Morgunblaðið - 25.11.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.11.2009, Blaðsíða 27
Menning 27FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2009 Í FYRRADAG hófst loks sala á plötu Susan Boyle, sem margir hafa beðið með mikilli óþreyju. Susan Boyle vann sem kunnugt er hugi og hjörtu umheimsins með þátttöku sinni í sjónvarpsþættinum Britain’s got Talent fyrr á árinu og vakti mik- ið umtal í kjölfarið. Danska blaðið Berlingske Tid- ende fullyrðir að í netversluninni amazon.com hafi aldrei áður sést jafn svimandi tölur í fyrirframpönt- unum, en amazon hefur ekki gefið upp hve margir höfðu pantað plöt- una áður en hún kom út. Söluáætlanir hækkaðar Bresku blöðin spá plötunni, sem heitir I Dreamed a Dream, metsölu og Telegraph sagði frá því í gær að þar í landi væri búist við því að um 150 þúsund plötur myndu seljast fyrsta daginn. Þar kemur fram að í plötuverslunum HMV hafi salan strax rokið í þann fjölda sem flestar vinsælustu plöturnar ná á viku. HMV hafi reiknað með að salan fyrstu vikuna myndi ná 300 þúsund pundum, en að eftir fyrsta dag hafi sú áætlun verið hækkuð í 400 þús- und pund. Skotar ekki nískir í kaupunum Í verslunum HMV í Skotlandi, þar sem Boyle býr er salan gríðarleg og þar kaupa margir nokkur eintök af plötunni. Hjá HMV var sömu sögu að segja og á amazon.com, þar hafði ekki annað eins sést í fyrirframpönt- unum áður en platan kom út. Ef fram heldur sem horfir kann Susan Boyle að slá bresku stráka- poppsveitinni Take That við, en í fyrra setti plata þeirra The Circus sölumet og seldist í rúmlega 432 þúsund eintökum fyrstu vikuna. Það þykir athyglisvert að það er fólk á öllum aldri sem kaupir plötu Susan Boyle og því er jafnframt spáð að engin jólagjöf verði vinsælli þetta árið í Bretlandi en þessi plata. Í Bandaríkjunum er Susan Boyle- æðið engu minna og búist er við því að platan verði metsöluplata þar eins og austan hafsins. Vestra er nú verið að gera stóran sjónvarpsþátt um Susan Boyle sem frumsýndur verður 13. desember. Susan Boyle rifin út Virðist ætla að slá Take That við Susan Boyle Slær sölumet. Í DAGSKRÁ í Þjóðmenning- arhúsinu í dag ræðir Árni Bergmann um sagnaritun Rússa og norræna bókmennta- hefð út frá nýútkomnu verki í Lærdómsritaröð Hins íslenska bókmenntafélags, Rússa sögur og Ígorskviða, sem Árni þýddi og skrifaði ítarlegar skýringar við. Dagskráin hefst kl. 17.15. Sigurður Líndal, forseti Hins íslenska bókmennta- félags, flytur ávarpsorð í byrjun dagskrár og sendiherra Rússlands, Victor Tatarintsev, greinir frá þýðingu útgáfunnar fyrir menningartengsl landanna. Í ritinu eru þekktustu verk rússneskra bókmennta til forna. Bókmenntir Árni fjallar um Rússa sögur Árni Bergmann INGA Dóra Björnsdóttir mannfræðingur fjallar í opnum hádegisfyrirlestri í dag, mið- vikudag, í stofu 102 á Há- skólatorgi, um frumkvöðlastarf Ásu Guðmundsdóttur Wright á sviði náttúruverndar og vís- inda. Fyrirlesturinn er haldinn í tilefni af útkomu ævisögu Ásu sem Inga Dóra hefur skrifað. Árið 1967 var fyrsta nátt- úrufriðland í Karíbahafinu opnað á eyjunni Trínidad. Einn aðalhvatamaður og eigandi landsins var hin íslenska Ása Guð- mundsdóttir Wright og ber svæðið nafn hennar. Ása er m.a. kunn hér fyrir styrktarsjóð er hún stofnaði til minningar um eiginmann sinn. Fræði Frumkvöðlastarf Ásu G. Wright Inga Dóra Björnsdóttir FORLAGIÐ og Verðlauna- sjóður íslenskra barnabóka auglýsa þessa dagana eftir