Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2011, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.05.2011, Blaðsíða 36
36 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Úr hreyfingunni Ársþing Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, UÍF: Nýtt merki sambandsins kynnt Annað ársþing Ungmenna- og íþrótta- sambands Fjallabyggðar, UÍF, var haldið í Íþróttamiðstöðinni að Hóli þann 12. maí sl. Á þingið mættu 33 þingfulltrúar auk stjórnar UÍF. Björg Jakobsdóttir, varaformaður UMFÍ, ávarpaði þingið og veitti þeim Jóni Kon- ráðssyni og Þórarni Hannessyni starfs- merki UMFÍ fyrir mikið og óeigingjarnt starf innan ungmennafélagshreyfingar- innar undanfarna áratugi. Þingið hófst síðan á því að Guðný Helga- dóttir, formaður UÍF, bað fundargesti að rísa úr sætum og minnast Freys Sigurðs- sonar sem vann ómetanlegt starf fyrir íþróttahreyfinguna á Siglufirði meðan hans naut við. Síðan var komið að því að draga að húni fána með nýju merki sambandsins og gera grein fyrir úrslitum í samkeppni um merki félagsins. Gengu allir fundar- gestir út á pall og fylgdust með því þegar hinn nýi fáni var dreginn upp. Alls barst 31 tillaga í samkeppnina frá 11 aðilum. Dómnefnd var sammála um að tillaga Jóns Ingibergs Jónsteinssonar bæri af og varð hún fyrir valinu. Þess má geta að Jón er barnabarn Jóns Þorsteinssonar, skíða- kappa frá Siglufirði, og ánafnaði hann Skíðaminjasafninu á Siglufirði verðlauna- féð, sem var 30.000 kr., til minningar um afa sinn. Þá hófust hefðbundin aðalfundarstörf. Formaður fór yfir hið mikla starf sem unn- ið hefur verið á árinu. Reikningar hins nýja félags eru í góðu horfi og voru samþykktir samhljóða. Nokkrar minniháttar lagabreyt- ingar voru samþykktar. Loks voru kosnir þrír nýir aðilar í stjórn og Guðný Helga- dóttir var endurkjörinn formaður. Efri mynd: Fáni með nýju merki UÍF blaktir við hún, ásamt fánum UMFÍ og ÍSÍ. Neðri mynd: Frá afhendingu starfsmerkja UMFÍ. Til vinstri er Guðný Helgadóttir, formaður UÍF, sem tók við starfsmerkinu fyrir hönd Jóns Konráðsson- ar, Þórarinn Hannesson í miðjunni og Björg Jakobs- dóttir, varaformaður UMFÍ, sem afhenti starfs- merkin, er lengst til hægri. KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.