Morgunblaðið - 16.11.2009, Blaðsíða 21
Dagbók 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2009
Sudoku
Frumstig
2 3 1 6
9 4 5
2 7 8
9 6 3 1
1 6 8 9
7 8 2
4 1 3
5
7 2 4
6 5 3
1 3 5 4
9 8 5
2 1
7 6 1 8
6 3 9
3 1
7 4
4 2 9
1 7 5 3
7 3 4
4 2 7 8 1
9 1
7 6
8 5
3
7 5 4 2 9 6 3 8 1
9 1 2 8 5 3 7 4 6
3 8 6 1 7 4 5 9 2
8 2 5 4 3 7 6 1 9
6 9 3 5 8 1 4 2 7
1 4 7 6 2 9 8 5 3
5 3 1 9 6 8 2 7 4
2 6 9 7 4 5 1 3 8
4 7 8 3 1 2 9 6 5
6 8 3 7 2 5 1 4 9
1 4 9 3 6 8 2 5 7
7 5 2 4 1 9 6 8 3
8 9 6 2 5 7 4 3 1
4 2 7 1 9 3 5 6 8
3 1 5 8 4 6 9 7 2
2 7 1 6 8 4 3 9 5
5 6 8 9 3 2 7 1 4
9 3 4 5 7 1 8 2 6
2 4 5 9 7 8 6 1 3
3 1 6 2 5 4 9 7 8
9 7 8 3 6 1 5 2 4
4 2 9 7 3 6 8 5 1
7 5 3 8 1 2 4 9 6
8 6 1 5 4 9 2 3 7
1 3 2 6 8 5 7 4 9
5 8 4 1 9 7 3 6 2
6 9 7 4 2 3 1 8 5
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er mánudagur 16. nóvember,
320. dagur ársins 2009
Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum
misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yð-
ar himneskur fyrirgefa yður. (Matt. 6,
14.)
Fyrir helgi keypti Víkverji snyrti-vörur fyrir dömurnar sínar
tvær, það er konuna og dótturina, og
brá þegar hann sá upphæðina. Jú,
vissulega kostar þetta, sagði af-
greiðslumaðurinn, en eins og konan
sagði þá tuða karlmenn yfirleitt ekki
yfir bensínverðinu þegar þeir láta
fylla á tankinn á jeppanum.
x x x
Víkverji á ekki jeppa en þykir nógum að þurfa að borga um 20
þúsund krónur í bensín á mánuði.
Það er þó ekkert í samanburði við
hvað hann þarf að leggja út fyrir
blekhylkjum í prentara heimilisins.
Fyrrnefndar dömur eru báðar í
námi og þurfa að skila mörgum
verkefnum. Fyrir vikið þarf að nota
prentarann þó nokkuð mikið. Gamli
prentarinn gaf sig og þá var keyptur
nýr á tilboði á rúmlega sex þúsund
krónur með blekhylkjum. Þau dugðu
skammt og undanfarnar vikur hefur
þurft að kaupa hylki vikulega. Um
helgina kostaði litahylki, sem dugar í
viku, 4.986 krónur í Eymundsson í
Austurstræti. Hylkið með svarta
litnum kostaði 3.890 krónur. 8.876
krónur á viku. Það gera 35.504 krón-
ur á fjögurra vikna fresti eða 451.552
kr. á ári. Reyndar eru hylkin ódýrari
í Griffli. Þar kostaði litahylkið 3.890
kr. og svarti liturinn 2.990 kr. Um
tvö þúsund krónu munur á viku sem
þýðir um 100 þúsund króna sparn-
aður á ári. Flesta munar um minna.
x x x
En bíðið þið við. Hvernig stendurá því að blekhylki í auman
prentara eru svona dýr? Það virðist
vera ódýrara að kaupa prentara á
tilboði með hylkjum heldur en hylk-
in ein og sér. Fjögur hundruð og
fimmtíu þúsund krónur á ári í blek-
hylki er auðvitað bara rugl.
x x x
Fyrst Víkverji er í þessum gír máhann til með að segja frá því að
fyrir skömmu keypti hann sér bjór á
Hótel Sögu. Lítil flaska af léttum
bjór kostaði 800 kr. sem þýðir að
hálfur lítri kostar þar 1.200 krónur.
Það er dýrasti bjór sem Víkverji hef-
ur keypt. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 þáttur, 4 blása,
7 illkvittin, 8 grefur, 9
hagnað, 11 peninga, 13
bylur, 14 liprar, 15 málm-
ur, 17 öldugangur, 20
tímgunarfruma, 22 snák-
ur, 23 hamagangurinn,
24 mál, 25 heimskingjar.
