Morgunblaðið - 16.11.2009, Side 8

Morgunblaðið - 16.11.2009, Side 8
Akstur lögreglu og skráð umferðarlagabrot Skráð umferðarlagabrot 7000 6000 5000 4000 3000 2000 1000 0 700.000 600.000 500.000 400.000 300.000 200.000 100.000 0 Akstur lögreglu í km. (jan.-okt.) J F M A M J J Á S O N D J F M A M J J Á S O N D J F M A M J J Á S O 2007 2008 2009 Eknir km. Skráð brot FRÉTTASKÝRING Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is „ÞETTA er kannski einn þátturinn í því að þeim [skráðum umferð- arlagabrotum] hefur fækkað,“ seg- ir Frímann B. Baldursson, ritari Landssambands lögreglumanna, um tengsl milli minni aksturs lög- reglu og fækkunar skráðra um- ferðarlagabrota. „Það er minna al- mennt eftirlit á vöktum og við keyrum ekki eins mikið og erum ekki eins mikið úti á þjóðveg- unum,“ segir Frímann. Fækkun ekinna kílómetra milli fyrstu tíu mánaða áranna 2007 og 2009 nem- ur tæplega 20%. Á sama tíma hefur skráðum umferðarlagabrotum fækkað um 10%. „Það eru eiginlega bara tveir þættir sem hægt er að spara í og þeir eru launakostnaður og rekst- urinn á bílunum,“ segir Frímann. Þess vegna er óhjákvæmilegt, þeg- ar krafan um hagræðingu í rekstri gerist eins hávær og núna, að lög- reglan aki minna. Frímann segir lögregluna ekki geta sinnt umferð- areftirliti og frumkvæðisverk- efnum eins vel og vilji sé til vegna hagræðingarinnar og meiri áhersla sé lögð á að bregðast við útköllum. „Hreinlega með aksturskvóta“ „Við erum hreinlega með akst- urskvóta því við þurfum að halda ákveðinni hagræðingu í akstri bif- reiða fram að áramótum,“ segir Sigurður Brynjúlfsson, yfirlög- regluþjónn á Húsavík. Hann segist ekki geta neitað því að þar finni lögreglan fyrir hagræðingunni. „Við drögum vissulega úr þjón- ustu og erum minna sýnilegir,“ segir hann en kveður þó að emb- ættið sé vel í stakk búið til að tak- ast á við hvers kyns uppákomur. Inntur eftir því hvort hann haldi að tengsl séu milli minni aksturs lög- reglu og færri skráðra umferð- arlagabrota á landsvísu segist Sig- urður telja að svo sé. Lögreglan á Húsavík hefur skil- að jeppa sem embættið hafði til umráða á Þórshöfn í hagræðing- arskyni. Jepplingur leysti jeppann af hólmi en gjöld lögreglu af slíkum bílum eru lægri en af stærri jepp- um. Um áramótin er von á nýjum reglum um gjaldtöku fyrir lög- reglubifreiðar. Morgunblaðið/Júlíus Við eftirlit Lögreglumenn eru minna á ferðinni í þéttbýli og á þjóðvegunum en áður vegna hagræðingar í starfsemi lögreglunnar. Lögregla sést sjaldnar og tekur færri fyrir brot Lögreglubílum er nú ekið um 20% minna en árið 2007 í sparnaðarskyni 8 FréttirFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2009 www.noatun.is KJÖTFARS SALTAÐ EÐA NÝTT KR./KG459 VERÐ FRÁBÆRT Ódýrt og gott á mánudegi 41% afsláttur 779 BBESTIR Í KJÖTI ÚRKJÖTBOR ÐI ÚR KJÖTBORÐI ÝMISLEGT mælir gegn því að ný bygging Land- spítala – háskóla- sjúkrahúss verði í Fossvogsdal eða við Vífilsstaði, segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. „Samkvæmt því byggingaplani sem við vinnum eftir núna er mest af nýtanlegu húsnæði á Hringbraut- arsvæðinu, svo þar þarf að byggja fæsta fermetra,“ segir Björn. Í innsendri grein í Morgunblaðið fyrir helgi gagnrýna þeir Árni Gunn- arsson og Gestur Ólafsson fyrirhug- aða staðsetningu nýrrar byggingar LSH við Hringbraut. Segja þeir að ódýrara væri að reisa spítalann í Fossvogi eða við Vífilsstaði. Ekki pláss í Fossvogi Björn segir að í Fossvogsdal sé ekki pláss undir nýjan spítala, enda hafi nýverið verið leyfðar nýjar byggingar á svæði sem hefði þá þurft að fara undir spítalann. Um hugmyndir um að reisa spít- alann við Vífilsstaði segir Björn: „Þá þarf að byggja algjörlega frá grunni, sem þýðir að minnsta kosti tvisvar sinnum meiri kostnað. Þá gera áætl- anir Vegagerðarinnar og borg- arinnar ráð fyrir því að mesti um- ferðarhnúturinn í framtíðinni verði á þessu svæði, meðal annars vegna nýrra úthverfa borgarinnar.