Morgunblaðið - 25.11.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.11.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2009 GUÐMUNDUR Pét- ursson hæstaréttar- lögmaður andaðist síð- astliðinn föstudag, 92 ára að aldri. Guðmundur fæddist í Reykjavík 25. júlí 1917. Foreldrar hans voru Þórunn Ingi- björg Guðmundsdóttir húsfreyja og Pétur Magnússon hrl., bankastjóri, alþing- ismaður og ráðherra. Guðmundur varð stúd- ent frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1938 og lauk lagaprófi frá Há- skóla Íslands árið 1947. Hann varð héraðsdómslögmaður 1948 og hæstaréttarlögmaður 1958. Guðmundur varð fulltrúi á mál- flutningsskrifstofu Einars B. Guð- mundssonar og Guðlaugs Þorláks- sonar árið 1947. Árið 1948 gerðist hann meðeig- andi að stofunni. Málflutnings- stofan hefur starfað óslitið frá árinu 1907, stofnuð af Sveini Björnssyni, og er elsta starfandi lög- mannsstofa landsins. Hún heitir nú Logos. Guðmundur starf- aði við málflutnings- störf fram að áttræðu, eða í um 50 ár. Alls flutti hann yfir 1.000 mál fyrir dómstólum á sínum lögmanns- ferli. Síðasta málið sem Guðmundur flutti var jafnframt fyrsta málið sem flutt var í hinu nýja húsi Hæstaréttar við Lindargötu. Guðmundur lætur eftir sig eig- inkonu, Sigríði Ingibjörgu Níels- dóttur, og þrjá syni. Útför hans verður gerð frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 30. nóvember nk. og hefst hún klukkan 13. Andlát Guðmundur Pétursson RÚMLEGA 10 milljarðar fara í vaxtabætur á næsta ári, en ekki 7,7 milljarðar eins og gert var ráð fyrir í fjárlaga- frumvarpinu. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráð- herra segir að fjármagn til þessa málaflokks hafi verið tryggt með auðlegðargjaldi, en tillaga um það mun koma fram á þingi í tengslum við afgreiðslu fjárlagafrum- varpsins. Samkvæmt fjárlögum þessa árs áttu 7.770 milljónir að fara í vaxtabætur á árinu, en ríkisstjórnin ákvað hins vegar í mars að hækka vaxtabætur um 25% til að koma til móts við fjölskyldur sem skulda mikið í húsnæði. Ekki var gert ráð fyrir þessari viðbót í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Ríkisstjórnin hefur hins vegar ákveðið að svipuð upp- hæð verði greidd í vaxtabætur á næsta ári og á þessu ári eða rúmlega 10 milljarðar. egol@mbl.is 10 milljarðar í vaxtabætur á næsta ári Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is DANMÖRK er það land sem orðið hefur fyrir valinu hjá flestum brott- fluttum Íslendingum það sem af er árinu. Alls hafa 1.338 Íslendingar flutt til Danmerkur á fyrstu 9 mán- uðum ársins, en Noregur fylgir fast á eftir því þangað fluttu 1.123 Ís- lendingar á sama tíma skv. Hagstof- unni. Þúsund fleiri til Noregs en áður Mikil sprenging hefur orðið í vin- sældum Noregs, því frá janúar og fram í september hafa rúmlega fjór- um sinnum fleiri Íslendingar flutt þangað en allt árið í fyrra. Síðustu 10 árin hafa að meðaltali um 325 Íslendingar flutt til Noregs árlega og stefnir því í að 1.000 fleiri Íslendingar flytji þangað í ár en tíðk- ast hefur. Fjöldi brottfluttra Íslend- inga til Danmerkur hefur hinsvegar verið á svipuðu róli síðustu árin, um 1.410 að meðaltali og virðist kreppan ekki hafa