Norðurland - 27.04.1979, Page 7

Norðurland - 27.04.1979, Page 7
Steingrímur Jónsson sýslumaður ásamt Stefáni Stefánssyni og Páli Einars- syni fulltrúum, í okkar hópi að þrátta um framhaldið. (ljósmynd Kristfinnur Guðjónsson) bestu heimildir, sem hægt er að fá. En Jón Rafnsson, vinur minn, og heimildarmanneskja hans hér, láta ógert að segja frá hver tók myndirnar, þó sýnist mér yfirleitt alltaf í blöðum og bókum, að greint sé frá mynda- smiðnum, en þarna er því sleppt. Það var Kristfinnur Guðjónsson, sem tók þær myndir, sem til eru, af þessum átökum, og hans hlutur er góð- ur og stór. Ég sé og þekki mörg andlitin á myndunum, andlit, sem nú eru horfin yfir móðuna miklu, flest öll í kirkjugarðinn á Akureyri. Herútboð hvítliða Þá er nú herútboðið. Nafni minn, gamli sýslumaðurinn, var rekinn til af bæjarstjórninni að reyna að koma upp hersveit til að berja rauðliðana niður. Þar mun fremstur í flokki hafa verið krataforinginn Erlingur Frið- jónsson, foringi íhalds- og krata- verkamanna hér þá. Þegar búið var að tvískera sundur kaðalinn hjá Ólafi og Co, þá voru nú góð ráð dýr og sennilega skylda sýslumanns að reyna að halda uppi lögum og reglu í ríkinu. Jón Rafnssoh tekur upp aðal- textann úr skipunarbréfunum, en mig langar að láta fylgja hér með ljósmynd af einu bréfinu, sem Pálmi, vinur minn, góðfús- lega lánaði mér. Mikill meiri- hluti þeirra, sem fengu þessi bréf, hundsuðu þau og gerðu ekkert með þau, og svo var með Pálma. Hefði hann hlýtt kall- inu, hefði hann farið mín megin Guðrún og Sigurborg Björnsdætur. á kaðalinn en ekki Ólafs megin. Næsta sumar eftir þetta, heyrði ég Sigurð Jónsson, þá ný- uppflosnaðan bónda frá Teigi í Hrafnagilshreppj, síðar stór- óðalsbónda á Ásláksstöðum í Kræklingahlíð - ég flosnaði upp í Hörgárdal um fimm árum fyrr - segja frá því með miklu stolti, þar sem við vorum saman við vinnu í frystihúsi KEA, að hann hefði unnið við herútboðið og borið út bréfin. Sem fyrr segir hundsuðu flestir bréfin, en auð- vitað urðu nokkrir við kallinu og hefðu verið til í allt. Mest var þá talað um í því sambandi Gest og Svenna með lítinn hóp utan um sig. Sveinn er fyrir mörgum árum kominn í kirkjugarðinn og Gestur hefur afar mikið lært síðan þetta skeði. Það kom ekki til frekari átaka í þetta sinn hér, en það urðu oft hörð átök á Akureyri í síðari hrinum. Hér var á þessum árum árvisst atvinnuleysi og eymd, og þar af leiðandi eitthvert harð- asta baráttuliðið á landinu, kannski hliðstætt á Siglufirði. Gunna og Bogga Það væri mikið freistandi að skrifa um og segja frá mörgum af þessum félögum mínum frá þessum tímum, en það yrði, held ég, næstum óendanlegt. Þó get ég ekki stillt mig um að segja lítillega frá Gunnu og Boggu. Þær voru með hörðustu félög- unum að standa vaktir, verk- fallsvaktir daga og nætur í Novudeilunni. Það var eins og þær þyrftu aldrei að sofa. Þær bjuggu á norðurloftinu i Brekku götu 5, Oddur Jónsson skó- smiður og Helga Sigfúsdóttir, kona hans, bjuggu á suðurloft- inu og höfðu austurkvistinn. Húsið er mjög lítið og komp- urnar á loftinu ekki mann- gengar. I þessari kompu hýrð- ust þær systur við afar kröpp kjör. Þær voru aldar upp á Barká í Hörgárdal við sult og seyru og allsleysi í stórum systkinahóp, mjög vel skynsamar og skáld- mæltar. Fyrstu kynni mín af þeim systrum, Guðrúnu og Sigurborgu Björnsdætrum, voru þau, að Guðrún tók að sér að sauma á mig föt, þegar ég var strákur, úr gráu vaðmáli úr ull af rollunum okkar, sem mamma spann og pabbi óf í langa voð. Gunna hafði rifið sig það áfram í lífinu að geta sniðið og saumað karlmannsföt. Allt, sem þær unnu, lék í höndum þeirra. Það saumuðu ekki margar konur þá karlmannsföt svo vel væri. Svo’ bar