Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.2011, Side 14

Skinfaxi - 01.05.2011, Side 14
14 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Nokkrir athyglis- verðir staðir á Fljótsdalshéraði. Við hvetjum gesti jafnt sem heimamenn til að kynna sér þá. Eiðastaður: Var áður höfuðból og kirkjusetur. Þar var stofnaður bænda- skóli árið 1883 sem varð héraðsskóli 1918. Í dag er staðurinn í einkaeign og er unnið að uppbyggingu alþjóð- legs mennta- og menningarseturs. Margar skemmtilegar gönguleiðir eru um kjarrivaxna ása. Hjaltastaður: Kirkjustaður í Hjaltastaðaþinghá og var prestsetur til 1919. Á Hjaltastað er frægust sagan af Hjaltastaðafjandanum en hann áreitti fólk og gerði því lífið leitt. Skammt frá Hjaltastað er félagsheimil- ið Hjaltalundur. Grímstorfa: Skógi vaxinn hjalli sem illfært er að komast að. Hjallinn er austan í Hafrafelli sem er 216 m á hæð og er í Fellum. Sagan segir að Grímur Droplaugarson hafi falið sig í hjallanum um tíma (sjá Droplaugar- sona sögu). Gönguferð á Landsenda: Ekið er út Jökulsárhlíð að Biskupshól við rætur Hellisheiðar eystri. Þaðan er gengið að eyðibýlinu Landsenda. Áfram er haldið að Kerinu en þar var vörum oft skipað í land ef gaf á sjó hér áður fyrr. Hægt er að komast út að Landsendahorni. Þar fram undan eru miklar líparítskriður í Móvíkum. Múlakollur: 508 m móbergsfjall sem klýfur Skriðdal í tvo dali. Gengið er frá bænum Þingmúla. Gott útsýni er af fjallinu yfir Skriðdal. Gönguferðin tekur 1,5 klst. Þarna hafa fundist stein- gervingar. Einnig er hægt að ganga frá Múlastekk gegnum Gunnarsskarð og áfram út á Múlakoll. Hjálpleysa: Nokkuð erfið ganga er yfir Hjálpleysu. Þetta er skarð eða þverdalur sem liggur milli Héraðs og Reyðarfjarðar. Þar er Valtýshellir sem getir er um í sögunni um Valtý á grænni treyju. Höttur: Líparítfjall, um 1106 m, við Hjálpleysu. Talið er að fjallið hafi áður heitið Hátúnshöttur. Hrafnafell: Fjall sem stendur í Fell- um. Ekið er um Fjallselsveg upp á hæsta ás við Hafrafell en þar eru fjar- skiptamöstur. Hægt er að ganga út Hrafnafellið sunnan Grímstorfu. Þarna ber við augu jökulsorfnar klappir. Hrafnafellsrétt er grjóthlaðin rétt sunnan vegar. Þinghöfði: Ekið er um veg 925 út Hróarstungu. Þetta er gamall þing- staður við Krakalæk og nefndist Kraka- lækjarþing. Þinghöfði er friðlýstur og er upplýsingaskilti við veginn. Kjarvalshvammur: Skammt frá Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá. Jóhannes S. Kjarval listmálari dvaldi í þessum hvammi í tjaldi í tvö ár í kring- um 1948. Bóndinn á Hjaltastað gaf honum skika og byggði kofa í hvamm- inum. Þarna dvaldi Kjarval oft og mál- aði margar af frægustu myndum sín- um. Þetta er eina fasteignin sem Kjar- val eignaðist um ævina. Þarna er líka bátaskýli fyrir bát sem Kjarval á að hafa farið á niður Selfljót og til sjávar. Gálgaás: Rétt austan við Egilsstaða- kirkju í Egilsstaðabæ. Á honum er Gálgaklettur. Staðurinn þekktur fyrir að Valtýr á grænni