haft sérstök áhrif á straum Íslendinga þangað, hann er alltaf jafnmikill, óháð góðæri eða kreppu. Allt í allt hefur hinsvegar ekki ver- ið meiri brottflutningur af landinu en nú síðustu tæpu 50 árin, en tölur Hagstofunnar ná ekki lengra aftur en til 1961. Frá janúar til september hafa þannig 4.021 íslenskur ríkis- borgari flutt burt en tæplega helm- ingi færri, eða 2.072 flutt aftur heim. Metárið síðustu hálfa öldina var áður 1995, þegar aðeins 1.029 Ís- lendingar sneru heim á móti 3.566 sem yfirgáfu landið á miðju sam- dráttarskeiði í efnahagnum. 315 fleiri karlar en konur burt Töluverðar sveiflur eru á mismun aðfluttra og brottfluttra síðustu 20 árin en topparnir eru árin 1989 þeg- ar 1.148 fleiri fluttu burt, 1995 eins og áður segir, 2002 þegar 1.020 fleiri fluttu á brott og loks árið í ár þar sem mismunurinn er mestur. Þau lönd sem koma næst á eftir Noregi og Danmörku eru m.a. Sví- þjóð, Bandaríkin og Bretland. Ef litið er til aldursdreifingar sést að síðustu 20 árin er aldurshópurinn 20-27 ára almennt langfjölmennast- ur þeirra sem flytja til útlanda. Hlut- fallið á milli kynja er almennt nokk- uð jafnt þótt í ár hafi ívið fleiri karlar farið, eða 2.168 á móti 1.853 konum. Brottflutningur íslenskra ríkisborgara 4.500 4.000 3.500 3.000 2.500 2.000 1.500 1.800 1.600 1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 0 Aðfluttir og brottfluttir íslenskir ríkisborgarar Brottfluttir eftir löndum janúar–september 2009 Brottfluttir alls (Þar af ísl. ríkisborgarar) Flutt til: NO DK FI SE FO CA US PL NL UK 1.186 (1.123) 1.454 (1.338) 57 (24) 655 (567) 47 (0) 88 (44) 232 (154) 1.714 (44) 44 (23) 212 (156) 2.883 1.735 3.566 1.929 2.817 3.294 1989 2009* (*jan.-sept.) 1.637 brottfluttir umfram aðflutta (1995) 1.947 brottfluttir umfram aðflutta (2009*) Fleiri flytjast til útlanda en nokkru sinni fyrr  Flestir brottfluttir til Danmerkur  1.947 fleiri Íslendingar fluttu burt af landinu en til þess fyrstu níu mánuði ársins Morgunblaðið/Brynjar Gauti www.noatun.is KJÖTFARS NÝTT KR./KG399 VERÐ FRÁBÆRT Ódýrt og gott fyrir alla 49% afsláttur 779 BBESTIR Í KJÖTI ÚRKJÖTBOR ÐI ÚR KJÖTBORÐI Eftir Andra Karl andri@mbl.is UNGUR maður sem leitaði sér að- hlynningar á slysadeild Landspítala aðfaranótt sunnudags reyndi að stilla til friðar þegar til áfloga kom á biðstofunni. Hann uppskar pip- arúða lögreglu í andlitið, án viðvör- unar að eigin sögn. Geir Jón Þór- isson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins, seg- ir að farið verði yfir málið svo hægt sé að læra af því. Ungi maðurinn leitaði á slysa- deildina ásamt félaga sínum eftir að ráðist var á þá í miðborginni. Hann segir árásina hafa verið með öllu tilhæfulausa. Ekki voru áverkanir miklir en þó þannig að betra var að láta líta á þá. Þegar komið var á biðstofu slysa- deildarinnar sáu þeir þar mann sem félaginn kannaðist við. Skömmu síð- ar kom inn á deildina annar maður. Tóku út stærsta manninn Ungi maðurinn var við af- greiðsluborðið þegar hann heyrði að maðurinn sem kom inn var að rífast við þann sem fyrir var á bið- stofunni. Fyrr en varði hófust áflog og reyndi félagi hans að stilla til friðar. Þegar hann fór að fá högg gekk