Organistablaðið - 01.12.1970, Side 8

Organistablaðið - 01.12.1970, Side 8
KARL O. RUNÓLFSSON tónskáld Karl O. Runólfsson tónskáld andaðist að heimili sínu í Reykja- vik hinn 29. nóv. s.l. sjötugur að aldri. Hann var fæddtir í Reykjavík 24. október 1900 . Ungur að aldri nain Karl prentiðn og stundaði þá iðn uin skeið. En Iiðlega tvítugur lagði hann leið sína til Kaupmanna- hafnar og lairði trompetlcik hjá Lauritz Sörensen og fiðluleik lijá Axel Jörgensen. Tónfræði og aðrar skyldar greinar nam hann í Tónlistarskólanum í Reykjavík, fyrst hjá dr. Franz Mixa en síðan hjá dr. Victor Urbancic. Um tíma vann Karl að tónlistarmálum á Akureyri og Isafirði. En í Reykjavík vann hann aðallega sín fjölþættu störf sem hljóðfæra- leikari í Lúðrasveit Reykjavíkur og Sinfoníuhljómsveitinni, liljóm- sveitarstjóri hjá Leikfélagi Ileykjavíkur og lúðrasveitum, — hann stjórnaði Lúðrasveitinni Svanur í 21 ár, -—- kennari við Tónlistar- skólann. Og þá er ótalinn tónskáldskapur hans. Hann samdi fjölda tónverka: smálög, einsöngslög, kórlög, bæði fyrir karlakóra og bland- aðan kór, ýmist með eða án undirleiks, kammerlónlist, hallet-tónlist, leikhúsforleiki og hljómsveitarverk, þ. á m. eru svíturnar „Á kross- götum“ og „Endurminningar smaladrengs“ og sinfonían „Esja“. — Kirkjuleg tónverk samdi liann einnig svo sem sálmalög, mótettur, nokkrar kirkjukantötur og orgelverk. Hann gekk með áhuga og dugn- aði að hverju starfi. Með honum er til moldar genginn merkur tón- Iistarmaður og mikilhæft tónskáld. 8 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.