Organistablaðið - 01.12.1984, Blaðsíða 2

Organistablaðið - 01.12.1984, Blaðsíða 2
Pétur Guðjónsson Af innstu rót mín önd og sál sig gleður. Enn í trausti elsku þinnar. Ég lifi og ég veit./Nú árið er liðið. Fyrst boðar guð sitt blessað náðarorðið. Hásæti fyrir herrans er. Hve sæl, ó hve sæl. Hve sælt hvert hús. Ó, Jesú bróðir besti. Sem börn af hjarta viljum vér. Berggreen tilheyrir þeim fjölda danskra tónskálda, sem uppi voru á síðastliðinni öld og teljast til klassíska og síðrómantíska skólans, en þeir sömdu aðallega sönglög. Má segja að Berggreen hafi orðið þeirra þekktastur, einkum þegar frá liðu stundir. Aðrir þekktir höfundar voru t.d. P.E. Rasmussen (1776-1860), H.E. Kröyer (1798-1879), Josep Glæser (1835-1891), Henrik Rung (1807-1871) og J.O.E. Horneman. Alliráttu þeir það sammerkt að undanskildum Henrik Rung að feta troðnar slóðir og vera lítt frumlegir í tónsmíðum sínum. Lögðu þeir meira upþ úr stöðugleika og viðurkenndum kennisetningum en óróleika og lausum taumi sköpunaraflsins. Sjálfur var Berggreen, sem fæddur var í Kaupmannahöfn 1801, nemandi Weyse, sem taldist til merkustu tónskálda Dana og er öllum íslendingum kunnur þótt ekki sé fyrir annað en lagið, sem lengi hefur verið notað við

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.