handritum að skáldsögum fyrir börn og unglinga. Sagan skal vera að lágmarki 50 blaðsíður að lengd en ekki er gert ráð fyrir því að verðlaunasagan sé myndskreytt. Skilafrestur í samkeppninni um Íslensku barnabókaverð- launin er 1. febrúar næstkom- andi. Dómnefnd velur besta handritið og kemur það út hjá Forlaginu að ári. Verðlaunin nema 500 þúsund þrónum, auk höfundarlauna. Þvílík vika eftir Guðmund Brynjólfsson hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin í ár. Bókmenntir Leitað að handriti að barnabók Börn eru áhuga- samir lesarar. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞETTA er svo fjölbreytt og spurn- ing hvar ég á að byrja,“ segir Hildur Hermóðsdóttir útgefandi í bókaút- gáfunni Sölku aðspurð um útgáfu forlagsins fyrir jól. Salka einblínir reyndar ekki á jólabókaflóðið og gef- ur út bækur jafnt og þétt allt árið. Titlarnir í ár eru um fjörutíu. Fimmta barnið frá Eyrúnu „Við gefum ekki út margar skáld- sögur, en erum þó með eina íslenska, léttan krimma eftir Eyrúnu Tryggvadóttur. Í fyrra kom út bók hennar Hvar er systir mín, og nú gefum við út bókina Fimmta barnið. Við erum með þýddar skáldsögur, Vesturfarana eftir Vilhelm Moberg, söguna sem sjónvarpsþættirnir voru gerðir eftir, og margir muna. Við gefum út tvær bækur eftir Sophie Kinsella, sem skrifar bókaröðina um kaupalkann. Þær nýju heita Kaup- alkinn í New York og Manstu mig?“ Salka gefur út þrjár ævisögur, tvær íslenskar; Elfa Gísla, sem Anna Ólafsdóttir Björnsson skráði og ævi- sögu Hallgríms Jónssonar frá Laxa- mýri. „Hann var þekktur íþrótta- maður, lögreglumaður og sundlaugarstjóri. Bókin heitir Reynsluslóðir og er samfélagslýsing og lýsing á íþróttaferli hans.“ Tíu ára og fráskilin Þriðja bókin sem Hildur nefnir í þessum flokki heitir Ég er Nujood, tíu ára og fráskilin, og er skráð af franska blaðamanninum Delphine Minoui. „Þetta er mjög forvitnileg bók og komst í fréttir fyrr á árinu. Hún er um tíu ára stúlku í Jemen sem fékk því framgengt að fá að skilja við eiginmann sinn.“ Ljóðabækur eftir Unni Sólrúnu Bragadóttur og Kristján Hreinsson koma út hjá Sölku núna og fyrr á árinu komu Passíusálmarnir út hjá forlaginu með nýju útliti. Meðal barnabóka sem Salka gefur út nú er Galdrasteinninn, skáldsaga fyrir 10 - 12 ára krakka eftir Hörpu Dís Hákonardóttur, sextán ára. „Þetta er hennar fyrsta bók, en merkilega góð saga eftir þetta unga stúlku.“ Hildur nefnir einnig söguna Ég skal vera dugleg eftir Lovísu Maríu Sigurgeirsdóttur, sem segir frá því í bók sinni þegar hún þurfti að liggja langdvölum á spítala þegar hún var barn. „Þetta er mjög hríf- andi saga,“ segir Hildur. Margar fleiri forvitnilegar barna- bækur koma út hjá Sölku í ár. Fjölbreytt útgáfa handbóka Salka hefur alltaf verið sterk í út- gáfu ýmiss konar handbóka og bóka sem gjarnan eru flokkaðar sem bækur almenns efnis. Þar má nefna uppskrifta- og handavinnubækur og sjálfshálparbækur hvers konar. Í þeim flokki má nefna Sælkeragöng- ur um París eftir Sigríði Gunnars- dóttur, sem Hildur segir mjög fal- lega og skemmtilega og Súpu og stól sem er líka mjög sérstök. Bókum fyrir ferðamenn fjölgar í útgáfu Sölku, en þar má nefna tvær nýjar bækur í röðinni sem hófst með bókinni 50 Crazy things to do in Ice- land eftir Snæfríði Ingadóttur og Þorvald Örn Kristmundsson. „Og akkúrat núna er bókin Áin að skríða út úr prentsmiðunni, bók um Laxá í Aðaldal eftir Bubba Mort- hens með myndum eftir Einar Fal Ingólfsson. Henni fylgir diskur með kvikmyndinni um Laxá sem sýnd var í sjónvarpinu í haust. Þetta er gullfalleg bók og hönnuð af Jóni Ás- geiri Hreinssyni sem er mikill snill- ingur á sínu sviði. Konur eiga orðið, allan ársins hring, er svo óskabarnið okkar. Það er alíslensk dagbók og í hverri viku er skemmtilegur texti eftir íslenska konu, myndskreyttur við hæfi.