Lóðrétt | 1 fisks, 2 útlim-
ur, 3 kvendýr, 4 rola, 5
trú, 6 ákveð, 10 lofar, 12
kraftur, 13 garmur, 15
hali, 16 greinin, 18
áfanginn, 19 ránfugls, 20
vaxa, 21 óða.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 trúhræsni, 8 banar, 9 ildis, 10 fús, 11 tjara, 13
tuska, 15 gróft, 18 hratt, 21 ern, 22 tjáði, 23 ýtinn, 24
steikinni.
Lóðrétt: 2 renna, 3 horfa, 4 ærist, 5 nadds, 6 ábót, 7
assa, 12 ref, 14 urr, 15 geta, 16 ófátt, 17 Teiti, 18 hnýti,
19 alinn, 20 tonn.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. c4 c5 2. Rc3 Rc6 3. Rf3 g6 4. e3
Bg7 5. d4 d6 6. d5 Re5 7. Rxe5 Bxe5
8. Bd3 Bxc3+ 9. bxc3 e5 10. e4 Bd7
11. f4 Dc7 12. O-O f6 13. a4 O-O-O 14.
fxe5 dxe5 15. a5 Kb8 16. Be3 h5 17.
Db3 Hh7 18. Da3 Hc8 19. Hab1 Dd6
20. Hb2 Be8 21. Hfb1 Hf7
Staðan kom upp í opnum flokki á
heimsmeistaramóti unglinga (20 ára
og yngri) sem lauk fyrir skömmu í
Puerto Madryn í Argentínu. Stór-
meistarinn Eduardo Iturrizaga
(2605) frá Venesúela hafði hvítt gegn
rússneska kollega sínum Ivan Popov
(2582). 22. Hb6! Df8 23. d6 Bc6 24.
Bxc5 De8 25. Ha6! f5 26. Hxa7 og
svartur gafst upp.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Vafasamt siðferði.
Norður
♠K1098
♥ÁK2
♦653
♣K96
Vestur Austur
♠43 ♠52
♥108765 ♥943
♦Á7 ♦D9842
♣DG108 ♣Á54
Suður
♠ÁDG76
♥DG
♦KG10
♣732
Suður spilar 4♠.
Útspilið var ♦Á. Sagnhafi þakkaði
fyrir blindan og sneri sér að austri:
„Spilið þið út ás frá ás-kóng?“ Áður en
austur fékk tækifæri til að svara hafði
vestur spilað tígli áfram í öðrum slag.
Það kom sagnhafa vel og hann tók tíu
slagi.
„Keppnisstjóri!“
Málið fór upp allt dómstigið. A-V vildu
meina að sagnhafi hefði beitt svívirði-
legri kaffihúsabrellu til að lokka vestur
til að spila tígli, en suður varðist af fullri
hörku: „Austur vísaði tíglinum frá, en
samt hélt vestur áfram með litinn. Hann
verður sjálfur að bera ábyrgð á því að
nýta sér utanaðkomandi upplýsingar.“
Frank Vine og Edgar Kaplan ræddu
þetta dæmi og fleiri skyld á síðum The
Bridge World á áttunda áratugnum. Um
það má lesa í nýrri bók um Frank Vine.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú átt að geta glaðst yfir vel-
gengni annarra. Röð og regla eru í góðu
lagi en verra er að festast í sama farinu.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú átt von á upplýsingum sem þú
þarft að vega og meta. Stattu á rétti þín-
um þegar að honum er sótt.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú munt eiga árangursríkar
samræður um sameiginlegt eignarhald.
Fjallið virðist bara sátt við að þurfa að
koma til Múhameðs, ef svo má segja.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Það er ákaflega leiðinlegt þegar
gamall vinur er í sífellu að segja þér
hvernig þú eigir að haga lífi þínu.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Rómantík, ástarævintýri, orlof og
skemmtanir verða ofarlega á baugi fyrir
ljónið á næstu misserum. Líttu til
barnanna, þau kunna svo vel að koma til-
finningum sínum á framfæri.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Náinn vinur reynist kaldrifjaðri en
þú hefur nokkurn tímann getað gert þér í
hugarlund. Samningar sem þú gerir í dag
geta fært þér hagnað í framtíðinni.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Það er sjálfsagt að hlaupa undir
bagga með öðrum, þegar tóm er til.
