Organistablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 4

Organistablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 4
SÁLMABÓK ÍSLF.NSKU KIRKJUNNAR OG SÁLMASÖNGSBÓKARVIÐBÆTIRINN Það hefur verið allmikið rætt um Sálmabókina, sem gefin var út á árinu 1972, bæði í blöðum og tímaritum og alls ekki að ófvrir- synju, og ber flestum sem um hana haia ritað, saman um, að endur- skoðun hennar hafi ekki tekist eins vel og búast hefði mátt við, ekki síst vegna þess að endurskoðunin tók svo langan tíma, sem raun ber vitni um. Rétt virðist að geta þess hverjir skipuðu nefnd þá, er endur- skoðaði Sálmabókina, en þeir voru hr. Sigurbjörn Einarsson biskup íslands, dr. theol. Jakob Jónsson, sr. Sigurjón Guðjónsson prófastur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, en síðar var bætt tveim mönnum í nefndina, voru það skáldin Tómas Guðmundsson og sr. Sigurður Einarsson prestur í Holti undir Eyjafjöllum, sem báðir eru þjóðkunn skáld. En það er mál manna, að einn til tveir organleikarar hefðu átt að eiga sæti í nefndinni, og er alveg víst, að ef svo hefði verið, þá hefðu þeir getað gefið margar og góðar ábendingar, en því miður var svo ekki, en sagt er að dr. Róbert A. Ottósson söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar hafi valið lögin við sálmana, en Páll Halldórsson organleikari við Hallgrímskirkju í Reykjavík hafi skrifað nóturnar sem fylgja sumum lögunum. Það skal tekið fram, að í Sálmabókinni sem gefin var út árið 1945 voru 687 sálmar, en aðeins 532 sálmar í Sálmabókinni 1972, og er það 155 sálmum færra. Þess vegna er það augljóst mál, að nefndin hefur verið sammála um það að fella niður sálmana, en þar hefur henni tekist illa til að margra dómi, og felldir niður margir sálmar, sem mikið voru sungnir við guðsþjónustur í kirkjum landsins. Þetta er því miður alveg satt. Ég sem þessar línur rita vil geta þess hér til gamans, að síðan árið 1940, hef ég haldið skýrslur yfir allar útvarpsguðsþjónustur sem ég hef hlýtt á, og allt til þessa dags, og er mér því vel kunnugt um sálmanotkun. Segja má, að það hafi verið allt í lagi að fella niður sálma, sem vitað var um tímamótum sendi ég einnig konu hans Unni Tryggvadóttur og börn- um þeirra kærar kveðjur. Heimili þeirra og gestrisni þekkja allir er þangað hafa komið. Lifið heil! 4 ORGANISTABLAÐIÐ Haukur Guðlaugsson.

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.