Organistablaðið - 01.09.1991, Page 2

Organistablaðið - 01.09.1991, Page 2
Björgvin Tómasson, orgelsmiður Ritnefnd organistablaðsins tók hús af Björgvini Tómassyni, orgelsmið, á nýja verkstæðinu hans að Blikastöðum í Mosfellssveit. Ritnefnd. Til hamingju með þetta húsnæði, Björgvin. Geturðu lýst þessu húsnæði fyrir lesendum? Björgvin. Takk. Þetta er gamla fjósið hér á Blikastöðum og var því breytt í trésmíðaverkstæði fyrir nokkrum árum og voru þá smíðuð hér sumarhús. Þetta er mjög rúrngott og bjart verkstæði (um 280 m2) og svo er góð vinn- uaðstaða til að teikna og vinna pappírsvinnu (teiknistofa) hér við inngang- inn og svo lítil en björt skrifstofa við hliðina. R. Hvenær fluttir þú verkstæðið hingað? B. Það má segja að það hafi verið 1. júlí, en ég er í raun enn að flytja. Ég var áður með verkstæðiö í kjallaranum heima, en það er löngu sprungið utan af starfseminni. R. Starfarðu einn eða ertu með menn í vinnu? B. Já ég starfa einn, en það vann með mér þýskur orgelsmiður, Peter Fuchs, í eitt og hálft ár og vann við smíði þriggja fyrstu hljóðfæranna. R. Björgvin, hvaðan ertu? B. Ég er héðan úr Mosfellssveitinni og má segja að ég hafi varið ævinni hér nema þessi ár sem ég var úti við nám og störf. R. Þú varst með tónlistarnám að baki þegar þú hófst nám í orgelsmíði, er það ekki rétt? B. Jú ég nam við Tónlistarskólann í Reykjavík 1973 - 1977 og lauk það- an Tónmenntakennaraprófi vorið 1977. Þá kenndi ég við Tónlistarskóla Mosfellshrepps 1974 - 1978 og við Varmárskóla í Mosfellssveit 1976 - 1978. 2 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.