Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.2011, Qupperneq 3

Skinfaxi - 01.05.2011, Qupperneq 3
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 3 Um verslunarmannahelgina verður 14. Ung- lingalandsmót Ungmennafélags Íslands hald- ið á Egilsstöðum í umsjón Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands og Fljótsdals- héraðs. Unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands er sá viðburður á Íslandi sem er hvað vinsælast að sækja um verslunarmannahelg- ina. Fyrsta Unglingalandsmótið var haldið á Dalvík 1992 og síðan var haldið mót þriðja hvert ár þar til árið 2000 þegar mótið var hald- ið í fyrsta skipti um verslunarmannahelgina á Bíldudal og Tálknafirði. Sú ákvörðun að halda mótið árlega um verslunarmannahelgi var tilraun til að láta á það reyna hvort hægt væri að halda vímuefnalaust íþróttamót um þessa mestu ferða-og útivistarhelgi lands- manna. Fáum leist vel á þessa hugmynd í upphafi og flestir töldu hana vonlausa. Verslunarmannahelgin væri í hugum lands- manna skemmtihelgi þar sem Bakkus væri kærkominn ferðafélagi. Ungmennafélagar ákváðu hins vegar að leggja allt undir og láta reyna á þátttökuna sem fór fram úr björtustu vonum og að loknu fyrsta verslunarmanna- helgarmótinu var ljóst að í framtíðinni yrðu mótin haldin á hverju ári um þessa helgi. Unglingalandsmótin eru fjölbreytt og skemmtileg fjölskyldu-, íþrótta- og forvarna- hátíð þar sem keppendur eru á aldrinum 11–18 ára og stórfjölskyldan getur tekið þátt í fjölbreyttri dagskrá. Segja má að hið uppeldislega gildi Ung- lingalandsmótanna, þar sem öllum börnum og unglingum á aldrinum 11–18 ára er gert kleift að taka þátt, óháð fyrri afrekum á íþróttasviðinu, sé í því fólgið að leggja áherslu á að árangur í íþróttum verði ekki eingöngu mældur í afrekum heldur að í þátttökunni felist einnig heilsuefling og forvörn. Fjöldi rannsókna sýnir að þátttaka í íþróttum eykur sjálfstraust, hún eflir vitund einstaklingsins um sjálfan sig, aflar honum virðingar annarra og ýtir undir tengslamyndun og traust. Hún minnkar líkurnar á neyslu áfengis og annarra vímuefna. Hún skapar líka sameiginlega hagsmuni og gildi og kennir félagslega færni sem er nauðsynleg í lýðræðissamfélagi. Það er því til mikils að vinna og Unglinga- landsmótin eru það lóð á vogarskálina sem ungmennafélagshreyfingin vill leggja til að ná fram þessum markmiðum. Samvera fólks er einn af áhrifamestu þátt- um Unglingalandsmótanna. Fjölmargar rann- sóknir hafa ítrekað sýnt fram á tengsl upp- byggilegrar samveru, umhyggju og hlýju frá fjölskyldunni, við forvarnir í uppvexti barna og unglinga. Samverustundir fjölskyldna skila sér ekki aðeins í innihaldsríkara fjöl- skyldulífi og betri líðan barna heima og að heiman. Börn úr samheldnum fjölskyldum eru mun ólíklegri en önnur börn til að ánetj- ast áfengi eða öðrum vímuefnum eða lenda í slæmum félagsskap. Sá mikli fjöldi fólks sem sækir Unglinga- landsmótin á hverju ári er sammála hreyfing- unni um að hægt sé að halda áfengis- og vímuefnalausa hátíð um verslunarmanna- helgina. Tilraunin, sem lagt var af stað með í upphafi árið 2000, hefur því heppnast full- komlega. Einn ávinningur af Landsmótum og Ung- lingalandsmótum UMFÍ er bætt íþróttaaðstaða sem verður til á þeim stöðum þar sem þau eru haldin hverju sinni. Í öllum landsfjórðung- um hafa verið byggð upp mannvirki í tengsl- um við mótin. Mannvirki sem nýtast íbúum og öðrum landsmönnum til keppni og heilsu- eflingar til framtíðar að mótunum loknum. Glæsileg íþróttamannvirki eru á Egilsstöð- Tilraun sem heppnaðist fullkomlega um. Íþróttaleikvangurinn er vel staðsettur og skammt frá honum eru sundlaug og íþrótta- hús. Önnur íþróttamannvirki eru í næsta nágrenni. Tjaldsvæði eru inni í bænum og gönguleiðir greiðfærar til og frá keppnis- svæðunum og allri þjónustu. Á Egilsstöðum er góð þjónusta í boði, úrval verslana, veit- ingastaðir, hótel og gististaðir. Á Fljótsdals- héraði og í nágrannasveitarfélögum eru ein- stakar náttúruperlur og sögustaðir sem vert og gaman er að heimsækja. Undirbúningur og framkvæmd Unglinga- landsmótsins er mikið verkefni fyrir móts- haldara. Stór hópur sjálfboðaliða kemur að mótinu sem gerir alla undirbúningsvinnu og framkvæmd þess mögulega. Þetta fórnfúsa og mikla starf sjálfboðaliða og starfsmanna, með góðu samstarfi við sveitarfélagið og öflugum stuðningi styrktaraðila, gerir það að verkum að öll umgjörð og undirbúningur mótsins verður eins glæst og raun ber vitni. Ríkisvaldið hefur stutt vel við uppbyggingu og framkvæmd á Unglingalandsmótunum frá upphafi og fyrir þann góða stuðning, ásamt stuðningi frá styrktaraðilum mótsins, er hreyfingin ákaflega þakklát. 14. Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöð- um er góður valkostur fyrir alla og því um að gera að skella sér á mótið því að þar finna allir aldurshópar eitthvað við sitt hæfi. Látum ekki umræðu um hátt eldsneytisverð draga úr þátttöku. Forgangsröðum og gefum okk- ur tækifæri til að upplifa einstaka skemmtun í góðra vina hópi þar sem ungmennafélags- andinn ræður för. Verið öll hjartanlega vel- komin á Unglingalandsmót og njótið þess að taka þátt í skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá. Það verður tekið vel á móti þér og við hlökkum til að sjá þig. Íslandi allt! Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ: Skrifað undir samninga vegna 15. Unglingalandsmóts UMFÍ á Selfossi Skrifað var undir samninga vegna 15. Ung- lingalandsmóts UMFÍ, sem haldið verður á Selfossi 2012, í Selinu á Selfossi 9. maí sl. Samningar voru undirritaðir annars vegar á milli UMFÍ og HSK og unglingalands- mótsnefndarinnar og Árborgar hins vegar. Glæsileg íþróttamannvirki eru nú þegar til staðar á Selfossi og öll aðstaða því til fyrir- myndar. Á Unglingalandsmótinu á Selfossi verð- ur m.a. keppt í dansi, fimleikum, glímu, golfi, hestaíþróttum, íþróttum fatlaðra, knattspyrnu, körfuknattleik, mótokross, skák, sundi og teakwondo. Sérgreinastjórar hafa nú þegar verið ráðnir í flestar greinar mótsins. Skrifað undir í Selinu á Selfossi. Frá vinstri: Þórir Haraldsson, formaður fram- kvæmdanefndar Landsmóta á Selfossi, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Guðríður Aadnegard, formaður HSK.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.