Morgunblaðið - 25.11.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.11.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „Í LJÓSI þess að stjórnmálalífið á Norðurlöndum hefur orðið við kröf- unni um aukið jafnrétti kynjanna. Hvenær teljið þið að sama jafnrétti verði náð í atvinnulífinu?“ Að þessu voru þátttakendur í pallborði á ráð- stefnunni Kyn og völd á Norður- löndum spurðir, en ráðstefnan fór ný- verið fram í Reykjavík. Í pallborði sátu Jan S. Asker, fram- kvæmdastjóri Félags atvinnurek- enda í fjármálalífi Noregs, Birgitte Bruun, aðstoðarframkvæmdastjóri Nykredit í Danmörku, Anita Gör- anson, prófessor við Háskólann í Lin- köping í Svíþjóð, Elina Laavi, for- maður kvennahreyfingar Samlingspartiet í Finnlandi, og Sig- ríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar. Sitt sýndist hverjum í hópi svarenda og töldu flestir að bíða þyrfti í 15-25 ár áður en jafnrétti kynja yrði náð í atvinnulíf- inu. Kynjakvótar innleiddir á Íslandi „Það tekur 100 ár ef við bíðum eftir því að hlutirnir gerist bara af sjálfu sér,“ sagði Göranson og tók fram að ljóst mætti vera að grípa þyrfti til rót- tækari aðgerða á borð við kynjakvóta til þess að ná árangri í fyrirsjáanlegri framtíð. Í því samhengi upplýsti Sig- ríður Ingibjörg að íslensk stjórnvöld hygðust fara að fordæmi Norðmanna og lögfesta kynjakvóta í stjórnum skráðra fyrirtækja í kauphöllinni til þess að rétta kynjahlutfallið innan tveggja ára. Pallborðsþátttakendur voru sam- mála um að jafnréttisbaráttan hefði í alltof miklum mæli verið barátta kvenna. „Við þurfum að fá karlana til að skilja vandamálið og taka virkari þátt í baráttunni,“ sagði Bruun sem um árabil hefur unnið að jafnréttis- málum innan fjármálafyrirtækisins Nykredit. Sagðist hún trúa því að nú- tíma fyrirtæki yrðu að axla sam- félagslega ábyrgð og gera starfsfólki sínu, þar með talið stjórnendum, kleift að sameina fjölskyldulíf og vinnu. Fram kom á ráðstefnunni að al- gengt væri að konur skiptu um starfsvettvang er þær eignuðust sitt fyrsta barn. Þá hættu þær að vinna í einkageiranum og réðu sig frekar til starfa hjá hinu opinbera. Karlmenn nytu þess hins vegar þegar þeir eign- uðust sitt fyrsta barn að þá virtist frami þeirra takast á flug. „Hjá Nykredit leggjum við áherslu á að góðir og skipulagðir stjórnendur þurfa ekki að vinna 60-70 klst. vinnu- viku til að standa sig í vel starfi,“ sagði Bruun og gerði bakland stjórn- enda að umtalsefni. Bruun benti á að rannsóknir sýndu að stór hluti karlkyns stjórnenda ætti heimavinnandi maka meðan slíkt væri nær óþekkt í hópi kvenkyns stjórnenda. Sagði hún heimavinnandi eiginkonurnar þannig skekkja sam- keppnismyndina því eiginmenn þeirra ættu auðveldara með að helga sig alfarið vinnunni sem væri eitthvað sem margir kvenkyns stjórnendur hvorki gætu né vildu gera. „Tekur 100 ár ef við bíðum“ Ákveðin þróun á Norðurlöndum í þá átt að konur hætti að vinna í einkageiranum þegar þær eignast sitt fyrsta barn og ráði sig frekar til starfa hjá hinu opinbera Heimavinnandi eiginkonur karl- kyns stjórnenda skekkja sam- keppnisstöðu kynjanna er kemur að stjórnendastöðum. Atvinnu- lífið var til umræðu á ráðstefn- unni Kyn og völd. Morgunblaðið/Heiddi Ráðstefnan Kyn og völd sem haldin var í Reykjavík í síðustu viku var vel sótt. Þátttakendur komu frá öllum Norðurlöndunum og var þýtt fyrir þá. SAMKVÆMT úttekt Bruna- málastofnunar er raflögnum og rafbúnaði í leikskólum víða ábóta- vant. Gerðar voru athugasemdir við merkingu búnaðar í rafmagns- töflum í 58% tilfella, við frágang tengla í 41% tilvika og töfluskápa í 38% skoðaðra tilvika. Mesta hættan af tenglabúnaði Örn Sölvi