélögum og flokksmálgögnum, stjórnar-
samstarfi og flokkadráttum á þingi, en þó einna mest frá kosningum
og framboðsmálum. Rannsóknin er öll bundin við stjórnmálastarfið
á landsmælikvarða og svo í Reykjavík, en sérstökum aðstæðum dreif-
býlisins og einstakra kjördæma annarra en Reykjavíkur er lítt sinnt;
það er mesti veikleiki rannsóknarinnar, eins og tekið er fram í
lokakafla; og eins mætti fylla upp í myndina með frekari athugun
á afstöðu blaða og þingmanna til einstakra þingmála. Þótt þannig
komi ekki öll kurl til grafar í rannsókn Hallgríms, er hún afar fróð-
leg, líklega merkilegri til skilnings á íslenskum stjórnmálum um-
rædds tímabils en nokkurt rit annað.
Niðurstöður eru dregnar saman í stuttum og hnitmiðuðum kafla
sem Ólafur Ragnar Grímsson skrifaði endanlegu gerðina af (en i
fyrri köflunum er lítið um alhæfingar, niðurstöður fremur látnar
birtast í sjálfri atburðarásinni eða í orðum samtímaheimilda, eins
og háttur er sagnfræðinga fremur en stjórnmálafræðinga, trúi ég)-
Hér er m.a. iögð á það áhersla að í Ihaldsflokknum hafi Sjálfstæðis-
flokkurinn verið nánast fullskapaður, sameiningin við Frjálslynda
flokkinn aðeins vei'ið stutt lokaskref.
Rit Svans Kristjánssonar er að stofni til yngra (hann styðst da-
lítið við Hallgrím), kafli úr doktorsritgerð hans frá 1977. Hér er á
allan hátt miklu greinilegra en hjá Hallgrími að unnið, er í annarri
hefð en hinni sagnfræðilegu. Þó er Svanur prýðilega að sér í sagn-