Organistablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 23

Organistablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 23
Orgeltónleikar í Neskirkju 23. nóv. sl. Abel Rodriguez lék Prelúdíu og fúgu í D-dúr, Sálmforleik: .,Minnst þú, ó maður, á minn deyð“ og Tríó- sónötu í c-moll eftir J. S. Bach, Pantasíu í f-moll eftir W. A. Mozart, Prelúdíu „au Kyrie" eftir Jean Lang- lais og Fantasíu eftir Max Reger um sálmalagið „Vor Guð er borg.“ Kirkjugestir sungu sálma við undir- leik Jóns Isleifssonar. Sóknarnefnd Nessóknar stóð fyrir þessum tónleikum. ASventukvöld í BústaSasókn. Bræðrafélag Bústaðasóknar efndi til aðventusamkomu sunnudaginn 30. nóv. i samkomusal Réttarholtsskóla, en þar fara guðsþjónustur safnaðarins fram. Jón G. Þórarinsson lék sálmaforlcik á orgelið. Kór Bústaðasóknar söng undir stjórn J.G.Þ. „Jesu meine Freude", kantötu eftir Dietrich Buxte- hude, textann hafði sr. Magnús Guð- mundsson fyrrum prestur í Ólafsvík þýtt. Abel Roderiguez lék undir á orgelið, en í strengjasveitinni voru Helga Hauksdóttir og Jakob IJall- gnmsson (fiðlur) og Gunnar Björns- son (eello). Einsöngvarar voru Guð- rún Tómasdóttir og Hjálmar Kjartans- s°n. — Biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson hélt ræðu, en sóknarprest- urinn, sr. Ólafur Skúlason, annaðist helgistund í lok þessa aðventukvölds og samkomugestir sungu sálma. Hús- fyllir var á samkomunni. I' ríkirkjusöjnuSurinn í Reykjavík minntist 70 ára afmælis síns með samkomu í Fríkirkjunni 19. nóv. Form. safnaðarstjórnarinnar, Kristján Siggeirsson, stjórnaði samkomunni. Sr. Þorsteinn Björnsson flutti erindi og Guðni Gunnarsson hélt ræðu, Sig- urður Isólfsson lék á orgelið Prelúdíu og fúgu í e-moll eftir J. S. Bach, Kóralforleik eftir Buxtehude, Meló- diu og Benedictus eftir Max Reger, Orgelsónötu í A-dúr eftir Mendelsohn og Prelúdíu og fúgu í c-moll eftir J.S. Bach. Frikirkjukórinn söng Lofsöng eftir ísólf Pálsson, Kirkja vors Guðs er gamalt hús eftir Lindemann, Alls- herjar Drottinn eftir César Franck — einsöngvari í því lagi var Eygló Victorsdóttir, — og Vor dýra móðir, kristin kirkja, undir lagi Björns Kristjánssonar. Guðrún Tómasdóttir, Sigurveig Hjaltested og Margrét Egg- ertsdóttir sungu Tantum ergo eftir Mozart, Dona nobis pacem eftir Ey- þór Stefánsson og Maríuvers eftir Pál Isólfsson, en Sigurður ísólfsson lék undir á orgelið. Að lokum var safnaðarsöngur og sungu kirkjugestir Vor Guð er borg á bjargi traust, — en það var sungið í fyrstu guðsþjón- ustu Fríkirkjusafnaðarins — og Son Guðs ertu með sanni. FÉLAG fSL. ORGANLEIKARA STOFNAÐ 17. jONl 1951 Stjórn: Formaður: Páll Kr. Pálsson, Álfa- skeiði 111, Ilafnarfirði. sími 50914. Ritari: Ragnar Björnsson, Grundar- um 12, Rvík, sími 31357. Gjaldkeri: Gústaj Jóliannesson, Skip- holti 45, Rvk, sími 83178. ORGANISTABLAÐIÐ óskar lesendum gleSilegra jóla og nýárs, og þakkar styrk °g stuSning á gamla árinu. ORGANISTABLAÐIÐ 23

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.