Skinfaxi - 01.05.2011, Qupperneq 17
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 17
Sveitarfélagið
Fljótsdalshérað
varð til 1. nóvember 2004, við samein-
ingu Austur-Héraðs, Fellahrepps og
Norður-Héraðs. Þéttbýlið Egilsstaðir
og Fellabær styður sterk byggð í dreif-
býlinu með blómleg landbúnaðar-
svæði og smærri þjónustukjarna á
Hallormsstað, Eiðum og Brúarási.
Sveitarfélagið er mjög víðfeðmt og
er nú það landmesta á Íslandi. Stærð
þess er 8.884 ferkílómetrar.
Sveitarfélagið afmarkast af Jökulsá
á Fjöllum í vestri að Biskupshálsi um
Möðrudalsheiði og Háreksstaðaheiði,
norður Smjörfjöll og Hellisheiði norð-
ur í Kollumúla í Héraðsflóa. Að austan-
verðu afmarkast það frá Bótarhnjúkum
sem eru á mörkum Fljótsdalshéraðs,
Fljótsdalshrepps og Djúpavogshrepps,
þaðan um Breiðdalsheiði og Austur-
fjöll í Skriðdal yfir á Fagradal um Gagn-
heiði og um Austurfjöllin í Gripdeild í
Héraðsflóa.
Miðkjarna Fljótsdalshéraðs mynda
þéttbýlin Egilsstaðir og Fellabær sem
greiðar samgöngur á landi og í lofti
hafa gert að virkum vegamótum og
þar hefur því vaxið upp ýmiss konar
starfsemi, bæði á vegum opinberra
aðila og einkaaðila. Um miðbæ Egils-
staða liggja helstu krossgötur Austur-
lands og umferðarmestu gatnamót
þjóðvega í fjórðungnum.
Flestir íbúa Fljótsdalshéraðs starfa
við þjónustu og opinbera starfsemi
og á Egilsstöðum og í Fellabæ hefur
þróast mikil samgöngu-, verslunar-
og þjónustumiðstöð sveitarfélagsins
og alls Mið-Austurlands.
Alþjóðaflugvöllurinn á Egilsstöðum
gegnir mikilvægu hlutverki, meðal
annars vegna ferðaþjónustu á svæð-
inu en í sveitarfélaginu eru einnig
nokkur hótel, gisti- og veitingastaðir.
Landbúnaður er stundaður í dreifð-
um byggðum hins víðfeðma sveitar-
félags þannig að sauðfjárbúskapur er
stundaður á um 90 jörðum og mjólk-
urframleiðsla á tæplega 20 búum
og þá fer skógrækt fram á um 85
jörðum um þessar mundir. Á sviði
heilbrigðisþjónustu eru til staðar
í sveitarfélaginu heilsugæslustöð,
dvalarheimili aldraðra og sjúkrahús,
tannlæknastofa og einnig dýraspítali.
Skólastarf hefur sett svip sinn á
samfélagið árum saman og má þar
nefna skólasetrin að Eiðum og Hús-
stjórnarskólann á Hallormsstað.
Menntaskólinn á Egilsstöðum hefur
starfað frá 1979 en þar eru nemendur
á fimmta hundrað alls. Skrifstofa Þekk-
ingarnets Austurlands er í sveitarfélag-
inu og Vísindagarðurinn ehf. var stofn-
aður 2007.
Í sveitarfélaginu eru starfræktir fjór-
ir leikskólar með um tvö hundruð og
fimmtíu börnum. Grunnskólastarf fer
fram á fjórum stöðum en nemendur
þeirra eru vel á sjötta hundraðið. Tón-
list er kennd á fjórum stöðum á vegum
þriggja tónlistarskóla. Sveitarfélagið
rekur jafnframt bókasöfn og minjasafn,
íþróttamiðstöð og íþróttahús, frjáls-
íþróttavöll og knattspyrnuvelli, sund-
laug, félagsmiðstöðvar, félagsheimili
og þjónustumiðstöð.
Hitaveita Egilsstaða og Fella sér
þéttbýlinu fyrir heitu og köldu vatni.
Stjórnsýsla sveitarfélagsins var endur-
skipulögð við sameiningu sveitar-
félaga árið 2004 með það að mark-
miði að ná fram meiri skilvirkni í ein-
stökum málaflokkum. Stjórnsýslan
einkennist nú af svo kölluðu flötu
skipulagi þar sem undir bæjarstjóra
vinna 7 deildarstjórar sem hver um
sig sinnir ákveðnum málaflokkum
með viðkomandi fagnefnd.
Lögð er áhersla á stöðuga þróun
stjórnsýslunnar og eru sérstök verk-
efni í gangi á því sviði. Þróunarstarf
og uppbygging einkennir raunar
allt starf sveitarfélagsins um þessar
mundir og á öllum sviðum. Í sveitar-
félaginu er ellefu manna bæjarstjórn.
Frá Egilsstöðum, þar sem 14. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið um verslunarmannahelgina.
Saga sveitarfélagsins
N
Ý
P
R
E
N
T
eh
f.
Leirhús Grétu Gallerí
Gallerí og vinnustofa
SUMAROPNUN
15. júní - 20. ágúst
mánudaga - föstudaga frá kl. 13-18
laugardaga frá kl. 13-16
VETRAROPNUN
21. ágúst - 14. júní
föstudaga frá kl. 13-18
Litla Ósi Húnaþingi vestra Sími 451 2482 og 897 2432