Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.2011, Side 45

Skinfaxi - 01.05.2011, Side 45
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 45 Hefur þú komið í Héraðsþrek í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum? Opið í þreksal og sundlaug: Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Selfoss Búnaðarsamband Suðurlands, Austurvegi 1 Dýralæknaþjónusta Suðurlands, Stuðlum Fjölbrautaskóli Suðurlands, Tryggvagötu 25 Fossvélar ehf., Hellismýri 7 Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps, Galtastöðum Kvenfélag Hraungerðishrepps Suðurlandsskógar, Austurvegi 3 Veitingastaðurinn Menam, Eyrarvegi 8 Hveragerði Eldhestar ehf., Völlum Sport-Tæki ehf., Austurmörk 4 Þorlákshöfn Fiskmark ehf., Hafnarskeiði 21 Grunnskólinn í Þorlákshöfn Járnkarlinn ehf., Unubakka 25 Stokkseyri www.kvoldstjarnan.com, Stjörnusteinum 7 Laugarvatn Menntaskólinn að Laugarvatni Hella Fannberg ehf., Þrúðvangi 18 Hvolsvöllur Búaðföng, Hvolsvelli, Bakkakoti 1 Héraðsbókasafn Rangæinga, Vallarbraut 16 Krappi ehf., byggingaverktakar, Ormsvöllum 5 Kvenfélagið Bergþóra, Vestur-Landeyjum Kvenfélagið Hallgerður, Eystri Torfastöðum I Vík Mýrdælingur ehf., Víkurbraut 21 Þórisholt ehf., Þórisholti Kirkjubæjarklaustur Kvenfélag Skaftártungu, Ljótarstöðum Vestmannaeyjar Frár ehf., Hásteinsvegi 49 Huginn ehf., Kirkjuvegi 23 Ísfélag Vestmannaeyja hf., Strandvegi 28 Skýlið, Friðarhöfn Vinnslustöðin hf., Hafnargötu 2 Vöruval ehf., Vesturvegi 18 Vilhjálmur Einarsson er einn fremsti íþrótta- maður okkar Íslendinga en hann var fimm sinnum kjörinn íþróttamaður ársins og vann til silfurverðlauna í þrístökki á Ólympíuleikun- um í Melbourne 1956. Vilhjálmur verður með málverkasýningu í heimabæ sínum í kringum Vilhjálmur Einarsson, silfurhafi frá Ólympíuleikum, með málverkasýningu á Unglingalandsmóti: Hafði alltaf með mér vatnslitagræjur á stórmót Unglingalandsmótið á Egilsstöðum. Sýningin verður opin á kvöldin þá daga sem mótið fer fram í Austrasalnum á Egilsstöðum. Á sýning- unni verða 60–70 málverk, stór og smá. „Ég er alltaf að grípa í þetta annað slagið þegar andinn kemur yfir mig eins og þar stendur. Þetta er búið að fylgja mér alla tíð en ég hafði alltaf með mér vatnslitagræjur á stórmót. Ég veit að það eru til nokkrar vatns- litamyndir frá Melbourneferðinni. Að mála var ein aðferðin hjá mér til að slaka á og dreifa huganum og ég hafði afskaplega gaman af því. Ég er mest að mála landslagsmyndir og í hefðbundnum stíl og þetta hefur heldur betur stytt mér stundir,“ sagði Vilhjálmur Einarsson í spjalli við Skinfaxa. Vilhjálmur sagðist að sjálfsögðu ætla að mæta á Unglingalandsmótið og fylgjast þar með ungum og upprennandi íþróttamönn- um. Einstakur ferill hans verður ekki rakinn hér en árangur hans á Ólympíuleikunum í Mel- bourne 1956 verður lengi í minni hafður. Vilhjálmur fór á Ólympíuleikana ásamt Hilmari Þorbjarnarsyni keppanda í 100 metra hlaupi og Ólafi Sveinssyni fararstjóra. Það var þann 27. nóvember sem þrístökkskeppn- in var á dagskrá. Fyrsta stökk Vilhjálms var ógilt en hann bætti vel fyrir það í næsta stökki þar sem hann setti Ólympíumet, stökk 16,25 metra (seinna breytt í 16,26 metra). Metið átti hann í tvo klukkutíma, en þá bætti Brasilíu- maðurinn Ferreira Da Silva það með stökki sínu upp á 16,35 metra í fjórðu tilraun. Vilhjálmur endaði í öðru sæti og var fyrsti Íslendingurinn til að komast á verðlaunapall á Ólympíuleikum. Þetta var frábær frammi- staða hjá íslenska kappanum og Íslendingar fylltust stolti. Enginn hafði búist við því að sjá Íslending á verðlaunapalli og hvað þá að setja Ólympíumet. Vilhjálmur Einars- son við bautastein sem reistur var til að minnast frækilegs afreks hans á Ólympíuleikunum í Melborne 1956.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.