Vertu opinn og þú gætir rekist á nýja
hlið á sjálfum þér.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Ef allir leggjast á eitt og
vinna saman gengur allt betur. Nú er
tími til þess að endurnýja kynnin við
góða félaga og endurlifa gamlar minn-
ingar.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Það er nauðsynlegt að velta
fyrir sér öllum hliðum þegar að fjármál-
unum kemur. Gömul ágreiningsmál
munu sennilega koma upp í samskiptum
þínum við systkini þín og nágranna.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú ert með frábæra hugmynd.
Veltu henni vandlega fyrir þér og reyndu
að forðast mistök annarra sem þú hefur
heyrt af.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú þarft að læra að nýta þér
þann eiginleika sem fær fólk til þess að
opna hjarta sitt fyrir þér. Gerðu öðrum
ljóst að þögn sé ekki sama og samþykki.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þótt allt hljómi vel skaltu kynna
þér smáa letrið til hins ýtrasta svo ekk-
ert komi í bakið á þér. Það er engin
ástæða að draga sig í hlé þótt hugmyndir
þínar slái ekki í gegn.
Stjörnuspá
16. nóvember 1907
Stytta af Jónasi Hallgríms-
syni var afhjúpuð í tilefni
þess að hundrað ár voru liðin
frá fæðingu skáldsins. Stytt-
an er eftir Einar Jónsson og
var sú fyrsta sem hér var
sett upp eftir Íslending, ann-
an en Thorvaldsen. Hún var
fyrst við Amtmannsstíg í
Reykjavík en var flutt í
Hljómskálagarðinn árið 1947.
16. nóvember 1913
Thorvaldsensfélagið hóf sölu
á jólamerkjum til ágóða fyrir
barnauppeldissjóð sinn. Hvert
merki kostaði tvo aura. Á
fyrsta merkinu var teikning
Benedikts Gröndal Svein-
bjarnarsonar af Fjallkonunni.
16. nóvember 1917
Danskir verktakar afhentu
bæjaryfirvöldum mannvirki
Reykjavíkurhafnar og telst
það stofndagur hennar.
16. nóvember 1931
Til landsins komu „þrjú dýr
af marðartegund sem „mink“
nefnist,“ eins og sagði í
Morgunblaðinu. Fljótlega
sluppu dýr úr búrum og
minkarækt var bönnuð 1951
en leyfð aftur 1970.
16. nóvember 1957
Nonnahús á Akureyri var
opnað sem minjasafn þegar
hundrað ár voru liðin frá
fæðingu Nonna, Jóns Sveins-
sonar rithöfundar og prests.
Hann fór ungur til útlanda
og kom tvisvar heim, 1894 og
1930. Bækur hans voru
prentaðar í fimm milljónum
eintaka.
16. nóvember 1996
Dagur íslenskrar tungu var í
fyrsta sinn haldinn hátíðleg-
ur, efnt var til málrækt-
arþings og verðlaun Jónasar
Hallgrímssonar veitt. Þau
hlaut Vilborg Dagbjarts-
dóttir.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
VÉLSTJÓRANEMINN Benedikt Kristján Magn-
ússon fagnar tvítugsafmæli sínu í dag. Þar sem
afmælið ber upp á mánudag og hann hafði um
helgina ekki aldur til að sækja skemmtistaði eða
fá afgreiðslu í Vínbúðinni, segist Benedikt ætla
að skála í „einum köldum“ með hádegismatnum í
tilefni af áfanganum.
Benedikt segist ekki hafa verið nógu iðinn við
að halda upp á afmæli sitt undanfarin ár, en ætl-
ar að bæta um betur að þessu sinni og blæs hann
til mannfagnaðar á heimili sínu um komandi
helgi. Vinum og vandamönnum er boðið en veisl-
an verður að sögn Benedikts óhefðbundin að því leyti að hún verður
í rólegri kantinum. Ætlunin er að gestir verði afvelta af ljúfum
kaffiveitingum og heitu súkkulaði.
Líkt og áður segir leggur Benedikt stund á vélstjóranám og það í
Véltækniskólanum, sem er aftur hluti af Tækniskólanum. Með vinnu
starfar hann svo á verkstæði Olíudreifingar, sem hann segir nýtast
sér vel í náminu. Benedikt stefnir á útskrift í vor og segir framtíð-
ina bjarta, enda atvinnuástand vélstjóra betra en hjá mörgum.
Benedikt Kristján Magnússon er tvítugur í dag
Einn kaldur í hádeginu
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is