Organistablaðið - 01.12.1970, Qupperneq 10

Organistablaðið - 01.12.1970, Qupperneq 10
ÁRNI THORSTEINSON tónskáld, 100 ára afmœli Þann 15. október síðastliðinn voru 100 ár liðin frá fæðingu Árna Thorsteinsonar tónskálds, en hann fæddist í Reykjavík 15. október 1870. Árni stundaði nám við Lærða skólann 1884—1890. Að loknu námi ]>ar sigldi liann til Kaup- mannahafnar og innritaðist í lögfræðinám, en hann segir sjálf- ur svo frá: „Þegar fram liðu stundir hafði músikin gagntekið mig svo, að ég ta])aði öllum áhuga fyrir frekara námi í lög- fræðinni.“ Hann stundaði alltaf tónlistarnám jafnframt öðru námi og fór snemma að fást við tónsmíðar. Hann tók virkan þátt í félagslifi stúdenta og var iþó sérstaklega áhugasamur, þegar um tón- listarmál var að ræða. Árni nam ljósmyndafræði í Kaupmannahöfn árið 1897. Sama ár stofnaði hann ljósmyndasiofu í Reykjavík og rak liana til ársins 1918. Svo sem kunnugt er eru mörg lög Árna á vörum allra landsmanna, ef svo má segja. Hann samdi ekki mikið af kirkjumúsik, en eitt laga hans „Friður á jörðu“ er oft notað í kirkjuin landsins. Kona Árna var Helga Einarsdóttir, ])au eignuðust 4 börn. Endurminningar Árna skrifaði Ingólfur Kristjánsson árið 1955. Rókin heitir Harj>a minninganna og er gefin út hjá Isafoldarprent- smiðju. Þar er, ásamt helztu æviatriðum, ])rentuð skrá yfir tónverk hans og vísast því til bókarinnar um nánari frásögn af starfi lians og tónsmíðum. Árni lé/t í Reykjavík 16. októiber 1962. Tónverk hans tala sjálf sínu máli og eru því bezta umsögnin um skerf hans til islenzkra tónbókmennta. Kristján Sif'tryggsson. 10 OKGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.