Organistablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 6

Organistablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 6
22 raddii, þ.á.m. mixlúrur og tunguraddir, Bourdon og Su'bbass í pedal ásamt 3, 8’ röddum ein þeirra er trumpet. Kúplingar eru milli allra borða, tremúlant og svellari, en bljómkisturnar eru geysi stórar og nákvæmlega byggðar í blutfalli við stærð kirkjunnar og „acousics“. — Verði orgelanna er þannig háttað, að pípuorgelið myndi kosta mun meira og taka helmingi stærra pláss. En það, sem kom mér til að stinga niður penna, er að 'leiðrétta nokkrar aka- demískar villur og fordóma, sem koma fram í téðri greinargerð. Fyrst og fremst þá, að við, sem styðjum, að keypt séu rafeindaorgel í kirkjur, fremur en Iítil og ófullnægjandi pípuorgel eða jafnvel harmonium, séum að jafna rafeindaorgelum við pipuorgel hvað snertir tóngæði. Þetta er ekki rétt og aldrei hef ég orðið var við þá skoðun hjá þeirri orgelverksmiðju, sem ég hef haft skipti við. er hún hefur framleitt rafeindaorgel fyrir kirkjur eingöngu i mörg ár og er styrkt af brezka rikinu og BBC til rannsókna á þessu sviði. — En þeir í Austurríki virðast helzt hafa í huga þá gerð orgela, sein ætluð er til flutnings á dansmússík. Tónn pípuorgelsins og rafeindaorgeisins eiga það sammerkt að vera báðir algjörlega „mekanískir“, simíðaðir fyrirfram sinn upp á hvern máta. Organleikarinn ræður engu um gerð tónsins eða „inn- sveifiunartíma" nema tenging úr balsavið sé frá nótu til pípu og er slíkt sjaldgæft nú orðið í stærri orgelum. Tíbrá „flökt“ eða ókyrrð á sér auðvitað alltaf stað á milli tóna með jafnri „temperaðri“ stillingu, en hinn fjölbreytti blær yfirtóna og inntónering orgelpíp- unnar verður seint eftirlíkt og hvert pípuorgel hefur lika sinn per- sónulega svip. Pípan er mörg þúsund ára gömul uppfinnding, til- komin fyrir fikt forfeðra okkar við að ná hljóði úr reyrpriki. Hún hyggist á sömu lögmálum enn í dag. En í stað þess að varir manns- ins blésu lofti í gegnum reyrpípuna og réðu þannig nokkru um gerð tónsins, er loftinu í orgelpipuna þrýst í hana með rafmagns- ■blásara eins og notaður er við súgþurrkun á heyi og þykir ekki athugavert — því tónninn kemur — alveg eins og ljósið kviknar, ’hvort sem notað er sterín eða rafmagn. Tónn rafeindaorgelsins er hins vegar myndaður af hljóðvaka „generator“, sem kemur af stað sveiflum, mögnuðum upp með rafeindahylkjum „transitorum“ Þessar sveiflur breytast siðan í hljóðöldur í hljómkistunni, sem er nokkurs konar hátalari. Tónmyndun þessi byggist á geysilegum vís- indalegum afrekum mannsandans og er langt frá því að vera nokkur 6 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.