Norðurland - 27.04.1979, Side 11

Norðurland - 27.04.1979, Side 11
Helgi Ólafsson Skákþrautin Hin snjalla skákþraut Norður- lands mun nú aftur hefja göngu sína eftir u.þ.b. mánaðarhlé. Eftir mikla leit og grams fannst síðasta þraut sem birtist í Norð- urlandi. Lausn hennar er eftir- farandi: (Hv. Kc5, Hh4, c2. Sv. Ka5, e7.) 1. He4 2. Hxe7 Ka5 3. Ha7 mát. B: 1. . . e6 2. Hxe6 Ka4 3. Ha6 mát. C: 1. . . e5 2. Kc6 Ka6 3. Ha4 mát. Skákþraut vikunnar lítur út á eftirfarandi hátt: í þessari stöðu á hvítur að geta knúið fram vinning. Lausn í næsta blaði. Leikfélag Akureyrar Sjálfstætt fólk eftir HALLDÓR LAXNESS Sýningar laugardag og sunnudag kl. 20.30. Hátíðarsýning á vegum 1. maí nefndar verkalýðsfélag- anna þriðjudaginn 1. maí kl. 20.30. Aðgöngumiðasala opin dag- lega frá 17.00-19.00 og til kl. 20.30 sýningardagana. Sími 24073. Herbergi óskast til leigu sem næst Oddeyri. Upplýsingar í síma 24803 Auglýsið i Norðurlandi RISTILL VIKUNNAR Oskirnar þrjár Það er enganveginn eðlilegt að setjast niður við ritvélina og skrifa pistil fyrir „málgagn sósíalista í Norðurlands- kjördæmi eystra" um 1. maí. í fyrsta lagi er höfundur þessara orða stéttbundinn í BHM, einhverjum móral- lausustu kaupkröfusamtökum sem þekkjast á landinu, og auk þess liggur það alls ekki á lausu að skilja fyrir- bærið „sósíalistar í Norðurlandskjördæmi eystra". 1. maí er þar að auki alls ekki sá dagur sem allir eru á eitt sáttir um hvaða tilgangi þjóni. Sumir segja að hann sé baráttudagur verkalýðsins, aðrir segja að hann sé hátíðisdagur hans. Það er því á margt að líta þegar í upphafi. Það væri til dæmis hægt að ganga út frá því sem staðreynd, að allir í BHM séu stétt- lægir og þar af leiðandi svarnir fjandmenn verkalýðsins, því er að minnsta kosti stundum hreyft, bæði í orðræðu manna á milli og eins í skrifum. Það væri líka hægt að ímynda sér, að allir „sósíalistar í Norðurlandskjördæmi eystra“ væri samhuga sveit, tilbúin með marxísk fræði í annarri hendinni og hamarinn í hinni til átaka við auðvaldið í heiminum. Og svo mætti auðvitað að lokum ganga út frá því, að 1. maí sé hátíðisdagur verkalýðsins þar sem erfiðisfólk á sér aukafrídag til að sameinast loksins f jölskyldunni og minnast hlýlega þeirra sem lagt hafa fram líf sitt og krafta fyrir bættum kjörum þeirra sem ekki hafa annað að lifa á en sölu eigin vöðvaafls. Ekkert af þessu er þó staðreynd, því miður, sem betur fer. Það hefur nú lengi verið blásið að þeim glóðum sem lifir í meðal sósíalista um rótgróinn fjandskap menntamanna og verkalýðs. Satt er það, að launafor- réttindi nokkurra toppa í BHM eru með þeim endemum, að flestum ofbýður. Þó eru til enn hærri toppar utan þessara samtaka og meira að segja mun hærri. Jafnvel innan ASÍ eru til mun launahærri hópar heldur en obb- inn af þeim sem eru í BHM. Laun geta því varla talist næg ástæða til fjandskapar þar á milli. Hins vegarer mörgum menntamanninum, - og þar undan skil ég engan, - tamt að grípa til orðræðu sem ekki er skiljanleg öðrum en innvigðum, - og hefja sig þar með upp yfir þann um- ræðugrundvöll sem allir viðmælendur hans geta staðið