Morgunblaðið - 25.11.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.11.2009, Blaðsíða 1
 Tilboð frá eig- endum 1998 ehf., erlendum fjár- festum og stjórn- endum félagsins um fjárhagslega endur- skipulagningu hefur ekki verið lagt fyrir stjórn Arion banka, að sögn Ernu Bjarna- dóttur, stjórnarformanns bankans, sem sagðist af þeim sökum ekki geta tjáð sig um það. „Ekki hefur verið boðaður stjórnarfundur hjá bankanum. Bankinn hefur hins vegar mikilla hagsmuna að gæta í málinu og telj- um við rétt að vanda til verka og taka okkur þann tíma sem okkur þykir nauðsynlegur.“ »2 Mál 1998 ehf. ekki verið lagt fyrir stjórn Arion M I Ð V I K U D A G U R 2 5. N Ó V E M B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 316. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er mbl.is «GAGNRÝNI UNGIR LESTRARHEST- AR SKRIFA UM BÆKUR «SUND Fullur skólastyrkur í Bandaríkjunum 96 ára AKUREYRINGAR eru margir komnir í jólaskap ef marka má þær skreyt- ingar sem þegar eru komnar upp. Fyrsti „jólasveinninn“ sem kemur til byggða í höfuðstað Norðurlands er alla jafna Ragnar Sverrisson, kaupmaður í JMJ og formaður Kaupmannafélags Akureyrar, og hann gerði ekki und- antekningu í ár. Marglitar perur eru í trjám Ragnars og runnum og á húsinu sjálfu, og komast líklega ekki fleiri fyrir. Sara virti dýrðina fyrir sér í gær. JÓLIN TIL AKUREYRAR Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson ALLAR bætur sem Tryggingastofnun greiðir fara í gegnum lögheimilisskráningu sem er í umsjón þjóð- skrár. Tryggingastofnun reynir með aðstoð þjóð- skrár að stuðla að því að fólk sé skráð með rétt lög- heimili, þ.e. á þeim stað sem það býr á. „Þjóðskrá hefur heimild til að leita til lögreglu, en hún notar hana ekki. Við erum ekki farin að kæra fólk til lögreglunnar en það hlýtur að koma að því,“ segir Halla Bachmann, lögfræðingur hjá Tryggingastofnun ríkisins. Stofnuninni er ekki heimilt að stöðva greiðslur til fólks nema henni takist að færa sönnur á að lög- heimilið sé rangt skráð. Þjóðskrá má kalla í lögreglu Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is MÖRG dæmi eru um að fólk eigi saman fjögur börn án þess að hafa nokkru sinni verið skráð í sambúð. Þetta fólk fær bætur frá Trygg- ingastofnun ríkisins á þeirri for- sendu að foreldrarnir séu einstæð- ir. Lögheimili annars foreldrisins er þá skráð annars staðar, oftast hjá foreldrum. Dæmi er um að mað- ur sem á nokkur börn með barns- móður sinni sé skráður með lög- heimili hjá „fyrrverandi tengda- foreldrum“. Halla Bachmann Ólafsdóttir, lög- fræðingur og forstöðumaður eftir- litssviðs Tryggingastofnunar, segir að bótasvik í tryggingakerfinu sé mikið vandamál. „Við eru með hóp fólks sem grefur stöðugt undan kerfinu sem á að styðja við fólk sem sannarlega þarf á því að halda.“ Hún segir augljóst að þegar fólk eigi saman nokkur börn án þess að hafa nokkru sinni verið skráð í sam- búð sé það að gefa rangar upplýs- ingar um búsetu. Foreldrarnir búi í reynd saman þó að annar aðilinn sé skráður með lögheimili annars staðar. Halla segir að það veki a.m.k. grunsemdir þegar fólk sem segist ekki búa saman eignist sam- an stöðugt fleiri börn. Tryggingastofnun greiðir bætur á grundvelli upplýsinga um lög- heimili. Í þessum tilvikum skráir fólk lögheimili oftast hjá foreldrum sínum, en dæmi eru um að það sé skráð hjá vinum. Halla segir ótrú- legt siðferði hjá foreldrum að taka þátt í bótasvikum barna sinna með þessum hætti. „Í einu tilviki var fólk að auglýsa trúlofun sína á Netinu með mynd- um af trúlofunarhringjum með nöfnum og öllu á sama tíma og það fékk greiddar bætur frá Trygginga- stofnun.“ Halla segir að Tryggingastofnun reyni að afla upplýsinga um raun- verulega búsetu fólks þegar grunur vaknar um bótasvik. Hún segir að fólk sem stundi bótasvik lifi í reynd tvöföldu lífi og foreldrarnir aðstoði börn sín við að svíkja fé úr sameig- inlegum sjóðum landsmanna. Trygginga- bótasvik mik- ið vandamál Margra barna faðir skráði lögheimili hjá fyrrverandi tengdaforeldrum sínum Í HNOTSKURN » Samkvæmt lögum berfólki að skrá lögheimili á þeim stað sem það býr. » Þegar fólk gefur rangarupplýsingar til TR getur það fengið heimilisuppbót, mæðralaun, barnabætur, með- lag og niðurgreitt leikskóla- gjald sem það á í reynd ekki rétt á að fá.  Íslandsbanki tilkynnti í gær að 49% hlutur bankans í Skelj- ungi og tengd- um félögum yrði boðinn út í opnu söluferli. Er þar um svipað ferli að ræða og bankinn kynnti á dögunum í kringum sölu á hlut í Steypustöð- inni. Söluferlið verður opið öllum áhugasömum fjárfestum sem upp- fylla skilyrði til þess að geta talist fagfjárfestar samkvæmt lögum, einstaklingum sem hafa veru- legan fjárhagslegan styrk og við- eigandi þekkingu, auk fyrirtækja sem höfðu yfir 100 milljónir í eig- in fé um áramótin. ivarpall@mbl.is Íslandsbanki selur Skeljung og tengd félög í opnu ferli  „Við erum í vítahring,“ segir Þór Saari, þing- maður Hreyfing- arinnar. Tekju- skattsgreiðslur 79 þúsund Ís- lendinga þarf til þess að standa undir vaxta- greiðslum vegna Icesve-samninganna, samkvæmt því sem Þór upplýsti á Alþingi í gærkvöldi. Hann segist miða við að árlegar greiðslur séu 36 til 37 millj- arðar kr. á ári. Hugsanlega geti svo farið að tekjuskatt fleiri þurfi til þess að borga það sem á ríkinu lendir vegna Icesave, haldi land- flótti og tekjufall áfram. sbs@mbl.is Skatta 79.000 manns þarf til að borga vexti af Icesave Þór Saari www.ostur.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 -1 9 9 1 Hátíðlegir um jól in

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.