Organistablaðið - 01.12.1987, Qupperneq 13

Organistablaðið - 01.12.1987, Qupperneq 13
Þá sungu kirkjukórarnir auk þess sem Rut Magnúsdóttir á Eyrarbakka lék tvo sálmaforleiki eftir sjálfa sig og síðar á tónleikunum var flutt lag eftir Stein- dór Zóphan íasson af honum sjálfum á orgel og Jóhanni Stefánssyni trompet- leikara. Haukur Guðlaugsson lék á píanó tilbrigði Guðmundar Gilssonar yfir lag úrTöfraflautu Mozarts. Margir fleiri komu fram á þessum velheppnuðu tónleikum, s.s. Glúmur Gylfason Selfossorganisti og Ölfusorganistarnir Ari Agnarsson og Robert Darling, en þeir vinna nú í sameiningu að æfa kór úr Þorlákshöfn, Ölfusi og Hverageröi til ísraelsfarar nú um jólin. Einsöngvararnir Gunnar E. Þórðarson og Hulda Guðrún Geirsdóttirsungu með kórunum. María Eðvaldsdóttir, sem tekið hefur við organistastarfi við Hraungerðiskirkju, lék undir með sínu kór. Auk áðurtalinna tónlistarmanna komu fram sem stjórnendur Ólafur Sigur- jónsson, Guðrún Sigríður Friðbjörnsdóttir og Jón Vigfússon. Fyrsta kirkjiililjórnsveitin hérlendis Stofnuð hefur verið Kammersveit Háteigskirkju. Er hún skipuð 9 strengja- leikurum, flestum úr sinfoníuhljómsveitinni, en stjórnandi er dr. Orthulf Prunner organleikari kirkjunnar. Hljómsveitin æfir vikulega og mun koma fram a.m.k. 5 sinnum á ári. Að sögn dr. Prunners verða þar á meðal tvennir tónleikar með verkefnum, sem hæfa helgum stað um jólin og vorkomu, en þrisvar verður leikið við athafnir í kirkjunni, og þá flutt úrvals verk kirkjutónlist- ar. Hljómsveitin tekur einnig að sér að leika annars staðar, enda mun hún eiga æfð verk á takteinum sem henta öllum kirkjulegum athöfnum. Hinar reglu- bundu æfingar tryggja tengsl tónlistarmanna við kirkjuna og skapa þá tilfinn- ingu fyrir sérstöðu tónlistarflutnings í kirkju sem er nauðsynleg í kirkjutónlist segir dr. Othulf Prunner. Kirkjan greiðiræfingastyrki, styður við nótnakaup og kynningu. En greiðsl- ur vegna flutnings tónverka verða skv. taxta F.Í.H. Nýir organistar Þröstur Eiríksson hefur verið ráðinn organisti að Garðakirkju á Álftanesi. Þar er nú heil staða. Þarog á Bessastöðum spilaði áður Þorvaldur Björnsson, en hann spilar nú áfram á Bessastöðum. í Hjallaprestakalli hinu nýja í Kópavogi hefurveriðráðinntilorganistastarfa Friðrik Vignir Stefánsson. Friðrik lauk kantcrsprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunn- ar vorið 1987. ORGANISTABLAÐIÐ 13

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.