Morgunblaðið - 25.11.2009, Síða 15
Daglegt líf 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2009
Sem betur fer eru flest sambönd ungs fólkshamingjusöm og farsæl en því miður þekkistað sum þeirra séu ofbeldisfull. Ofbeldi í sam-böndum ungs fólks getur orðið mjög alvar-
legt og hafa ber í huga að á þessum árum eru lífs-
viðhorf að mótast. Flestir ofbeldismenn hófu feril
sinn ungir og því er mikilvægt að grípa strax inn í ef
slík hegðun kemur fram.
Sá sem verður fyrir ofbeldi getur þurft að kljást
við afleiðingar af ýmsum toga. Sem dæmi má nefna
lágt sjálfsmat, þunglyndi, misnotkun áfengis eða
vímuefna og áfallastreitu.
Unglingur sem beitir aðra ofbeldi (í samböndum)
þarf að fá aðstoð við að breyta hegðun sinni og átta
sig á að slík hegðun verði ekki liðin. Meðal einkenna
sem unglingur sem beitir ofbeldi getur verið að sýna
eru erfiðleikar við að takast á við vonbrigði eða reiði,
léleg félagsfærni, að nota ofbeldi eða hótanir til að
leysa vandamál og slök sjálfsmynd.
Hlutverk foreldra
En hvað getum við foreldrar gert til þess að koma
í veg fyrir að unglingarnir beiti ofbeldi?
Við kennum börnum okkar ungum að það megi
ekki slá aðra en þótt þau hafi lært það þá má ekki
sofna á verðinum. Við verðum alltaf að vera að upp-
færa þá þekkingu sem við miðlum til barnanna okkar
(hver er t.d. ennþá með Word Perfect forritið í tölv-
unni sinni?). Með því að ræða opinskátt um samskipti
kynjanna og kynjaímyndir gefast tækifæri til að leið-
rétta misskilning, miðla þekkingu og efla tengslin við
hálfstálpuð börn okkar. Oft þarf að leyfa þeim að
hafa frumkvæði; hver kannast ekki við ranghvolfd
augu þegar spurt er: Hvernig var í skólanum í dag?
Verum opin fyrir því þegar þau vilja ræða eitthvað.
Samskipti og virðing
Oft er undanfari ofbeldis einhvers konar sam-
skiptavandi og þar ríður á að við séum góðar fyr-
irmyndir. Getum við sjálf leyst vandamál án þess að
grípa til hótana eða niðurlægjandi talsmáta? Við
þurfum að kenna þeim virðingu í samskiptum og að
þau geti krafist þess sama í samskiptum við aðra.
Reiðist börnin okkar auðveldlega er hægt að kenna
þeim að þekkja einkenni reiði og einfaldar aðferðir til
að losa um hana, svo sem að telja upp að tíu eða yf-
irgefa staðinn til að jafna sig.
Við lausn vandamála þarf að læra að semja um
hlutina og átta sig á að oft þarf maður að gefa eitt-
hvað eftir. Samningar eiga ekki að vera þannig að
annar aðilinn sigri. Hægt er að þjálfa samningagerð
smátt og smátt, með því t.d. að leysa minniháttar
vandamál og kenna börnunum að setja sig í spor ann-
arra.
Einnig er gott að geta sagt skýrt frá því hvers
maður óskar sér, jafnvel þótt ekki sé hægt að verða
við því. Við getum ekki gert ráð fyrir að fólk viti
hvað það er sem við viljum ef við segjum ekki frá
því! Vefsíðan umhuga.is er um sambönd ungs fólks
og þar er margt gagnlegt fræðsluefni, jafnt fyrir for-
eldra sem ungt fólk.
hollráð um heilsuna | lýðheilsustöð
Ofbeldi í samböndum ungs fólks
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Krepptur hnefi „Ofbeldi í samböndum ungs fólks getur
orðið mjög alvarlegt og hafa ber í huga að á þessum ár-
um eru lífsviðhorf að mótast.“
Nú liggja margir með svína-flensu. Davíð Hjálmar Har-
aldsson frétti af einum:
Liggja veit ég vesaling
vælandi, með drullusting.
Ástand sitt hann sýtir.
Kaldsveittur, með hörund heitt,
hugsar sljór því ei skilst neitt
er hann rámur rýtir.
Pétur Stefánsson yrkir mansöng
að gefnu tilefni:
Áður fyrr þá ortu menn í erg og gríð,
oftast nær um dug og dáð,
dyggðir, trú og heillaráð.
Alltof fáir yrkja núna eins og þá.
Kveða helst með kurt og pí
um konur, sex og fyllirí.
Einnig stefja ýmsir menn um efnahag,
eða þessi Icesave-lög
sem almenningur hræðist mjög.
Sárafáir semja brag um sól og vor,
en ljóða stíft um stjórnarfar
og stöðug áhrif kreppunnar.
Heilsulítill, hóstandi með höfuðverk.
Ekki vantar í mig kjark.
Upp skal hefja ljóðaþjark.
VÍSNAHORN | pebl@mbl.is
Af flensu og mansöng
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
É
g ákvað einfaldlega að
hætta að vera sú
manneskja sem var
alltaf að fá einhverjar
hugmyndir en gerði
ekkert í málunum,“ segir Bryndís
Haraldsdóttir sem stofnaði í sumar
fyrirtækið Góður dagur. Fyr-
irtækið ber nafn með rentu því það
sem ræður hvaða verkefni fá náð
fyrir augum þess er hversu góður
dagurinn er og hversu góð hug-
myndin er.
