Morgunblaðið - 25.11.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.11.2009, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2009 YFIR 32.000 GESTIR SÝND Í ÁLFABAKKA SPRENGHLÆGILEG GAMANMYND MEÐ FRÁBÆRUM LEIKURUM JÓLAMYNDIN Í ÁR SÝNDÍÁLFABAKKAOGSELFOSSI EKKI VIÐ HÆFI UNGRA BARNA SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR EVENT HORIZON ÞETTA SÖGÐU LESENDUR Á KVIKMYNDIR.IS “FANTA GÓÐ MYND MÆLI MEÐ HENNI” “MEGASNILLD. FÍLAÐI HANA Í BOTN.” “SNILLDAR SCI FI” HHH “HRÖÐ, SPENNANDI... OG SNARKLIKKUÐ MYND FRÁ A-Ö... EKTA AFÞREYINGARBÍÓ!” T.V - KVIKMYNDIR.IS HHHH „STÓRKOSTLEGT SJÓNARSPIL“ - ROGER EBERT „MEISTARAVERK, JIM CARREY ER HREINT STÓRKOSTLEGUR“ M.S.A – CBS TV JIM CARREY Sýnd með íslensku og ensku tali Frá Robert Zemeckis, leikstjóra “Forrest Gump” og “Back to the Future” myndanna kemur hið klassíska jólaævintýri Charles Dickens. STRANGLEGA BÖNNUÐ BÖRNUM „STÓRKOSTLEG UPPLIFUN“ - C.G - AAS SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI JIM CARREY fer gersamlega á kostum HHHH „JÓLASAGA Í FRÁBÆRRI, NÝRRI ÞRÍVÍDD SEM SLÆR ÚT ANNAÐ ÁÐUR HEFUR SÉST“ „CARRY ER ENGUM LÍKUR...“ – S.V – MBL SÍÐAS TA SÝ NING ARHE LGI / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI A CHRISTMAS CAROL m. ensku tali kl. 8 7 2012 kl. 8 - 10:10 10 COUPLES RETREAT kl. 10:55 12 THE TWILIGHT 2 NEW MOON kl. 5:30 - 8 - 10:40 12 A CHRISTMAS CAROL m. ísl. tali kl. 6 7 A CHRISTMAS CAROL m. ensku tali kl. 8 7 PANDORUM kl. 10 16 A CHRISTMAS CAROL m. ensku tali kl. 8 7 2012 kl. 8 - 10:10 (Powersýning) 10 THE INFORMANT kl. 11 L Eftir Kristrúnu Karlsdóttur og Helga Snæ Sigurðsson MEGAS kemur fram með þekkt- um hljóðfæraleikurum í Bústaða- kirkju 4. og 5. desember nk. og flytur „Jesúrímur“ eftir Tryggva Magnússon, sem Helgi Hóseasson safnaði saman og gaf út. „Þetta er mjög forvitnilegt efni, Jesúrím- urnar eru mjög langar og verða ekki allar fluttar í heilu lagi. Svo verður annað athyglisvert efni flutt með, en það má nú ekki gefa allt upp, sumt verður að fá að koma á óvart,“ segir Rúnar Birg- isson, umboðsmaður Megasar. „Þarna kveður við svolítið ann- an tón en það sem Senuþjófarnir hafa verið að vinna að, enda er þetta svona hliðarverkefni Megas- ar.“ Þeir sem koma fram með Megasi eru Hörður Bragason org- anisti, Birgir Bragason bassaleik- ari, Hjörleifur Valsson fiðluleikari, Kormákur Geirharðsson trommari og Kristinn Árnason gítarleikari. Ágústa Eva Erlendsdóttir verður einnig með og fleiri gætu bæst í hópinn. Þjóðinni þjónað – Er hægt að kalla þetta jóla- tónleika? „Þetta eru falleg lög, sem henta við þær aðstæður sem við búum við núna, svona dempuð kirkjuhæf tónlist. Það má segja að þetta séu aðventutónleikar eða „aðdragandi að jólum“-tónleikar. Megas hefur ekki verið þekktur fyrir að halda jólatónleika en okkur finnst það vera skylda listamanna að þjóna þjóðinni og reyna að vera andleg lyftistöng án þess að vera mjög hátíðlegir.“ Rúnar segir hljómburðinn í kirkjunni einstakan. „Markmið okkar er að bjóða fólki upp á skemmtilega og notalega stund. Það kemur eitthvað óvænt upp úr kössunum, en á stað sem þessum verður ekki flutt hvaða tónlist sem er. Þó að hægt sé að gera ým- islegt, þá eru ákveðin takmörk sem listamaður setur sér, í virð- ingu við þennan stað sem tónleik- arnir eru haldnir á.“ Ferlinum gerð skil á tónleikum Rúnar segir þá Megas stefna að því að halda tónleika í Laug- ardalshöll á næsta ári, þ.e. tón- leika þar sem farið er yfir tónlist- arferil meistarans. Þá sé einnig stefnt að því að gefa út Megas- arheftin, þrjú hefti með textum, nótum og teikningum sem Megas gaf út 1968, 1970 og 1973 og hétu Megas I, Megas II og Megas III, sem og bókina Textar sem kom út 1991 og geymdi safn dægurlaga- texta Megasar. „Þessi hefti hafa verið ófáanleg um áratuga skeið. Fólk hefur ver- ið að selja þetta á uppsprengdu verði. Þar af leiðandi finnst okkur kominn tími til að auka framboðið, svo fleiri geti notið þessara hefta,“ segir Rúnar. Nú ætla þeir Megas að vinna að nýrri textabók og mun hún spanna allt frá upphafi ferils- ins að útgáfudegi. „Þetta er mikil vinna. Til viðbótar við þetta tel ég vera öruggt að það komi sólóplata út, jafnvel með Senuþjófunum. Fluttir verða Passíusálmar um næstu páska, þannig að það er ennþá kraftur í kallinum, hann hefur eiginlega aldrei verið betri. Erum hérna fyrir fólkið Þetta krefst náttúrlega mikillar skipulagningar. Þetta er meira fyrrihluta ársins, en svo getur margt fleira komið til. Aðalatriðið er að við erum hérna fyrir fólkið. Megas hefur alltaf viljað vera fyr- ir fólkið, vill blása mönnum anda í brjóst. Við reynum að taka á því sem á hefur gengið í samfélaginu með fallegri tónlist og beittum textum og vera í takt við fólkið, hvetja það til að taka á hlutunum á já- kvæðan hátt. Þannig er líklegt að við náum að vinna okkur út úr þessu, efla leikgleðina.“ „Hann hefur eiginlega aldrei verið betri“  Megas flytur Jesúrímur á aðventutónleikum í Bústaðakirkju  Umboðsmaður hans segir stefnt að ferilstónleikum og endurútgáfu Megasarhefta  Unnið að nýrri textabók sem spannar allan ferilinn Morgunblaðið/Heiddi Rúnar og Megas Meistari Megas verður í Bústaðakirkju í desember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.