treyju, sem svo var nefndur og var bóndi á Eyjólfsstöðum á Völlum, var tekinn af lífi fyrir þjófnað og morð á vinnumanni. Hann neitaði þó alltaf sök. Fjórtán árum seinna fannst rétti morðinginn sem einnig hét Valtýr og var hengdur. Bein þeirra beggja lágu undir klettinum en síðar var reistur skjöldur sem stendur enn. Vallanes: Kirkjustaður á Völlum. Þekktasti prestur sem þar hefur þjón- að var séra Stefán Ólafsson skáld á 17. öld. Félagsheimilið Iðavellir stendur í landi Vallaness. Nú er stunduð þar líf- ræn ræktun og framleiðsla á snyrti- vörum undir nafninu Móðir jörð. Klaustursel: Bær á efra Jökuldal. Þar er vísir að dýragarði. Hreindýr, refir, gæsir, álftir og fleiri íslensk dýr má finna þar. Þarna er einnig gallerí þar sem eru sýndar og seldar ýmsar vörur, m.a. unn- ar úr hreindýraleðri. Brúin yfir Jökulsá, á veginum heim að bænum, er elsta brú landsins sem enn er í notkun. Aðalból: Bær efst í Hrafnkelsdal. Þar bjó Hrafnkell Freysgoði Hallfreðarson sem segir frá í sögu hans. Þar má sjá haug Hrafnkels. Í nágrenni hafa fund- ist fornir gripir sem hafa styrkt sann- leiksgildi sögunnar. Á Aðalbóli er rekin ferðamannaþjónusta. Krosshöfði í Stapavík: Frá Unaósi, sem er ysti bær í Hjaltastaða- þinghá, er létt ganga í fallegu um- hverfi út með Selfljóti. Þar er Stapavík sem er lítil klettavík. Þar vestan við er Krosshöfði við ósa fljótsins. Hann gegndi mikilvægu hlutverki í byrjun 20. aldar sem verslunarstaður fyrir Út-Héraðsmenn. Í Stapavík var vörum skipað upp fram á fimmta tug síðustu aldar. Þetta lagðist af þegar vegur var lagður yfir Vatnsskarð. Minnismerki Sigfúsar Sig- fússonar: Á Eyvindará fæddist Sig- fús Sigfússon, fræðimaður og þjóð- sagnasafnari. Hefur honum verið reist- ur minnisvarði í landi Eyvindarár. Skessukatlar í Bjarglandsá: Bjarglandsá er í landi Sandbrekku í Hjaltastaðaþinghá. Áin er töluvert vatnsfall og rennur í klettagljúfri á um fjögra km kafla. Skessukatlar eru nátt- úruundur sem finnast í Bjarglandsá. Skessugarður: Forn jökulgarður vestan Sænautafells, mjög merkilegt náttúrufyrirbæri frá framrás Brúar jökuls í lok ísaldar. Garðurinn er um 300 m langur og hæstur um 5 m. Ekið er eftir gamla hringvegi 1 að Sænauta- seli. Gönguleið er frá Sænautaseli vest- ur að Skessugarði, síðan umhverfis Grjótgarðsvatn og til baka. Taglarétt: Gömul skilarétt sem stendur í skógivöxnu umhverfi við Eyvindará. Þangað er um 3ja klst. ganga og er gengið frá bílastæði við Eyvindarárbrú. Atlavík: Frægur áningarstaður ferðamanna. Þar er tjaldsvæði og bátaleiga og hægt er að taka Lagar- fljótsorminn þ.e. ferjuna, þar og sigla á fljótinu á sumrin. Nielsenshús: Fyrsta íbúðarhúsið sem reist var í núverandi Egilsstaðabæ. Það var byggt 1944 af hinum danska Oswald Nielsen. Búið er að endurgera húsið og í dag er rekið þar glæsilegt kaffihús. Unglingalandsmót UMFÍ – Egilsstöðum Áhugaverðir staðir Hallormsstaðaskógur. Lagarfljót.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.