Morgunblaðið - 16.11.2009, Síða 9

Morgunblaðið - 16.11.2009, Síða 9
Öllum hugmyndum sem fram komu á þjóðfundinum var safn- að saman og verða þær skráðar í gagnagrunn. Hugmyndirnar eru merktar eftir aldri, kyni og búsetu þeirra sem settu þær fram, og verða gögnin því ef- laust mikilvæg félagsvís- indamönnum sem vilja rann- saka þessi mál frekar. Þannig er t.d. hægt að greina hvernig lífs- gildi breytast með hópumræðu, enda skráðu gestir niður þau þrjú grunngildi sem voru efst í huga þeirra áður en umræða fór fram. Síðan var rætt um þessi gildi í litlum hópum, og að því loknu kosið um mikilvægustu gildin. Gögnum safnað FRÉTTASKÝRING Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is MIKILL fjöldi var samankominn á þjóðfundi sem haldinn var í Laug- ardalshöll sl. laugardag. Forsvars- menn fundarins telja að hátt í fjór- tán hundrið einstaklingar hafi tekið þátt. Að sögn Lárusar Ýmis Ósk- arssonar, eins skipuleggjenda þjóð- fundarins, var markmið fundarins að fá þjóðina til að ræða grunngildi og framtíðarsýn. Málin rædd í minni hópum Fundurinn fór þannig fram að gestum var raðað niður á um 160 borð, þar sem ýmis málefni voru rædd og um þau kosið. Það fyrsta sem þátttakendur gerðu er þeir mættu til borðs var að skrá niður þau þrjú grunngildi sem að þeirra mati voru mikilvægust. Eftir það fór fram umræða um gildin, og kaus hvert borð svo þrjú gildi. Það gildi sem langoftast var nefnt var heið- arleiki, en jafnrétti, virðing og rétt- læti voru einnig áberandi. Næst ræddu gestir um þær grunnstoðir sem gestir töldu að byggja ætti íslenskt þjóðfélag á. Menntamál, atvinnulíf, velferð, um- hverfismál, stjórnsýsla, sjálfbærni, fjölskyldan og jafnrétti voru þær undirstöður sem oftast voru nefnd- ar. Síðan var aftur raðað niður á borð, og hafði hvert borð það hlut- verk að kryfja eina stoð. Boðað var til fundarins með slembiúrtaki, en í úrtakinu voru 6.000 manns. Lárus segir dreifingu þátttakenda eftir aldri, kyni og búsetu hafa verið þannig að niðurstaðan sé marktæk um gildi og sýn þjóðarinnar. Þó hafi þátttakan verið lökust í elsta og yngsta aldurshópnum, en gögnin séu merkt þannig að hægt sé að vinna frekar með þau og m.a. taka tillit til aldurs. Að sögn Lárusar er vonast til þess haldnir verði fundir á næstu misserum, þar sem unnið verði áfram með niðurstöður þjóðfund- arins. Efla gagnrýna hugsun Gunnar Hersveinn rithöfundur er einn þeirra sjálfboðaliða sem tóku þátt í undirbúningi fundarins. „Í mínum huga var markmiðið að efla og styðja röklega og gagnrýna hugsun,“ segir Gunnar. Vonast hann til þess að fundurinn hafi þannig já- kvæð áhrif á samfélagsumræðuna. Aðspurður segir Lárus að reiknað sé með því að útlagður kostnaður vegna fundarins hafi verið um 10 milljónir, en allir reikningar verði gerðir opinberir. Ókeypis afnot hafi fengist af Laugardalshöllinni, og verkið hafi verið unnið í sjálfboða- vinnu. Morgunblaðið/Kristinn Mikil þátttaka Rúmlega tólf hundruð manns voru skráð á þjóðfundinn, en talið er að gestir hafi verið mun fleiri. Grunngildin rædd  Talið er að allt að 1.400 gestir hafi verið á þjóðfundi  Hugmyndum var safnað um grunngildi og framtíðarsýn Morgunblaðið/Kristinn Rýnt í skipulagið Fundargestum var skipað niður á um hundrað og sextíu borð, þar sem ýmis málefni voru krufin og um þau kosið. Markmið þjóðfundar sem haldinn var um helgina var að ræða grunngildi og framtíðarsýn þjóð- arinnar. Vonast er til að fund- urinn hvetji fólk til umhugsunar og umræðu um þessi mál. Fréttir 9FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2009 Hlíðasmára 14 sími 588 2122 www.eltak.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband líðas ára 14 Sí i 588 2122 .eltak.is Klappastíg 44 – Sími 562 3614 Mikið úrval af piparkökumótum Sænska jólavaran komin „Þetta var frá- bær upplifun, og ég er stolt yfir því að hafa fengið að taka þátt,“ segir Erna Arnars- dóttir, þátttak- andi í Þjóðfund- inum. „Það var gaman að hitta fólk úr ólíkum áttum, og finna að við eigum heilmikið sameiginlegt. Okkur langar öll til að byggja landið okkar upp, og búa til bjarta framtíð fyrir börnin. Nú er bara að vona að það verði unnið vel úr því sem kom fram. Ég hef fulla trú á að þetta muni skila sér með jákvæðum hætti út í þjóðfé- lagið.“ Ólíkt fólk sem vill vinna að þjóðarhag Erna Arnarsdóttir „Þetta var ágæt- isfundur og nauðsynlegur,“ segir Matthías Björnsson um þjóðfundinn. „Það er svo margt hrikalegt að gerast í þjóð- félaginu. Nú er mikilvægast að reyna að byggja upp réttlátt þjóð- félag.“ Að mati Matthíasar er mik- ilvægt að þjóðin hafi komið saman til að ræða um siðferði, enda hafi siðleysi viðgengist undanfarin ár. „Þó hefði mátt tala meira um sjálfstæði þjóðarinnar,“ segir Matthías. Siðleysi viðgengist í þjóðfélaginu Matthías Björnsson Stórfréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.