Morgunblaðið - 16.11.2009, Síða 32
MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 320. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
FÓLK Í FRÉTTUM»
Heitast 5°C | Kaldast 0°C
Þurrt sunnan- og
suðvestanlands,
annars víða snjókoma
eða slydda, en rigning
austast » 10
Rithöfundurinn og
myndlistarmaðurinn
Björk Bjarkadóttir,
sem er búsett í Osló,
hefur sent frá sér
nýja barnabók. »23
BÓKMENNTIR»
Vald barna-
bókanna
BÓKMENNTIR»
Mikael Torfason veldur
ekki vonbrigðum. »25
Flugan gerði ekki
endasleppt heldur
hristi hanastél, saug
í sig suðnorræna
hljóma og leit inn á
tískusýningu. »24
FLUGAN»
Menningar-
flögr
KVIKMYNDIR»
Lauren Bacall fékk heið-
ursverðlaun. »30
TÓNLIST»
Suðrænir straumar í
Norræna húsinu. »27
Menning
VEÐUR»
1. Seldu veitingahúsi mannakjöt
2. Logandi af áhuga
3. Lýst eftir vitnum
4. Krefjast prestskosninga
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Sífellt bætist í
umtal og eft-
irvæntingu hvað
hina mikilhæfu
Ólöfu Arnalds
varðar vestur í
Bandaríkjunum.
Stærsta „Hvað er
í gangi?“ rit New York-borgar,
Time Out, setti þannig tónleika
hennar í Rockwood Music Hall,
sem fóru fram í síðustu viku, í
efsta sæti yfir þá tónleika sem
fólk ætti alls ekki að missa af.
Ólöf var í algeru öndvegi í dálk-
inum, greinargerðin prýdd stórri
ljósmynd en listamenn eins og Le-
von gamli Helm, Peter Bjorn and
John og Wolfmother máttu láta
sér lynda stuttaralegri texta. Ný
plata Ólafar, sem hefur fengið
heitið Ókídókí, kemur út á næsta
ári og kemur í kjölfar Við og við,
sem fékk einróma lof gagnrýn-
enda.
TÓNLIST
Ólöf Arnalds sjóðandi heit
vestur í Bandaríkjunum
NÝVERIÐ var
rithöfundurinn
Thor Vilhjálms-
son heiðraður af
sendinefnd frá
ítölskum yfirvöld-
um sem stödd var
hér á landi. Thor
var veitt heiðursorða og -skjal frá
Dante Alighieri félaginu fyrir ötult
starf við kynningu á ítalskri menn-
ingu. Eru stjórnvöld þar Thor mjög
þakklát fyrir hlutverk hans sem
„menningarsendiherra“ og þá kynn-
ingu sem hann hefur sinnt á ítölsk-
um skáldsögum, ljóðum og ítalskri
tónlist.
BÓKMENNTIR
Ítalir veita Thor Vilhjálms-
syni heiðursorðu
Aron Krist-
jánsson, þjálfari
handboltaliðs
Hauka, vonast til
þess að fá íslenska
mótherja í 16 liða
úrslitum EHF-
bikarsins eftir að
hafa slegið Ungverjana í PLER út á
dramatískan hátt í gær. Haukar
gætu mætt Alexander Peterssyni í
Flensborg, Ragnari Óskarssyni í
Dunkerque, Loga Geirssyni og
Vigni Svavarssyni í Lemgo, Björg-
vini Páli Gústavssyni í Kadetten eða
þeim Guðmundi Þ. Guðmundssyni
og Ásgeiri Erni Hallgrímssyni í
GOG Svendborg. Öll þessi lið eiga
góða möguleika á að komast í 16 liða
úrslitin en það skýrist endanlega um
næstu helgi.
HANDBOLTI
Aron vill mæta Íslendingum
í næstu Evrópuumferð
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
HÖFUÐBORGARBÚAR halda áfram að rækta
líkamann í kreppunni og eru forsvarsmenn lík-
amsræktarstöðva almennt sammála um að fólk
nýti kortin sín vel. Lóðum sé lyft í gríð og erg í
tækjasölunum og góð mæting í opna tíma.
„Það er stappað og hefur ekki verið svona
mikil mæting í mörg ár,“ sagði Linda Péturs-
dóttir framkvæmdastjóri Baðhússins og for-
svarsmenn annarra stöðva tóku í sama streng.