„Þetta byrjaði allt á því að Signý
vinkona mín sagði mér að hún væri
að skrifa þrautabókina Heilakrot
fyrir börn. Hún var eitthvað að
vandræðast með að hún gæti ekki
gefið hana út, svo ég greip þetta á
lofti og sagðist geta tekið að mér
að sjá um útgáfuna. Heilakrotið
kom á markað í sumar en þetta er
svona bók sem hentar vel til að
taka með í ferðalagið eða dunda
sér við heimafyrir. Okkur fannst
vanta efni fyrir börn þar sem þau
þurfa að reyna svolítið á heilann,
og fleirum hefur greinilega fundist
það því bókin hefur fengið mjög
góðar viðtökur.“
Danskt skipulag
Verkefni númer tvö sem Bryndís
tók að sér kom til þegar hún hitti
góðan vin í barnaafmæli í haust.
„Hann var nýfluttur heim frá Dan-
mörku og við fórum að spjalla um
ákveðna gerð af skipulagsdagatali
sem við þekkjum frá Danmörku og
eru mjög vinsæl erlendis. Við
ákváðum að skella okkur í að gefa
slíkt dagatal út á íslensku. Það
kom út nýlega og hefur gengið
mjög vel. Ég hélt að það væri erfitt
að koma nýjum vörum að í búðum
en það hefur komið skemmtilega á
óvart hversu vel verslunareigendur
hafa tekið mér. Kannski hefur
þjóðfélagsástandið þau áhrif að
fólk er opnara en áður fyrir öllu
sem er íslenskt.“ Skipulags-
dagatalið gefur fjölskyldunni tæki-
færi til að halda utan um dagskrá
allra í fjölskyldunni á einum stað. Í
desember er svo skráð hvenær
hvaða jólasveinn kemur til byggða
og hvað aðventukertin heita.
Nú er Góður dagur einnig að
þróa nýja útfærslu á skipulags-
dagatölum í samráði við fyrirtæki
sem sinna heimahjúkrun og þjón-
ustu við aldraða, þar sem sér-
staklega er horft til þarfa þess
hóps.
Viljum ekki Disney-væðingu
„Góður dagur leggur áherslu á
að hafa það sem við gerum al-
íslenskt, við höfum nefnilega fengið
alveg nóg af Disney-væðingunni
hér. Við viljum frekar hafa íslensk-
an raunveruleika, íslensk dýr og
fleira í þeim dúr. Núna erum við að
vinna að þrautabók númer tvö en
þar verða þrautir og annað tengt
jólunum. Þessi vöruþróun er í sam-
vinnu við jólasveininn, hann vill
láta hanna íslenskt krefjandi af-
þreyingarefni sem hann getur svo
sett í skóinn hjá krökkum í desem-
ber.
Við erum líka að þróa umbun-
ardagatal til að nota í barnauppeldi
og til stendur að gefa út bók sem
vinkona mín er að skrifa um getn-
að, meðgöngu og fæðingu.“
Verður kannski kaffihús
Nokkur verkefni eru í pípunum
hjá Góðum degi og nægar eru hug-
myndirnar, en Bryndís vill ekki
rasa um ráð fram, segist vera hag-
sýn húsmóðir sem tekur eitt skref í
einu. „Svo kemur bara í ljós í hvaða
átt þetta þróast. Þótt Góður dagur
sé útgáfufyrirtæki núna, þá gæti
það allt eins endað sem kaffihús.
Ýmsar viðskiptahugmyndir hafa
blundað lengi í hausnum á mér og
aldrei að vita hverjar þeirra ég
mun framkvæma,“ segir Bryndís
sem er markaðsfræðingur og starf-
aði um árabil hjá Impru nýsköp-
unarmiðstöð við ráðgjöf fyrir frum-
kvöðla. „Ég var alltaf að segja fólki
að það ætti að ramma sig inn og
halda sig á jörðinni með viðskipta-
hugmyndir sínar, en nú langar mig
til að brjóta sum af þessum hefð-
bundnu lögmálum viðskiptafræð-
innar, af því það er skemmtilegra.“
Athafnamóðirin Bryndís hefur
verið heimavinnandi undanfarin
tvö ár og á þrjú börn sem hún vill
hafa tíma til að sinna. „En ég vil
líka hafa einhver skemmtileg verk-
efni til að vinna að. Ég vil að mín
aðalbækistöð sé heima og að ég
geti tekið á móti börnunum mínum
eftir skóla og haft tíma til að sinna
þeim, meðfram rekstri Góðs dags.“
Góður dagur hjá athafnamóður
Allt sem Góður dagur gerir er alíslenkt. Fyrirtækið
hennar Bryndísar varð til af því henni fannst kominn
tími til að framkvæma eitthvað af öllum þeim hug-
myndum sem hún fær í kollinn. Fyrstu verkefnin eru
útgáfa á Heilabrotum og skipulagsdagatali.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Athafnamóðir Bryndís og Kara, hundur hennar, með fyrstu tvö verkefnin.
J ó l a s ö f n u n
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur
er hafin
Oft var þörf en nú er nauðsyn
Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega
hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349
eða á netfangið maedur@simnet.is.
Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119.
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur,
Hátúni 12b.