Organistablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 2

Organistablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 2
SIGFÚS EINARSSON 1 8 7 7 — 1 9 7 7 Aldarafmæli. Á þessu ári eru liðin 100 ár frá fæðingu Sigtúsar Einarssonar. — Hann fæddist á Eyrarbakka 30. janúar 1877 og lést í Reykjavík lu. maí 1939. Sigfús var áratugum saman óumdeilanlega fremstur í flokki ís- lenskra tónlistarmanna. Sem dómkirkjuorganleikari, söngkennari við Kennaraskólann og Menntaskólann, ágætlega ritfær útgefandi tón- listarblaðs, snjall gagnrýnandi, hljómsveitarstjóri og ágætur söng- stjóri, höfundur kennslubóka og útgefandi vmissa söngrita hafði hann mikil áhrif á þróun tónlistar hér á landi. Enn er þó ótalin einka- kennsla hans í hljóðfæraleik og fleiri tónlistargreinum og það sem síst má gleyma, tónskáldskapur hans. — Æskilegt væri, að skrifað væri ítarlega um tónsmíðar hans. Hér verður eklci ritað um Sigfús Einarsson, en bent skal á bók Sigrúnar Gísladóttur um Sigfús. Sú bók kom út 1972. T ónverkaskrá — Orgelverk. í bók Sigrúnar Gísladóttur er ítarleg skrá yfir tónverk Sigfúsar. Þar kemur í ljós að hann hefur samið nokkur tónverk fyrir orgel og harmoníum. Tvö þeirra hafa verið prentuð: Paraphrase yfir sálma- lagið Hve sæl, ó, hve sæl er hver leikandi lund, eftir A.P. Berggreen, í Samhljómum Kristins Ingvarssonar og Páskasöngur (prelúdía) í Tónum Páls Isólfssonar. En óprentuð eru: Andante serioso fyrir harmoníum eða orgel, Sex prelúdíur fyrir píanó eða harmoníum og Tvær prelúdíur fyrir orgel og ennfremur Paraphrase yfir sálmalagið Allt eins og blómstrið eina Orgel-Solo (það lag er ekki tilgreint í bók S.G.) Lagið er samið í tilefni af minningarhátíð Hallgríms Péturs- sonar 22. febrúar 1914. Varpað fram hugmynd. Væri það ekki verðugt verkefni fyrir Félag íslenskra organleikara að hlutast til um að orgelverk Sigfúsar Einarssonar verði gefin út? -----Eða helst að gefa þau út. P.H. 2 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.