fundum okkar saman aftur hér. Margt mætti frá þessum verkfallsdögum segja. Veðurlag var ekki mjög hart hér meðan á þessum átökum stóð, norðaust- anátt og aulaði niður lognsnjó miklum, og þá þurfti að vera vel skóaður. Það voru Gunna og Bogga síður en svo. Þær áttu bara opinn og ónýtan skófatn- að, og voru alltaf rennblautar í fætur. Þá gáfu Oddur og Helga þeim heil og góð stígvél á fæturna, og var það áreiðanlega vel þegið og mikið góðverk. Júlíus í Dældunum Einum manni get ég ekki stillt mig um að segja ögn frá. Hann hét Júlíus Jóhannesson og átti heima í Dældunum yfirá Svalbarðsströnd. Hann var með afbrigðum harðsækinn, en fór þó alltaf hægt. Hann átti lítinn bát, sem hann fór á á milli. Ég man svo fjarska vel, þegar hann var að koma á morgnana út úr þokunni og logndrífunni, ró- andi til að standa verkfalls- vaktir á daginn svo næturvaktin gæti sofið eitthvað. Hann átti línu í sjó einhvers staðar út hjá Svalbarðseyri, sem hann vitjaði um á nóttunni. Það var lífsspurs- mál að afla fisk úr sjó handa heimilinu, annars var voðinn vís. Júlíus var mjög vanbúinn af fatnaði í þessu volki daga og nætur. Nútíma fólk hefði held ég mjög gott af að hugleiða, hvað hann og hans líkar lögðu í sölurnar til að reyna að bæta og fegra lífið, en það hefur svo margt engan tíma til að renna huga að því. Fyrir mörgum árum var ég lítinn tíma í Reykjavík undir læknishendi og fór þá oft á kaffistofu, sem var á Þórsgöt- unni, til að fá mér eftirmiðdags- kaffi. Þar var gott að koma og eyða smástund. Ekki man ég hvað staðurinn hét, en það sá ég að þangað sóttu mikið vinstri menn. Eitt sinn, þegar ég var þar, kom þar inn Jóhann Kúld með stórum manni, báðir prúðbúnir og settust að borði. Ég stóð upp úr mínu sæti og gekk til Jóhanns og hugðist heilsa honum vel og rifja upp gamlar minningar frá verkfallsvöktum okkar fyrri ára. En þá brá svo við, að hann virtist ekki þekkja mig. Hann var sjáanlega búinn að gleyma verkfallsforustu sinni í Novu- deilunni, þegar við stóðum vaktir saman í slitnum og Júlíus Jóhannesson. götóttum nakins-verkamanna- galla. Hann var nú orðinn dálítið betur búinn og gat sjáanlega ekki látið þennan stóra félaga sinn sjá að hann þekkti mig, þennan afturúr- kreisting. Snúið sér við í gröfinni af ánægju Varla getur hjá því farið að sitthvað broslegt komi fyrir í svona átökum, ef menn hafa tíma og tækifæri til að veita hlutunum athygli. Jakob Karls- son var í áhorfendahópnum. Hann vildi fylgjast með fram- vindunni, einn stærsti atvinnu- rekandinn á Akureyri þá. Hann réði yfir mestallri skipavinnunni og mjólkurframleiðslunni í bæn- um. Hann sagði við Sigþór Jóhannsson, þegar mestu átök- in voru um garð gengin: Heldur þú ekki, að faðir þinn myndi snúa sér við í gröfinni, en hann sæi til þín. Jú, af ánægju, svaraði Sigþór snöggt. Hann var nú enginn aukvisi og kunni að koma fyrir sig orði á réttum augnablikum. - Þá þurfti ég að snúa mér undan til að dylja hláturinn, sagði Jakob síðar. Hann var mikill humoristi í eðli sínu, og svona svar kunni hann vel að meta. Gísli R. Magnússon, skrif- stofustjóri Jakobs, var í stimp- ingunum, orðinn roskinn, þung ur maður, en mjög heitt í hamsi. Hann hafði svartan, harðan hatt á höfði, háan kúf, og einhver sló ofan á kollinn svo hann flettist í sundur og skein í hvítan skall- ann, og þegar Gísli loks komst út úr þvögunni, sprengmóður og uppgefinn, sagði hann: I Kaðalslið Ólafs að raða sér upp. (Ijósm. Kristfinnur Guðjónsson) svona helvíti skal ég aldrei fara aftur. Mér finnst það mjög mikill vinningur fyrir nútíðina, að bókin Vor í verum fékkst lesin í útvarpið, og þá ekki síst vegna snilldarlestur Stefáns Ögmunds sonar. Hann las hægt og skýrt, svo allir sem