„Fólk er greinilega tilbúið að eyða í líkamann
og heilsuna,“ sagði Þröstur Jón Sigurðsson,
einn eigenda Sporthússins þar sem viðskipta-
vinum hefur fjölgað um tæpan helming á sl.
tveimur árum – úr um 5.000 í tæp 10.000.
„Reksturinn var slakur þegar við tókum við, en
vöxturinn hefur líka verið ævintýralegur.“
En þó menn séu duglegir að mæta í ræktina
þýðir það ekki að ekki sé horft í peninginn. All-
ir sem rætt var við voru nefnilega sammála um
að menn borguðu ekki lengur fyrir kort sem
þeir ekki nýttu. „Styrktarfélagarnir eru horfn-
ir,“ sagði Þröstur Jón um þennan hóp. „Þetta
er náttúrlega sú þróun sem við viljum sjá,“
sagði annar, en sá þriðji benti á að það munaði
vissulega um „styrktarfélagana“, aukinni notk-
un á tækjum fylgdi nefnilega meira slit sem
færri greiddu fyrir.
Dregur úr aðsókn á dýrari námskeið
Og menn virðast líka horfa í aurinn þegar
fjárfest er í líkamsræktinni. Jón Þórðarson,
eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Hress í
Hafnarfirði, bendir þannig á að fólk skipti nú
frekar greiðslum eða nýti sér mánaðarlega
áskrift frekar en að taka tilboðum um árskort,
jafnvel þó eingreiðslan geti verið hagstæðari.
Hjá dýrari stöðvum virðast menn hins vegar
skuldbinda sig frekar í skemmri tíma en áður.
Víða hefur líka dregið úr áhuga á lokuðum
námskeiðum, t.d. svo nefndum átaksnámskeið-
um, enda eru þau yfirleitt dýrari en venjuleg
kort. Sumar stöðvar hafa því fækkað slíkum
námskeiðum en aðrar, eins og Hreyfing, hafa
brugðist við með því að bjóða upp á styttri og
þar með ódýrari námskeið.
Jón bendir á að markaðurinn með lokuð nám-
skeið sé nú að lifna aðeins við aftur eftir að
hafa dregist mikið saman í kjölfar hrunsins.
„Ég myndi segja að þetta væri eðlileg þátttaka
núna. Um tíma var hún mjög óeðlileg, fólk var
að greiða fullt verð fyrir námskeið sem það
mætti svo jafnvel ekki á.“
Styrktarfélagarnir horfnir
Líkamsræktarkortin
vel nýtt í kreppunni
Morgunblaðið/Kristinn
Á fullri ferð Betri mætingu í líkamsrækt-
arstöðvar fylgir aukið slit á tækjum.
„ÉG skildi, að orð er á Íslandi
til um allt, sem er hugsað á
jörðu.“ Svo kvað skáldjöfurinn
Einar Benediktsson. Dagur ís-
lenskrar tungu er haldinn há-
tíðlegur í dag, 16. nóvember, á
fæðingardegi annars jöfurs,
listaskáldsins góða, Jónasar
Hallgrímssonar. Ýmsar stofn-
anir og aðilar munu halda dag-
inn hátíðlegan með einum eða
öðrum hætti og birtir Morgun-
blaðið greinargott yfirlit yfir
helstu viðburði. Margir eru
þeir, sem elskir eru að okkar
ástkæra, ylhýra máli og fékk
Morgunblaðið aukinheldur
nokkra þeirra til að draga úr
pússi sínu íslenskan texta sem
væri þeim sérstaklega hug-
stæður, hvort sem væri úr
skáldsögum, ljóðum eða laga-
textum. | 28
Íslenskan er
okkar mál
Dagur íslenskrar
tungu er í dag
Frjór Nokkur af nýyrðum
Jónasar Hallgrímssonar.
Þroskahamlaðir stóðu fyrir dragkeppni í Hinu húsinu
síðastliðinn föstudag og var mikið um dýrðir. Á mynd-
inni sést Lóa Ármannsdóttir faðma kynninn Barböru að
sér þegar ljóst var að hún hafði hafnað í þriðja sæti með
túlkun sinni á hinu vinsæla lagi Ingós og Veðurguð-
anna, „Bahama“. Einlæg gleðin leynir sér ekki. | 26
GLEÐIN HREIN OG TÆR
Morgunblaðið/Heiddi