Morgunblaðið - 16.11.2009, Qupperneq 6
Morgunblaðið/Kristinn
SVONEFND luktarganga fór fram í Hafnarfirði
á laugardaginn. Börn fóru þá í skrúðgöngu í
fylgd leikara og hljóðfæraleikara og sýndu lukt-
ir sem þau höfðu föndrað. Algengt er að farið sé
í slíkar göngur í Þýskalandi, Austurríki og Sviss
til minningar um Martein biskup frá Tours.
LUKTARGANGA Í HAFNARFIRÐI
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2009
www.noatun.is
PLOKKFISKUR
KR./KG959
VERÐ
FRÁBÆRT
Ódýrt og
gott á
mánudegi
F
ÚRFISKBOR
ÐI
ÚR
FISKBORÐI
ERSKIR
Í FISKI
26%
afsláttur
1298
Eftir Skúla Á. Sigurðsson
skulias@mbl.is
FRAKKARNIR tveir sem snúið var við við
komuna hingað til lands þann 10. nóvember
eru taldir hafa ætlað að staldra hér stutt við
og svíkja fé af fólki með vélabrögðum.
Guðmundur Baldursson, lögreglufulltrúi á
Suðurnesjum, segir menn sífellt reyna nýjar
leiðir í svikum af þessu tagi en þau eru gjarna
kennd við Nígeríu í daglegu tali. Frakkarnir
höfðu meðferðis mikið magn hvítra papp-
írsseðla, sömu stærðar og peningaseðlar.
Bendir það til þess að þeir hafi ætlað sér að
narra fólk til að halda að þarna væru á ferð-
inni dulbúnir peningaseðlar. Guðmundur seg-
ir að eitt af nýrri afbrigðum nígerísku svika-
myllnanna felist í að segja auða pappírsseðla
með vatnsmerki vera peningaseðla sem þurfi
að verka á vissan hátt svo seðillinn taki á sig
sína réttu mynd.
„Þeir setja þá í umslag úr álpappír og
sprauta „töfravökva“ í það, setja það í frysti
og taka svo eftir einhvern tíma út. Þá eru
þeir orðnir að peningaseðlum,“ segir Guð-
mundur. Er þessari sýningu ætlað að sann-
færa mögulega kaupendur. Þarna mun þó
ekki vera á ferðinni svarti galdur eða efna-
fræðiundur heldur er einfaldlega annað um-
slag í frystinum, fullt af peningum. „Töfra-
vökvinn“ ku vera lítið annað en vatnslausn en
ásamt hinum auðu seðlum er hann falur auð-
trúa fólki sem maka vill krókinn.
„Þessu fylgir svo saga sem er oftast nær
eitthvað á þá leið að Bandaríkjamenn hafi
ætlað að senda milljóna dollara aðstoð til Afr-
íkuríkja en til að hægt væri að flytja þetta á
öruggan hátt hafi þurft að hreinsa allt af seðl-
unum,“ segir Guðmundur. „Ef fólk fellur svo
fyrir þessu og kaupir kannski ferðatösku af
seðlunum þjóta svikararnir bara út á flug-
völl.“
Með Nígeríusvindl á prjónunum
Ævintýralega langsótt söluræða um dulbúna peningaseðla og töfravökva
til að svíkja fé af auðtrúa fólki Útlendingastofnun vísaði mönnunum frá
Svart fé Ekki er allt sem sýnist.
ÍSLENSK stjórnvöld voru hvött til
að draga umsóknina um aðild að
Evrópusambandinu til baka á aðal-
fundi Heimssýnar sem haldinn var í
gær. Ásmundur Einar Daðason al-
þingismaður var kjörinn formaður
samtakanna og leysir Ragnar Arn-
alds af hólmi.
„Það er alveg ljóst að á bak við
þessa umsókn er mjög veikt pólitískt
umboð,“ sagði Ásmundur í samtali
við Morgunblaðið og bætti við að
umboðið væri nánast bundið við einn
stjórnmálaflokk. „Auk þess tel ég að
menn geri sér ekki fulla grein fyrir
þeim skilyrðum sem fylgja aðildar-
umsókninni, því samkvæmt nefndar-
áliti utanríkismálanefndar Alþingis
eru gríðarmikil skilyrði sem fylgja
þessari umsókn.“
Ásmundur segir að félagafjöldinn
í Heimssýn hafi margfaldast á einu
ári. „Aðildarfélög hafa verið stofnuð
um allt land og á fundum þeirra hef-
ur verið húsfyllir. Við ætlum að
halda þessu starfi áfram og þétta
raðirnar, berjast hvarvetna gegn að-
ild að ESB.“
Hvött til að draga umsókn
um aðild að ESB til baka
Ásmundur Einar
Daðason nýr for-
maður Heimssýnar
Morgunblaðið/Kristinn
Nýr formaður Ásmundur Einar Daðason (til vinstri) var kjörinn formaður
Heimssýnar á aðalfundi samtakanna í sal Þjóðminjasafnsins í gær.
FYRIR um tveimur árum tókst svikurum að
blekkja Íslendinga með svokölluðu „svörtu-
seðlasvindli“. Það felst í því að færðir eru
fram bunkar af pappír, sömu stærðar og
peningaseðlar, í bland við alvöru pen-
ingaseðla sem hafa verið litaðir biksvartir.
Svindlararnir sýna síðan væntanlegum
fórnarlömbum hvernig megi hreinsa svarta
litinn af en velja auðvitað aðeins raunveru-
lega seðla í sýnikennsluna. Síðan er fórn-
arlömbunum talin trú um að þau geti þveg-
ið afganginn af „seðlunum“ með sama
hætti. Gangi svikamyllan upp eru svindl-
ararnir á bak og burt þegar kaupandinn
áttar sig á að ekki er um peninga að ræða.
„Þeir voru gripnir hérna í flugstöðinni, á
hlaupum með fulla vasa af peningum,“
segir Guðmundur um málið sem kom upp
hér. Kveður hann fjárhæðina í því máli hafa
hlaupið á milljónum. Mál af þessu tagi
koma upp öðru hverju.
Seðlasvindl hefur virkað hér
„VIÐ viljum sr. Óskar áfram í Sel-
fossprestakalli“ er yfirskrift áskor-
unar sem íbúar safna stuðningi við á
Selfossi. Er þess krafist að nýr sókn-
arprestur verði valinn í almennum
prestskosningum.
Undirskriftalistar liggja frammi á
bensínstöðvum og á Facebook-
vefnum höfðu 880 lýst yfir stuðningi
við málið í gærkvöldi.
Kirkjuþing ákvað að sameina
Hraungerðis- og Selfossprestaköll.
Það þýðir að sr. Kristinn Ág. Frið-
finnsson, prestur í Hraungerðis-
prestakalli, verður sóknarprestur í
sameinuðu prestakalli en auglýst
verður eftir öðrum presti með hon-
um. Séra Óskar H. Óskarsson sem
leyst hefur af í sókninni hefur lýst
því yfir að hann muni ekki sækja um
prestsembættið heldur hverfa til
sinna fyrri starfa sem prestur við
Akureyrarkirkju. Með þessa þróun
er hópur íbúa óánægður.
Krefjast
kosninga á
Selfossi