vildu heyra gátu heyrt, og það eru alltaf nokkrir, sem ekki eru svo þrúgaðir af hraðanum og stressinu, að þeir eiga smástund aflögu til að hlusta. Nú, þeir eru líka til, sem vilja helst ekkert heyra frá þessum árum, þá skrúfa þeir bara fyrir. Það fólk þolir ekki að heyra, hvernig íhaldið og hjálp- arkokkar þess, kratarnir, fóru með fátæklingana á árum áður. Ég hef kynnst mörgum heiðar- legum og góðum alþýðuflokks- mönnum og krötum um æfina, en hinir í þeim hóp eru alltof margir, sem hafa lagt sig fram til að vinna skítverkin fyrir íhaldið og atvinnurekendurna, svo þeir hafa bara getað staðið með hendur í vösum og glott. Sóðakjaftar í Gúttó Skeð gæti, að nútímafólk hefði kannski gaman af að heyra ögn frá samskiptum bæjar- stjórnanna og verkafólksins á þessum árum, þegar átökin hér á Akureyri voru sem hörðust. Það er næstum ótakmarkað, sem hægt væri að segja frá. Bæjarstjórnarfundirnir voru á þeim árum haldnir í litla salnum á norðurloftinu í Gúttó. Þar var pláss fyrir borð og stóla fyrir bæjarfulltrúana og örfá sæti fyrir áhevrendur. Þá var Átökin byrjuð. Allt að fara í hnút. Ekki man ég nú glöggt eftir öllum bæjarfulltrúunum, hverj- ir þeir voru. Enda dálítið breytilegt. En nokkrip eru mér mjög minnisstæðir. Á árunum 1930 til 1934 áttu kommúnistar tvo fulltrúa, og voru það Elísabet Eiríksdóttir og Einar Olgeirsson. Kratar áttu einn, Erling Friðjónsson. Framsókn átti tvo og íhaldið sex. Það var á þessum árum stanslaust barátta um að fá einhverja virinu, og oft sótt feikilega hart að bæjarstjórninni á fundum um einhverjar úrbæt- ur. Elísabet, Einar og Erlingur voru gamlir félagar úr hinu gamalgróna Jafnaðarmannafé- lagi Akureyrar, en Erlingur nú orðinn andstæðingur. Þegar Kommúnistaflokkur íslands var stofnaður, varð Erlingur „eftir af strætisvagninum“ og virtist alla tíð eftir það meðan hann lifði vera að reyna að hefna sín á fyrri félögum fyrir eitthvað,sem honum fannst hann hafa tapað eða misst af. Það væri hægt að skrifa heila bók um eltingaleik Erlings með málaferlum á hend- ur fyrri félögum hans og margt annað, ekki síst tilraunir hans til að fá eignarétt verkalýðsfélag- anna á Verkalýðshúsinu, Strand- götu 7, dæmdan af félögunum. Það vildi svo einkennilega til, að ég var húsvörður Verkalýðs- hússins, þegar Erlingur hóf málaferlin, og tók Friðrik Magnússon lögfræðingur, Að- alstræti 15, að sér að standa í þessu með mér í níu ár. Þetta urðu þrjú mál, eitt af þeim hæstaréttarmál. - (Ijósm. Kristfinnur Guðjónsson) yfirþyrmandi, hörmungarat- vinnuleysi árlegt, og verkafólk- ið hafði oft nægan tíma til að mæta á fundunum og fylgjast með, hvernig bæjarfulltrúarnir tækju málunum, og þá var það regla þeirra rauðu að hópast á fundina, og þá fengu ekki nema fáir sæti, og þá þótti mörgum gaman að troða sér inn á milli bæjarfulltrúanna og standa þar. Þá vildu fara að ókyrrast fínu taugarnar í sumum fulltrúun- um, til dæmis Erlingi Friðjóns- syni og Brynleifi Tobíassyni. Þá var þrautalendingin, að þeir fluttu sig niður á leiksviðið niðri , í sal og áheyrendur fengu allan salinn. „Elvítis svínabest“ Það væri gaman að eiga á segulböndum nú ögn af því, sem þessir karlar létu út úr sér þá, en upptökutæki voru þá ekki til. Það var með ólíkindum, sem Erlingur jós á Elísabetu af klámi og svívirðingum á fundunum- hann var mesti kommúnista- hatarinn í hópnum. Brynleifur Tobíasson var líklega stein- runnasta íhaldssálin, hann var einn af fulltrúum hinna mó- flekkóttu framsóknarmanna., og þegar honum fannst Erlingur ekki standa sig nógu vel við að skamma Elísabetu og Einar þá reyndi hann að bæta um betur. Framhald á bls. 8. NORÐURLAND - 7

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.