Organistablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 8

Organistablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 8
LAGT ÚT A F LÖNGUM LISTA Stöku sinnum eru okkur sendar nýútkomnar nótnabækur. Við lát- um þeirra getið í blaðinu. Vonum að það hjálpi til að vekja athygli á þeim. Ein er sú bók, sem okkur hefur ekki verið send en hefur þó verið getið hér í blaðinu, hefur fengið sína auglýsingu, sbr. síðasta tbl. í tveim greinum í þessu tbl. er minnst á þessa bók — Sálma- söngbók viðbætir. Það væri að „bera í bakkafullan lækinn“ ef ég færi að bæta þar nokkru við. En — hún „dregur dilk á eftir sér“. Langur listi með leiðréttingum er kominn í kjölfarið. Prentvillupúk- inn hefur verið á ferðinni. Ég hef nú í níu ár verið dálítið viðriðinn þetta litla blað og finnst mér ég kannast við þennan púka og að mér hafi gengið illa í viðureigninni við hann. Prentvillur eru misjafnlega slæmar. Oft er hægt að lesa í málið. Þegar um tölur er að ræða hljóta þær að vera afleitar — oft og tíð- um. Hugsum okkur reikningsbækur. I nótnabókum geta þær verið varasamar, ég held að þær hljóti þó að vera leiðastar í bókum sem heil stétt manna þarf að hafa fyrir framan sig svo að segja í hvert skipti þegar hún kemur til starfa. Leiðréttingalistar „bæta úr skák“. Það hefði mátt lengja langa listann, sem fvlgir téðum sálmasöng- bókarviðbæti, þó að flestar verstu villurnar séu þar leiðréttar. — Ótaldar eru þó villur í nr. 72, 143 a, 165, 216, 257, 499 o. fl., flestar þó meinlitlar eða meinlausar. Þá þykir mér ekki trúverðug leiðréttingin við nr. 142 og dálítið skrítin við nr. 519. Islenskar stafsetningarreglur eru víst nokkuð á reiki. En það er ekki þess vegna að nöfn nokkurra höfunda eru skrítilcga stafsett. Utgefendur kannast ekki við höfund lagsins nr. 307. f Sálmasöngs- bók Sigfúsar Einarssonar og Páls ísólfssonar er það talið vera eftir N.W. Gade, og Danir hafa það fyrir satt enn þann dag í dag, sbr. nýjustu danskar kóralbækur. Og svo að lokum, af því að málið er mér skylt. Þegar falast var eftir lagi, sem ég hef raddsett, hafði ég ekki við hendina þá radd- setningu sem ég vildi láta sjást á prenti frá minni hendi og setti það skilyrði að ég yrði látinn vita — ef lagið yrði tekið í bókina — svo að ég gæti komið með þá raddsetningu sem ég taldi betri, og var ánægðari með. Það var ekki gert. Mér má kannski vera sama, því að 8 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.