“ hlynurorri@mbl.is Ver stað- setningu nýs spítala Segir ódýrast að byggja LSH við Hringbraut Björn Zoëga, forstjóri LSH RJÚPNASKYTTA slasaðist við Hungurfit í Rangárþingi síðdegis í gær. Sjúkrabifreið frá Selfossi var send á vettvang og sótti manninn við Hellufjall. Talið er að skyttan hafi fótbrotnað, en hún var flutt á Heil- brigðisstofnun Suðurlands. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli var veður mjög slæmt og síma- samband lélegt á svæðinu. Félagar mannsins gátu þrátt fyrir það látið vita af ferðum sínum. Skytta slasaðist við Hungurfit „VIÐ lítum svo á að ekki sé lögð nægileg áhersla á ís- lensku í kennslu grunnskólakennara,“ segir Guðrún Kvaran, formaður Íslenskrar málnefndar. Nefndin sendi um helgina frá sér ályktum þar sem fram koma áhyggjur af framtíð íslenskrar tungu. Guðrún gagnrýnir að þeir sem læra til grunnskóla- kennara séu ekki skyldaðir til að taka áfanga í íslensku, þrátt fyrir að allir útskrifaðir grunnskólakennarar hafi rétt til að kenna íslensku. „Þetta finnst okkur vera algjörlega ómögulegt. Í grunnskóla er lagður grunnur að íslenskunámi nemenda, og á nám í framhaldsskóla að byggjast á þeim grunni. Ef grunnurinn er ekki góður mun það hafa áhrif á færni fólks í framtíðinni til að beita íslensku máli,“ segir Guð- rún. Hún harmar að dregið hafi verið úr áherslu á ís- lenskukennslu kennaranema á undanförnum árum. Um helgina hélt Íslensk málnefnd málræktarþing, þar sem veitt voru tvenn verðlaun. Annars vegar voru Sam- tök móðurmálskennara verðlaunuð, að sögn Guðrúnar vegna þess góða starfs sem samtökin hafa unnið á und- anförnum árum. Hins vegar var Skólaskrifstofa Hafn- arfjarðarbæjar verðlaunuð, en bærinn var fyrstur kaup- staða á landinu til að koma íslenskum hugbúnaði fyrir í öllum tölvum, segir Guðrún. hlynurorri@mbl.is Hafa áhyggjur af fram- tíð íslenskrar tungu  Íslensk málnefnd gagnrýnir að grunnskólakennarar þurfi ekki að lesa íslensku  Grunnurinn lagður í grunnskóla Morgunblaðið/Kristinn Verðlaunuð Fulltrúar móðurmálskennara og Hafn- arfjarðarbæjar taka við verðlaunum. Á því tímabili sem hér er fjallað um hafa stafræn- ar hraðamyndavélar rutt sér til rúms á vegum landsins. Í júlí 2007 voru fyrstu tvær vélarnar teknar í notkun en nú eru þær orðnar tíu. 15.097 brot voru mynduð á fyrstu níu mánuðum ársins og eru það um þúsundi fleiri en á sama tímabili liðins árs. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur skráðum hraðakstursbrotum fjölgað mikið frá því myndavélarnar komu til og eru 48% skráninga þessa árs þeim að þakka. Þrátt fyrir þessa miklu fjölgun skráðra hraðakstursbrota – sem eru um tveir þriðju allra skráðra umferðarlagabrota – hefur skráðum umferð- arlagabrotum fækkað. Rökrétt er að álykta að minni akstur og eftirlit á vegum hafi eitthvað um það að segja. 15.097 hraðakstursbrot mynduð Akstur lögreglu hefur dregist saman um fimmtung síðan árið 2007 samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. Á sama tíma hefur skráðum umferð- arlagabrotum fækkað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.