Morgunblaðið - 25.11.2009, Page 7

Morgunblaðið - 25.11.2009, Page 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2009 Í FYRRADAG voru tveir styrkir veittir úr Styrktarsjóði Ingibjargar R. Magnúsdóttur til doktorsnema í hjúkrunar- og ljósmóðurfræðum. Styrkhafarnir eru dr. Helga Gott- freðsdóttir, ljósmóðir og lektor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Ís- lands, og doktorsneminn Þorbjörg Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og lektor við Háskólann á Akureyri. Heildarupphæð styrksins er 750.000 kr. Þetta er í annað sinn sem úthlutað er úr sjóðnum. Mark- mið hans er að efla rannsóknir í hjúkrunar- og ljósmóðurfræðum. Ingibjörg R. Magnúsdóttir, hjúkr- unarfræðingur og stofnandi sjóðs- ins, er fyrrverandi námsbrautar- stjóri í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og einn ötulasti talsmaður þróunar hjúkrunarmenntunar á Ís- landi. Styrkur Ingibjörg og styrkþegar. Rannsóknastyrkir Í DAG, miðvikudag, kl. 20.30-22 standa Græna netið og Samfylking- arfélagið í Reykjavík fyrir fundi um loftslagsmál í tilefni af loftslags- ráðstefnunni í Kaupmannahöfn sem hefst í næsta mánuði. Málshefjendur á fundinum eru þau Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, alþing- ismaður og fyrrverandi umhverf- isráðherra. Fundarstjóri verður Mörður Árnason, formaður Græna netsins. Fundurinn fer fram í húsi Sam- fylkingarfélagsins á Hallveigarstíg 1, 2. hæð, og eru allir velkomnir. Fundur um loftslagsráðstefnu Í DAG, miðvikudag, er alþjóða- dagur Sameinuðu þjóðanna um af- nám ofbeldis gegn konum. Dag- urinn markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Í tilefni dagsins standa mannrétt- indasamtök og Kvennahreyfingin á Íslandi fyrir ljósagöngu til að vekja athygli á ofbeldi gegn konum og hvetja til aðgerða. Lagt verður af stað frá Þjóðmenningarhúsinu kl. 19 og gengið niður að Sólfarinu þar sem friðarsúla verður tendruð kl. 19.45. Yoko Ono sendir friðar- kveðju í tilefni dagsins og ljósa- göngunnar, en þetta er í fyrsta skipti sem ljós Friðarsúlunnar er tileinkað sérstöku málefni; alþjóða- degi um afnám ofbeldis gegn kon- um. Ljósaganga í kvöld UNIFEM á Ís- landi fagnar 20 ára afmæli sínu í dag. Efnt verður til afmælishátíðar í Þjóðleikhúskjall- aranum frá kl. 17. Jóhanna Sig- urðardóttir for- sætisráðherra ávarpar gesti, konur úr Sinfóníuhljómsveit Ís- lands spila, Ólína Þorvarðadóttir kveður rímur, trúðurinn Gjóla varpar ljósi á kvennasáttmála SÞ, Auður Jónsdóttir skáldkona flytur ljóð, Lina Mazar segir frá reynslu sinni í flóttamannabúðum í Írak, Ellen Kristjánsdóttir og dætur taka lagið og einnig verður rætt við stofnendur UNIFEM. Veislustjóri er Eva María Jónsdóttir og boðið verður upp á léttar veitingar. UNIFEM heldur afmælisfagnað Jóhanna Sigurðardóttir Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is REFASKYTTUR vilja að ríkið haldi áfram að endurgreiða sveitar- félögum vegna veiða á ref og mink enda sé það akkur fyrir alla. „Okkur finnst þessi ákvörðun mjög aulaleg,“ segir Guðbrandur Sverrisson, bóndi á Bassastöðum í Steingrímsfirði og refaskytta, um tillögu umhverfisráðherra þess efnis að fella niður fyrrnefndar greiðslur. Hann bendir á að með ákvörðuninni spari ríkið ekki eina einustu krónu og ljóst sé að það hagnist á refaveið- um vegna þess að það fái meira í sinn snúð í formi skatta en það borgi fyrir skottin enda greiði það aðeins 30% gjaldsins. Auk þess sé mikil- vægt að grisja stofninn jafnt um allt land til að vernda fuglastofna. Misræmi Guðbrandur segir að misræmi sé á milli útgjalda sveitarfélaga vegna refaveiði og það sé eitt helsta vanda- málið. Stærri sveitarfélög greiði ekkert, önnur greiði skottaverðið en smærri sveitarfélögin sitji uppi með mesta kostnaðinn. Þetta geri það að verkum að veiðimenn leiti meira í þau sveitarfélög sem greiði fyrir skottin og kerfið sé því óréttlátt. Guðbrandur segir að umræða um dýrbít hafi aukist á ný undanfarin fimm ár og þar sem sé meira um ref eins og á Hornströndum sé nánast ekkert mófuglalíf. Mófuglinn komi á vorin og syngi fallega fyrir ferða- menn og verpi, refurinn hirði fugla og egg og allt þagni. Mikilvægt sé því að refastofninn fari ekki upp fyr- ir um 7.000 dýr, en hann hafi tekið kipp eftir að líffræðingur kom í stöðu veiðistjóra. Refaskyttur segja ríkið græða á refaveiðum Vilja samræmdar aðgerðir um allt land til þess að halda fjölda refa í skefjum Ær Illa farin eftir dýrbít.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.