“ Alíslenskar bækur  Bókaforlagið Salka gefur út um 40 bækur í ár  Þýddir titlar hlutfallslega fáir  Bók Bubba um Laxá í Aðaldal meðal titla og saga 10 ára fráskildrar stúlku í Jemen Morgunblaðið/RAX Útgefandinn Hildur Hermóðsdóttir segir þau hjá bókaútgáfunni Sölku ekki einblína á jólabókaflóðið og gefa út bækur jafnt og þétt allt árið um kring. salka.is TVÆR jólaplötur Hamrahlíðarkórs- ins eru fyrir löngu orðnar klassík meðal íslenskra jólaplatna, hljóm- platan Ljós og hljómar, sem kom út árið 1978 og geislaplatan Íslenskir jólasöngvar og Maríukvæði sem kom út árið 1996. Nú hefur kórinn, undir stjórn kór- stjóra síns frá upphafi, Þorgerðar Ingólfsdóttur, gefið út þriðju jóla- plötuna, en hún heitir Jólasagan, og kemur út hjá Smekkleysu. Þar er fléttað saman tónverkum frá endurreisnar- og barokktím- anum og íslenskum og erlendum jólasöngvum. Saga jólaguðspjallsins er sögð í tónum og atburðarás sög- unnar fylgt frá fyrirheitinu um fæð- ingu Krists til söngva englanna, fjár- hirðanna og vitringanna. Guðný Einarsdóttir, kantor í Fella- og Hólakirkju, leikur orgelverk milli kórverkanna. Í tilefni af útgáfu geisladisksins heldur kórinn tónleika í Kristskirkju í Landakoti í kvöld kl. 20. Á tónleikunum syngja kórsöngv- arar á aldrinum 16-21 árs, 121 tals- ins, tónverk af nýju plötunni og fleira. Þar má nefna lofsönginn fal- lega Alta Trinita beata frá 15. öld; Jubilate Deo eftir Orlandus Lassus, Sing Joyfully eftir William Byrd, Cantate Domino eftir Hans Leo Hassler og Jólasöng eftir Huga Guð- mundsson sem hann samdi árið 1977 við ljóð eftir Steingrím Thor- steinsson. Guðný leikur meðal ann- ars Prelúdíu og fúgu í D-dúr, BWV532 eftir Bach. Allir eru velkomnir og er ókeypis inn á tónleikana. Jólasagan sögð í tónum Morgunblaðið/Golli Hamrahlíðarkórinn Þriðja jólaplata kórsins, Jólasagan, kemur út. Hamrahlíðarkórinn fagnar jólaplötu með tónleikum í Kristskirkju Hildur tekur undir það sem heyrst hefur frá öðrum útgefendum, að þrátt fyrir kreppu, standi bóka- útgáfa prýðilega. „Það er aukning hjá okkur frá því í fyrra og töluvert meiri sala á fyrri hluta þessa árs en á sama tíma árið á undan. Ég er bjartsýn fyrir jólamarkaðinn. Fólk hefur ef til vill meiri tíma til að lesa, og handbækur, föndur og prjónabækur eru vinsælar, sem bendir til þess að fólk hafi tíma til að dunda sér heima. Í bókum er líka alltaf hægt að finna hæfilega gjöf á hæfilegu verði. Mér hefur fundist bóksala aukast undanfarin ár. Það var lengi þannig að fólk keypti bækur fyrir jólin eða til stórgjafa. Núna er bóksala í gangi allt árið og fólk grípur bækur allt árið fyrir sjálft sig. Þetta er breyt- ing frá því sem áður var.“ Hildur segir að meirihluti þess sem Salka gefur út séu íslenskar bækur og útlendu titlarnir hlut- fallslega fáir. „Það er alveg öruggt að þetta er ekki alltaf auðveldasta leiðin, en hún er skemmtileg. Fólk kaupir bækur allt árið Maður er alltaf spurður út í þetta, hvort ekki sé eitthvað að fara að gerast. 28 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.