Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.2011, Side 39

Skinfaxi - 01.05.2011, Side 39
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 39 Ungmennafélag Selfoss hélt upp á 75 ára afmæli sitt þann 1. júní síðastliðinn. Af því tilefni var boðið til afmælisveislu í hátíð- arsal Fjölbrautaskóla Suðurlands. Björn Ingi Gíslason var veislustjóri kvölds- ins og hóf hann dagskrána á að fá gesti til að syngja Fyrr var oft í koti kátt. Að því loknu fluttu ávörp þeir Grímur Hergeirsson, formað- ur Umf. Selfoss, og Kristinn M. Bárðarson, for- maður afmælisnefndarinnar. Formaður UMFÍ, Helga Guðrún Guðjóns- dóttir, ávarpaði samkomuna og veitti tveimur Selfyssingum starfsmerki UMFÍ, þeim Guð- mundi Tryggva Ólafssyni, stjórnarmanni og þjálfara júdódeildar, og Ófeigi Ágústi Leifssyni, formanni taekwondodeildar. Sigríður Jóns- dóttir, frá framkvæmdastjórn ÍSÍ sæmdi tvo Selfyssinga gullmerki ÍSÍ, þá Helga S. Haralds- son, formann frjálsíþróttadeildar, og Svan Ingvarsson, sem unnið hefur ötult starf fyrir sunddeild Selfoss og fatlaða íþróttamenn á Suðurlandi. Hallur Halldórsson, fyrrverandi formaður handknattleiksdeildar, og Olga Bjarnadóttir, fimleikaþjálfari, voru sæmd silfurmerki ÍSÍ. Þá fékk fimleikadeildin endur- nýjun sem fyrirmyndardeild ÍSÍ. Guðríður Aadnegard, formaður HSK, sæmdi Helga S. Haraldsson silfurmerki HSK. Grímur Arnarson, formaður Íþrótta- og tómstundarnefndar Árborgar, færði samkomunni kveðju frá Sveitarfélaginu Árborg og afhenti formanni félagsins blómvönd og peningagjöf. Gylfi Orrason, varaformaður KSÍ, sæmdi þá Anton Hartmannsson, Svein Jónsson og Jón Stein- dór Sveinsson silfurmerki KSÍ. Vésteinn Hafsteinsson var síðasti gestur- inn til þess að ávarpa samkomuna. Hann þakkaði boðið í veisluna og minntist uppeld- isins í ungmennafélaginu á Selfossi. Að því loknu færði hann frjálsíþróttadeildinni hálfa milljón króna að gjöf í tilefni afmælisins. „Það er það minnsta sem ég get gert til að þakka fyrir mig,“ sagði Vésteinn. Formlegri dagskrá lauk á því að nokkrir félagar voru sæmdir gull- og silfurmerkjum Umf. Selfoss. Fjórtán félagar fengu silfur- merki og fjórir gullmerki, þau Einar Jónsson, Elínborg Gunnarsdóttir, Gísli J. Jónsson og Sveinn R. Sveinsson, en sá síðastnefndi hefur keppt í kringlukasti undir merkjum Selfoss óslitið í 62 ár. Að lokum var gestum boðið í glæsilegt kaffihlaðborð þar sem gamlar sögur voru rifjaðar upp. Í tilefni afmælisins var ráðist í sérstaka hátíðarútgáfu á riti félagsins, Braga. Var blað- Ungmennafélag Selfoss 75 ára Handhafar gull- og silfurmerkja Umf. Selfoss ásamt formanni félagsins (lengst til hægri). Á myndina vantar Olgu Bjarnadóttur. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Örn Guðnason, ritari UMFÍ, afhentu Ófeigi Á. Leifssyni og Guðmundi Tr. Ólafssyni starfsmerki UMFÍ. Afmælisnefnd ásamt formanni og framkvæmdastjóra félagsins og nokkr- um dyggum stuðningsmönnum. ið 100 síður að stærð og innihélt fjölbreytt efni frá fyrri tímum allt til dagsins í dag. Sér- stakar kynningar voru á átta deildum félags- ins, og tveimur nefndum sem starfa innan þess. Blaðinu var dreift í öll hús í sveitar- félaginu og á alla helstu opinbera staði á Suðurlandi. Daginn eftir afmælishófið var haldin önn- ur fjölmenn afmælisveisla á íþróttavallar- svæðinu við Engjaveg. Dagskráin hófst um klukkan ellefu með leikjum og ýmsu sprelli. Þar gátu ungir sem aldnir m.a. tekið þátt í fótbolta, frjálsum og fimleikum. Einnig sýndu taekwondoiðkendur og þjálfarar ýmsar æfingar og spörk sem hægt var að spreyta sig á. Á eftir var öllum boðið upp á grillaðar pylsur og kókómjólk. Frá afmælisveislunni á íþróttavallarsvæðinu við Engjaveg. Þar fengu krakkarnir m.a. pylsur og kókómjólk og að auki var afhentur diskur frá Tækniskóla KSÍ. MJÓLKURVÖRUR Í SÉRFLOKKI Frá taekwondo- sýningu á íþrótta- vellinum á Selfossi.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.