Saga - 1980, Blaðsíða 167
VIÐHORF ÍSLENDINGA TIL SKOTLANDS OG SKOTA 155
Hermann þýddi úr gelísku, þætti úr sögu eyjanna og kafla
um þj óðlíf þar, ofna í ferðaminningar. En Hermann dvaldi
á eyjunum, svo að mánuðum skipti samtals, á öndverð-
um sjötta tug aldarinnar og fór þar víða um. Hann nýtur
þekkingar sinnar á gelískri tungu og menningu, en gelíska
er enn þann dag í dag móðurmál margra Suðureyinga, sér-
staklega á ytri eyjunum. Hermanni finnst mannlíf fag-
urt í eyjunum, þótt fólk sé þar fátækt, og ber kvíðboga
fyrir því, að aðkomumenn muni spilla ýmsum þáttum
eyjamenningarinnar, sem honum eru geðfelldir. Hermanni
Hkar og vel náttúra eyjanna, hann hrífst af hvítum sönd-
um og ilmandi valllendi og segir Suður-Uist (Ývist)
einhvern unaðslegasta stað, sem hann þeklíi.136 — Árni
Bergmann segir stuttlega frá hjólreiðum um eyna Skye
(Skíð) og lætur vel af. Hann greinir m.a. frá heimsókn í
hinn fræga Dunvegan-kastala.137 Óhætt er að segja, að
viðhorf til Suðureyja, sem fram koma hjá þeim Hermanni
°g Árna, eigi sér vissa samsvörun í lýsingum margra
þeirra, sem komu til Suðureyja annars staðar frá á 19. og
20. öld, og þótt flestir dáist að ýmsu þar á eyjunum, kemur
Ham, að sumir líta niður á gelíska menningu.138
Islendingar víkja víða að náttúrufegurð skozku Há-
lundanna,139 og gegnir að því leyti sama máli um þá
°g menn af öðru þjóðerni, sem um Hálöndin hafa ferðazt.
Sumir tala um fegurð allra Hálandanna,140 en aðrir nefna
130 Hermann Pálsson: tilv. rit. s. 120, 126.
137 Árni Bergmann: tilv. rit.
138 Cooper, Derek: Road to the Isles. Travellers in the Hebrides
1770—1914. London 1978.
139 Umdeilt er, hvar telja beri mörk skozku Hálandanna. Hér
verður miðað við svæðið norðan línu, sem hugsast dregin milli
Greenock, nálægt Glasgow, og Stonehaven, rétt fyrir sunnan
Aberdeen.
140 Jón H. Þorbergsson: Frá Skotlandi. s. 21. — Elías Snæland
Jónsson: „Stórfenglegt landslag og fjölbreytt útilíf." Vísir,
blað 2, 25. apríl 1980. — Jón Ögmundur Þormóðsson og Sigrún
Baldvinsdóttir: tilv. rit. s. 262.