maðurinn sjálfur á milli. Það næsta sem hann vissi var að lög- reglumaður sprautaði piparúða í andlitið á honum. Kveður hann magnið hafa verið óheyrilegt. „Það var alveg greinilegt að taka átti út stærsta manninn fyrst,“ seg- ir maðurinn sem er þrekvaxinn og um tveir metrar á hæð. Félagi hans fékk einnig úða í augun. Þar sem hann stóð við salernið hljóp hann til og undir vatnsbunu. Hann segir lögreglumann hafa öskrað á sig: „Mér var sagt að vera bara undir vatninu því ég myndi hvort eð er ekki jafna mig næsta klukkutímann.“ Hann var síðar færður af biðstof- unni og inn á sjúkrastofu. Viðkvæði lögreglumannanna var þá annað og betra. Þegar hann loksins gat opn- að augun, um 45 mínútum síðar, báðu lögreglumenn hann afsökunar á framferði sínu. Þeir hefðu séð af öryggismyndavélum hvers kyns var. Einnig upplýstist þá að hann og félagi hans urðu verst úti en áflogahundarnir sluppu við piparúð- ann. Maðurinn segir nóttina þá verstu sem hann hafi upplifað. Fyrir það fyrsta hafi verið ráðist á hann í miðborginni og svo aftur á biðstof- unni. Eftir að yfir lauk hafi hann verið uppgefinn og helst þráð faðm- lag. Í fjölmiðlum hefur komið fram að flestir sem tóku þátt í slagsmál- unum hafi verið undir áhrifum örv- andi vímuefna. Maðurinn segir það alls ekki eiga við um sig né félaga sinn, enda hafi lögreglumenn ekki séð ástæðu til að athuga með það. Gagnrýni mannsins beinist fyrst og fremst að því að lögreglumað- urinn hafi ekki gefið viðvörun áður en hann sprautaði úr úðabrúsanum. Hann hefði verið fljótur að bakka enda ekki haft neinna hagsmuna að gæta. Þá þykir honum undarlegt að einn lögreglumaður sé á vakt og í stöðu til að taka á slagsmálum ef þau koma upp. Farið yfir atvik næturinnar Geir Jón segir það brot á vinnu- reglum hafi lögreglumaðurinn ekki varað fólkið við áður en hann úðaði. Þegar lögreglumaður lítur svo á að hann haldi ekki utan um ástandið getur það þó gerst að hann nái ekki að vara við. Geir Jón fundar með starfsfólki slysadeildarinnar á morgun þar sem farið verður yfir atvikin, m.a. viðbrögð lögreglumannsins. „Við sjáum svo hvað betur mátti fara og lærum af reynslunni.“ Farið verður yfir gæsluna á slysadeild um helgar og hvort fjölga þurfi þar lög- reglumönnum. Varð verst úti þrátt fyrir að hafa reynt að stilla til friðar Áflogahundar fengu ekki yfir sig varnarúða Morgunblaðið/ÞÖK ÚTSENDINGARTÍMI Mbl frétta á SkjáEinum breytist frá og með deginum í dag. Fréttatími dagsins fer í loftið kl. 18.15 og er svo endur- sýndur klukkan 19.30. „Við ákváðum í kjölfar þess að SkjárEinn er nú í læstri dag- skrá að breyta útsending- artíma. Það var tæknilega erf- itt að halda gamla endursýningartímanum í miðri læstri dagskrá,“ segir Hlynur Sigurðsson fréttastjóri sjónvarpsfrétta mbl.is. „Breytingin þýðir að við er- um fyrsti sjónvarpsfréttatími dagsins klukkan 18.15. Við- tökurnar hafa verið ótrúlega góðar, það er greinilega markaður fyrir snarpar og já- kvæðar fréttir,“ segir Hlynur. Fréttirnar verða sem fyrr aðgengilegar á mbl.is, bæði fréttatíminn í heild og hvert innslag. sbs@mbl.is Mbl-fréttir verða fyrsti sjónvarps- fréttatími kvöldsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.