Morgunblaðið - 25.11.2009, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 25.11.2009, Qupperneq 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2009 Sími 551 3010 Hárgreiðslustofan Morgunblaðið/Golli Breyta í krónur Margir hafa látið breyta erlendum lánum sínum. Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is HAGSMUNASAMTÖK heimilanna hvetja þá sem breyta lánum úr er- lendum gjaldeyri yfir í íslenskar krónur til að setja fyrirvara í nýja lánasamninga um breytingin gangi til baka ef lán í erlendum gjaldeyri verða úrskurðuð ólögmæt. Samtökin taka undir ábendingu Kristínar Snæfells Arnþórsdóttir, sem á heimasíðu sinni hefur varað við því að með skilmálabreytingum sé í raun verið að semja um nýtt lán, og því sé mikilvægt að gera um- ræddan fyrirvara til að fara ekki á mis við rétt til niðurfellingar verði erlend lán úrskurðuð ólögmæt. Ekki hefur þó í öllum tilfellum reynst þrautalaust að setja fyr- irvara inn í breytta lánasamninga. Kristín segist vita um sjö tilfelli þar sem einstaklingar fóru að hennar ráðum en hafi fyrir vikið ekki verið leyft að breyta lánum sínum. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir fyrirtæki hafi laga- legan rétt til að neita að taka við umræddum fyrirvara, enda sé í raun um nýjan samning að ræða þegar fyrirvara sem þessum er bætt við. „Hins vegar myndi ég segja að það væri ósanngjarnt gagnvart neytendum og gagnrýni ég það.“ Hann segir sjálfsagt að reyna á það að setja inn fyrirvarann, enda margt óljós varðandi hvaða reglur gilda ef gjaldeyrislánin verða úr- skurðuð ólögmæt. Guðjón Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka fjármála- fyrirtækja, segir að miðað við það sem hann hafi heyrt sé ekkert því til fyrirstöðu að fólk fái að gera um- rædda fyrirvara við lánabreyt- ingar. Hins vegar segist hann ekki gera ráð fyrir að þörf sé á fyrirvör- unum enda hljóti hið sama að ganga yfir alla sem tóku erlent lán ef þau verða úrskurðuð ólögmæt. Gera fyrirvara við breytingu lána Fjármálafyrirtæki ekki í öllum tilfell- um tilbúin að taka við fyrirvörunum OPINN íbúa- fundur um menntamál og íþrótta- og tóm- stundamál í Breiðholti verð- ur haldinn í Leiknishúsinu við Austurberg í dag, miðviku- daginn 25. nóv- ember kl. 17.30. Frummælendur verða þeir Kjart- an Magnússon, formaður mennta- ráðs og íþrótta- og tómstundaráðs og Helgi Kristófersson, formaður íbúasamtaka Breiðholts. Fund- arstjóri verður Lilja Dögg Al- freðsdóttir, varaformaður mennta- ráðs. Fjallað verður um skólahald, íþróttir og tómstundamál og farið yfir stöðuna í uppbyggingu skóla- og íþróttamannvirkja í hverfunum. Þá verður kynnt vinna við mótun nýrrar menntastefnu á vegum Reykjavíkurborgar. Að loknum inngangserindum verða umræður með þátttöku íbúa, fulltrúa úr menntaráði og íþrótta- og tóm- stundaráði ásamt fulltrúum íþróttafélaga í hverfinu. Opinn íbúa- fundur í Breiðholti Kjartan Magnússon Á NORRÆNNI ráðstefnu sem haldin verður hér á landi á morg- un er ætlunin að varpa ljósi á áhrif alþjóðlegu fjármálakrepp- unnar á húsnæðismarkaði nor- rænu ríkjanna og á velferðarkerfi þeirra út frá ýmsum sjónar- hornum. Ráðstefnan hefst á Hotel Hilton Nordica fimmtudaginn 26. nóvember kl. 9.00 með ávarpi Árna Páls Árnasonar félagsmála- ráðherra. Ráðstefnan er skipulögð af fé- lags- og tryggingamálaráðuneyt- inu með stuðningi norrænu ráð- herranefndarinnar, þar sem Ísland fer nú með formennsku. Aðalfyrirlesari er víðkunnur fræðimaður á hinu alþjóðlega fræðasviði húsnæðisrannsókna, Gwilym Pryce, prófessor í borg- arhagfræði og félagslegri tölfræði við Háskólann í Glasgow. Þá munu sérfræðingar frá öllum norrænu þjóðunum flytja erindi. Ýmsar brennandi spurningar verða til umfjöllunar. Til dæmis verður leitað svara við því hvernig þróunin hefur verið frá upphafi fjármálakreppunnar og hvaða af- leiðingar hún hefur haft fyrir bú- setuskilyrði heimilanna á Norð- urlöndunum. Hvaða ályktun er hægt að draga af nýfenginni reynslu, og hvernig er hægt að nýta hana til framtíðarstefnumót- unar landanna í húsnæðismálum? Markhópur ráðstefnunnar er að- allega kjörnir fulltrúar, stjórn- endur, fræðimenn og aðrir fag- aðilar á sviði húsnæðis- og skipu- lagsmála á Norðurlöndunum. Velferðarkerfið rætt á ráðstefnu á Hilton Amilía ekki Arnilía Því var ranglega haldið fram í blaðinu í gær að mannanafnanefnd hefði heimilað kvenmannsnafnið Arnilía. Um var að ræða misritun, en rétt útgáfa nafnsins var nefnd síðar í sömu frétt en það er Amilía. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT TÓLF Íslendingar hver úr sinni áttinni rifja upp jólaminningar sínar í samnefndri bók sem kom út í gær. Jónas Ragnarsson er höfundur bókar- innar en elsti viðmælandi hans er liðlega hundr- að ára og sá yngsti er rúmlega fertugur. Útgáfu Jólaminninga var fagnað í gær á formlegum út- gáfudegi bókarinnar. Þeir sem rætt er við í bók- inni eru Gissur Ó. Erlingsson, Jenna Jensdóttir, Salome Þorkelsdóttir, Ingibjörg Þorkelsdóttir, Vigdís Finnbogadóttir, Ragnar Bjarnason, Ómar Ragnarsson, Ragnheiður Ásta Pétursdóttur, Karl Sigurbjörnsson, Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir, Geir Jón Þórisson og Magnús Scheving. Þau eiga eins og aðrir sínar góðu og ljúfu minn- ingar um samveru fjölskyldunnar, kyrrð, epla- lykt, kertaljós og jólalög og þau sem heiman- gengt áttu veittu bókinni viðtöku við athöfn í gær. Fögnuðu útgáfu bókarinnar Jólaminninga Morgunblaðið/RAX Eplalykt, kertaljós og jólalög Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Hlý peysa í jólapakkann Frábært úrval –15% afsláttur LAGERSALA Grensásvegi 8 - 108 Reykjavík Allar upplýsingar í síma 517-2040 Mikið úrval af ódýrum skóm á alla fjölskylduna Opið virka daga 12:00 - 18:00 - laugardaga 12:00 - 16:00 dömuskór stærðir 36-42herraskór stærðir 39-47 Eddufelli 2, sími 557 1730 Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is Dömubuxur 4.900 kr. Svartar og brúnar Mikið úrval í str. 36-56 Ný sending Dömublússur 7.900 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.