á. „Svona lagað ræði ég ekki við leikmenn" - er haft eftir hrokafullum fræðimanni sem varð fyrir þeim óþægind- um að bóndakall taldi sig hafa fundið rök fyrir annarri tímasetningu á ritun Njálu en fræðimenn höfðu komist að. Og þaðersamagryfjansemmargurlærðursósíalisti dettur í þegar hann fer að beita díalískri efnishyggju til greiningar á launamisrétti hafnarverkamanna og bónuskvenna í frystihúsum. Og hér er úr vöndu að ráða. Enda þótt menn greini enn á um margt sem má til marxisma telja er eitt víst, það atvinnuástand er ekki fyrir hendi í landinu í dag sem gerir verkafólki kleift að leggja mikinn tíma að mörkum við menntun og fræðslu í þeim fræðum sem varða stöðu þess og stétt. Það þýðir ekkert að arga og garga í bræði út af þessu, þetta er nú einu sinni svona. Spurningin er einungis sú, hvernig verður þessu breytt. Það ætti að vera auðskilið mál hverjum heilvita manni, að fólk sem búið et að vinna 70-80 stundir á viku ver ekki löngum tíma í 'sellufræðslu og almenn fundarhöld. Fjölskylda sem kann ekki lengur að eiga samverustund og sér eng- an tilgang með því, ræðir heldur ekki þessi mál sín á milli. Hún leitar sér eðlilega afþreyingar við sjónvarpið og rifst þó að minnsta kosti minna á meðan. Eðlileg félagsleg afleiðing er svo þreyta þeirra sem einhverra örlaga vegna standa í félagsforystu og reyna af og til að halda fundi, bæði í verkalýðsfélögum og stjórnmála- samtökum og fá ekkert nema sömu andlitin að horfa framaní aftur og aftur. Niðurstaðan verður svo í versta tilfelli einangruð verkalýðsforysta sem hættir þá til að verða einstrengingsleg og tortryggin og ómóttækileg fyrir allri gagnrýni. Er þá hvergi Ijós? Ekki verður vinnutíminn styttur í einu vetfangi, það er morgunljóst. Hann heldur áf ram að vera jafnlangur næstu ár, svo grábölvað sem það er. Hins vegar hefur rofað til á einum stað, þar sem er Félagsmálaskóli ASÍ að ölvusborgum. Þar hlýtur sú fræðsla að fara fram sem ekki er hægt að veita I yfir- vinnuþreytunni, - og takið líka eftir því, góðlr lesendur, að einmitt þar vill auðvaldið hafa fingurinn í spllinu. Var það ekki í vetur sem eitt af leiguþýjum afturhalds og auðvalds réðist að þeirri stofnun á alþingi og krafðist þess að atvinnurekendur fengju að hafa hönd I bagga með námsefni? Ef mér leyfist að óska íslenskum verkalýð einnar heillar óskar 1. maí 1979, hvort sem það er nú heldur baráttudagur eða hátíðisdagur, þá er hún sú, að verkalýður hvar sem er á landinu megi standa einhuga um þetta fjöregg sitt og gæti þess að það lendi aldrei í höndum trölla og bergþursa sem henda því í fólsku á milli sín. En hverjir eru svo „sósíalistar I Norðurlandskjördæmi eystra“? Sundurleit er hjörðin sú og ekki á eins manns færi að skilgreina hana svo tæmandi sé. Þar eru nokkrir í BHM, einnig má þar finna marga í BSRB, Stéttarsam- band bænda á þar líka sitt fólk og síðast en ekki síst eru margir í ASÍ sem telja sig þar á meðal. En því miður, því miður, ber þessu fólki ekki gæfa til að standa saman um það, - sem að mínu viti að minnsta kosti, - skiptir megin- máli, styttingu vinnutímans og samræmingu