Organistablaðið - 01.11.1969, Page 14

Organistablaðið - 01.11.1969, Page 14
að samningu söngleikja fyrir stofnun- ina. Eduard Strauss, sonarsonur bróður Jóhanns Strauss yngra, dó á páskum í ár. (Með honum er Strauss-ættin e. t. v. úr sögunni). Hann fæddist í Wien 24. marz 1910. Kom fyrst fram sem hljómsveitarstjóri árið 1949, í þann mund sem 100 ár voru liðin frá dauða Jóh. Strauss eldri, en 50 ár frá harmsögulegu fráfalli Jóh. Strauss yngra. E. Strauss var fremsti túlkandi Strauss-tónlistar og gekk fram í því að flytja og kynna þau verk ættmanna sinna, sem minna eru þekkt. Hann var mikill listamaður og sterkur persónuleiki. Ein von lifir um framhald Strauss-ættarinnar, sú, að sonur hans, Eduard, feti í fótspor feðranna, þegar hann hefur aldur til. P.K.P. Ýmsar fréttir. Tónskáldafélag íslands hefur aug- lýst samkeppni um hljómsveitarverk til frum-uppfærzlu á Listahátíð í Reykjavík næsta vor. Verðlaun, veitt að undangengnum úrskurði erlendrar dómnefndar, eru 100 þús. kr. /Irifiursmerki. Forseti Islands hefur 12. ágúst sl., sæmt Ragnar II. Ragnar kirkjuorgan- lcikara og söngstjóra á ísafirði og skólastióra við Tónlistarskólann þar, Stórriddarakrossi Fálkaorðunnar fyrir tónlistarstörf. Starjsafmæli. Sigurður fsólfsson átti 30 ára starfs- afmæli, sem organisti við Frikirkjuna í Reykjavík 1. októher. í nokkur ár áður hafði hann verið aðstoðarorgan- isti við sömu kirkju. Leiörétt'ng: Mishermt var í síðasta O hl. í um- sögn um hljómplötuútgáfu á Akur- eyri „Oss herast helgir hljómar", að Fálkinn hf. hefði gefið hana út. — Hljómplötufyrirtækið S. G. gaf plöt- una út. Pétur S'gurðsson, ritstjóri, hefur sent O.bl. hefti með sálmalögum, við sálma sem hann hcfur þ/tt og frum- samið. Ileftið er snoturt og vel frá- gengið. Tónleikar: tlelga Ingóljsdótt'r liélt Semhaltón- leika í Norræna húsinu 4. sept. sl. Viðfangsefni voru eftir Joh. Seh. Bach, W. A. Mozart, G. F. Handel og D. Scarlatti. Sónötukvöld var í Iláteigskirkju 18. sept. sl. Flytjendur voru Jón II. Sig- urbjörnsson, flauta, Kristján Þ. Steph- ensen, óhó, Pétur Þorvaldsson, cello og Helgn Ingólfsdóttir semhal. Við- fangsefnin voru eftir .1. R. Loeillet, G. P. Telemann, D. Scarlatti, G. F. Hiindel og .1. S. Bacli. Tónskáld mánaðarins. Herbert Ilrihcrschek Ágústsson var tónskáld mánaðarins í júní hjá út- varpinu. Tónleikar í Nesk:rkju. Sóknarnefnd Nesprestakalls gekkst fyrir tónleikum i Neskirkju 12. okt. sl. Gústaf Jóhannesson organleikari við Laugarneskirkju lék á orgel Partitu eftir Bacli yfir sálmalagið O Gott, du frommer Gott. Sólveig Björling söng 14 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.