Morgunblaðið - 25.11.2009, Síða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2009
Árið 1997 var Ingibjörg SólrúnGísladóttir borgarstjóri. Sama
ár var Össur Skarphéðinsson svili
Ingibjargar.
Hinn 11. september 1997 var Aktutaktu veitt leyfi til að reisa sölu-
skála á lóð við Ánanaust í Reykjavík.
Hinn 24. sama mánaðar fékk Aktu
taktu bréf frá Reykjavíkurborg um
að stöðva framkvæmdir. Ástæðan
var sögð andmæli íbúa í nágrenninu.
Meðal íbúa í húsi sem skreytt varstóru andmælaskilti vegna fyr-
irhugaðs söluskála Aktu taktu var
Össur Skarphéðinsson.
Aktu taktu sá sig að lokum knúiðtil að höfða mál þar sem borgin
hefði brotið á rétti fyrirtækisins og
fyrir skömmu féll dómur Hæsta-
réttar í málinu. Dómurinn féllst á
sjónarmið Aktu taktu og dæmdi
Reykjavíkurborg til að greiða fyr-
irtækinu rúmar 55 milljónir króna.
Sú ákvörðun Reykjavíkurborgarað láta undan kröfu svila borg-
arstjóra og stöðva löglegar fram-
kvæmdir einkafyrirtækis varð borg-
inni því afskaplega dýrkeypt.
Einhverjir myndu jafnvel tala umhneyksli í þessu sambandi og
halda því fram að þarna hefði átt sér
stað pólitísk spilling.
Ekki kæmi á óvart þótt ÖssurSkarphéðinsson og Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir myndu gera það
væru þau ekki í senn leikskáld og í
aðalhlutverkum í þessu dýra drama.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og
Össur Skarphéðinsson.
Ingibjörg, Össur og milljónirnar 55
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 3 skýjað Lúxemborg 9 skýjað Algarve 14 heiðskírt
Bolungarvík 2 rigning Brussel 10 skýjað Madríd 1 heiðskírt
Akureyri 2 rigning Dublin 12 skúrir Barcelona 9 heiðskírt
Egilsstaðir 2 rigning Glasgow 12 skúrir Mallorca 6 heiðskírt
Kirkjubæjarkl. 1 léttskýjað London 15 skýjað Róm 6 léttskýjað
Nuuk -6 léttskýjað París 13 skýjað Aþena 9 skýjað
Þórshöfn 6 skýjað Amsterdam 10 léttskýjað Winnipeg 1 alskýjað
Ósló 2 heiðskírt Hamborg 9 skýjað Montreal 0 léttskýjað
Kaupmannahöfn 8 léttskýjað Berlín 10 skýjað New York 9 alskýjað
Stokkhólmur 7 skýjað Vín 5 heiðskírt Chicago 6 þoka
Helsinki 7 skúrir Moskva 4 skúrir Orlando 20 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
25. nóvember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5.55 1,6 12.24 3,0 18.49 1,5 10:29 16:01
ÍSAFJÖRÐUR 1.46 1,4 7.46 0,8 14.22 1,6 20.55 0,7 11:00 15:40
SIGLUFJÖRÐUR 4.19 0,9 10.12 0,5 16.33 1,0 22.56 0,4 10:44 15:22
DJÚPIVOGUR 2.43 0,8 9.13 1,5 15.41 0,8 21.54 1,5 10:05 15:25
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á fimmtudag
Norðaustan 10-15 m/s og él, en
léttskýjað sunnan- og vest-
anlands. Hiti 0 til 4 stig við suð-
ur- og austurströndina, en ann-
ars frost 0 til 4 stig.
Á föstudag og laugardag
Norðaustan 8-10 m/s og skýjað
með köflum, en stöku él úti við
sjóinn. Frost 0 til 5 stig við sjáv-
arsíðuna, en allt að 12 stigum í
innsveitum.
Á sunnudag og mánudag
Útlit fyrir norðlæga átt með élj-
um, einkum norðanlands, og
áfram kalt veður.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Talsverð rigning austanlands, él
norðan og norðvestan til, en
léttskýjað að mestu sunnan- og
vestanlands. Hiti um og yfir
frostmarki.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Eftir Reyni Sveinsson
Sandgerði | Vélbáturinn Hólmsteinn
GK 20 var fyrir helgi hífður á land í
Sandgerðishöfn og fluttur að
byggðasafninu á Garðskaga þar sem
hann verður einn safngripanna.
Hólmsteinn, sem er 43 tonna trébát-
ur smíðaður í Hafnarfirði 1946, hef-
ur róið frá Sandgerðishöfn í 51 ár og
verið happafley með farsæla útgerð-
arsögu. Sl. þrjú ár lá báturinn þó við
bryggju í Sandgerðishöfn, allt þar til
siglt var á hann fyrir nokkrum vik-
um með þeim afleiðingum að hann
sökk. Eftir Hólmsteini var komið
aftur á flot var farið að huga að
flutningi hans í byggðasafnið á
Garðskaga, en safnið hafið fengið
hann að gjöf frá útgerðarfélaginu
Nesfiski ehf. í Garði.
Hólmsteini var siglt að norður-
garði hafnarinnar þar sem tveir öfl-
ugir kranar hífðu hann á flutn-
ingavagn er kom honum á
leiðarenda.
Hólmsteinn GK 20
í sinni síðustu sjóferð
Morgunblaðið/Reynir
Hólmsteinn Kominn á leiðarenda við Byggðasafnið á Garðskaga.
Milljónaútdráttur
Þar sem eingöngu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigandi bæði að
hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti.
Birt með fyrirvara um prentvillur.
11. flokkur, 24. nóvember 2009
Kr. 1.000.000,-
274 B
3338 B
4335 B
21212 B
21413 E
27744 B
29995 B
40306 G
51224 H
56765 F
Til hamingju
vinningshafar