baráttunn- ar við auðvaldið. Til eru þeir, meira að segja mjög marg- ir, sem telja nokkrar krónur í launaumslaginu mikils- verðari en það að bandaríski herinn, brjóstvörn íslensks afturhalds, hverfi af Miðnesheiðinni. Aðgerðarlaust hefur margt af þessu góða fólki horft á það, að Alþýðu- bandalagið hefur lagt blessun sína yfir „ÓBREYTT ÁSTAND" í utanríkismálum, með fussi og svei hefur það skellt skollaeyrunum við skelfingarveinum fólks á borð við höfund þessara orða, (kannski af því hann er í BHM) borið það ofurliði á fundum með marklausum mála- miðlunartillögum sem miða að því einu að þegja um svínaríið, og þar með tekist að ganga af Samtökum her- stöðvaandstæðinga, - ef ekki alveg dauðum þá næstum því. Megi ég bera fram aðra hugheila ósk til handa íslenskum verkalýð 1. maí 1979 þá er hún sú að átta sig í tíma, því enn er ekki of seint að snúa við, enn er hægt að þvinga þinglið okkar „sósíalista í Norðurlandskjör- dæmi eystra og víðar“ til að krefjast „BREYTTS ÁSTANDS" í utanríkismálum.. Og svo er það að lokum sú mikla spurning, hvað er 1. maí? „Þagni dægurþras og rígur“ orti ráðherrann á sín- um tíma. „Er ekki mál að linni?“ segir sú gamla verka- lýðskempa og valmenni Jón Ingimarsson í NORÐUR- LANDI á sumardaginn fyrsta sl. Þeir menn sem langa ævi hafa staðið í fórnfúsri baráttu fyrir láglaunafólk eru ekki of margir á þessu landi. Oft hafa þeir verið bornir hinum verstu sökum um valdagræðgi og yfirgang. Hver kannast ekki við allrahanda skítkast og svívirðingar i garð Guðmundar J., Ebba eða Jóns Ingimarssonar? Sá sem af sanngirni vill skoða störf þessara manna og ævifórn, - ef ég má orða það svo, - og heldur áfram að kasta skít, hann er fífl. Engu að síður höfum við sem áhuga höfum á „sósíalisma í Norðurlandskjördæmi eystra og víðar“ fullan rétt til að vera þeim ósammála um ýmis atriði, jafnvel þótt við séum í BHM. Ég er til dæmis hjartaniega ósammála Jóni Ingimarssyni um það að mál sé að linni orðaskakl í þríeinni hugsjónasæng stjórnar- innar. Þar mætti að minni hyggju að vísu þagna dægur- þras og rígur um mál sem litlu máli skipta, eins og þau hvort kjaraskerðingin eigi að vera 2% eða 3%. Hins vegar mætti þar koma til verulegra átaka um það hvort arður af framleiðslu þessarar þjóðar, sem er með sjö undu hæstu þjóðartekjur í heimi, skuli áfram halda að streyma í brynvarða vasa auðvaldsins eða skuli skiptast af sanngirni tii þeirra sem að honum vinna. Þess vegna langar mig að bera fram þriðju og síðustu óskina til handa íslenskum verkalýð 1. maí 1979, og hún ersú að hann megi verða raunverulegur og áhrifaríkur baráttu- dagur fyrir varanlegri eigna- og valdatilfærslu í þessu góða landi sem meistari Þórbergur kallaði á esperanto „Stultigi" og útleggst „Forheimskunarland" að nor- rænu máli. Með baráttukveðju til íslensks verkalýðs. Böðvar Guðmundsson. Sendurn félagsmömum og armarri tslenskri alþýðu baráttukveðjur 1. maí. Iðja, félag verksmiðjufólks Akureyri - - - ^ Sendum félögum okkar og allri alþýðu baráttukveðjur 1. maí. Trésmiðafélag Akureyrar NORÐURLAND - 11

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.