Halldórsson, sérfræð- ingur hjá Brunamálastofnun, segir að athugasemdirnar við tengla- búnað séu alvarlegastar, því ekki gangi að börn geti t.d. potað í gegnum hlífar. „Það verður að lagfæra þennan búnað,“ segir hann og bætir við að mikil notkun á framlengingarsnúrum valdi líka áhyggjum. Síðastliðin þrjú ár hefur Bruna- málastofnun látið skoða raflagnir á annað hundrað leikskóla víða um land og verður skýrslunni með niðurstöðunum dreift til allra leik- skóla. Raflagnir í leikskól- um víða ekki í lagi Athugasemdir Brunamálastofnunar 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% um ástand raflagna í leikskólum Me rki ng tö flu bú na ða r Te ng lar Tö flu sk áp ar Lo ft- /v eg gla mp ar Tö flu tau ga r Fjö lte ng lar Hl ífa r Dó sir Sp en nu jöf nu n Konur í stjórnunarstöðum eiga það flestar sameiginlegt að vera vel menntaðar, séu þær giftar er maðurinn þeirra nær undantekningarlaust starfandi í sömu atvinnugrein, en oft eru þær fráskildar og einstæðar mæður. Karlar í stjórnunar- eða leiðtogahlutverkum eiga í flest- um tilfellum heimavinnandi eig- inkonu og fleiri börn en kyn- bræður þeirra almennt. Þetta er meðal þess sem Anita Gör- anson, prófessor við Háskólann í Linköping í Svíþjóð, hefur komist að í rannsóknum sínum á stöðu kynjanna þar í landi. „Oft heyrum við þá skýringu að ástæða þess að kvenkyns stjórnendur séu jafn fáir og raun ber vitni sé að konur sæk- ist í minna mæli eftir topp- stöðum. Þessi útskýring stenst ekki því við vitum að topp- stöður eru ekki auglýstar heldur er handvalið í þær. Og hverjir sjá um það val? Karlar,“ sagði Gör- anson og benti á að rannsóknir sýndu að margir karlkyns stjórnendur vildu ekki vinna með kvenkyns stjórnendum. Karlar handvaldir ÁRNI Páll Árnason félagsmálaráð- herra sagðist á Alþingi í gær ekki hafa vitað af því að Yngvi Örn Kristinsson, sem starfar sem ráð- gjafi í félagsmálaráðuneytinu, myndi gera 230 milljóna króna kröfu í þrotabú Landsbankans. Gunnar Bragi Sveinsson, þing- maður Framsóknarflokks, spurði Árna Pál í fyrirspurnartíma, hvort hann styddi kröfuna, hvort hann teldi kröfuna siðferðislega rétta og hvort ástæða væri til að endur- skoða ráðninguna. Árni Páll sagðist ekki hefðu gert þá kröfu ef hann hefði verið í spor- um Yngva Arnar. Hann hefði verið ráðinn, hæfni sinnar vegna, til að sinna afmörkuðum verkefnum í ráðuneytinu. Þeim verkefnum væri að ljúka og Yngvi Örn hefði ekki verið ráðinn í fast starf. Vissi ekki af kröfu Yngva í þrotabú Landsbankans Morgunblaðið/Golli Hlátur Það er oft gaman á þingi. VIÐSKIPTARÁÐHERRA er sam- mála bankastjóra Arion banka sem nýverið sendi starfsmönnum bréf þar sem fram kom að nýti þeir sér greiðsluaðlögun vegna fjárhagserf- iðleika komi til flutnings í starfi eða uppsagnar. Gylfi Magnússon viðskiptaráð- herra segir að fjárhagur þeirra sem fara með mikla fjármuni, hvort sem er í bankakerfinu eða annars staðar, verði að vera traustur. Sé svo ekki skapast hætta á að þeir í einhverjum tilvikum freistist til að seilast í það mikla fé sem þeir hafi undir höndum. „Ég tel að það sé ekki rétt að fólk sem er í greiðsluaðlögun eða hefur nýverið orðið gjaldþrota gegni trúnaðarstörfum þar sem það er að sýsla með mjög mikið af annarra manna fé. Ef fólk er í mjög þröngri stöðu er líklegra að það falli í freistni,“ segir Gylfi. Fólk í þröngri stöðu fellur frekar í freistni Í takt við tímann Grillbor garar m eð brau ði 4 stk. kr. pk.499 ALLT FYRIR HEIMILIÐ kr. stk.189 Allra U ppþvot talögur kr. pk.499 Lambi L td Colib ri Eldhús rúllur GLK Þo rskbita r kr. kg 998 kr. pk.798 Kellogg ’s Spec ial K combó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.