Morgunblaðið - 25.11.2009, Side 16

Morgunblaðið - 25.11.2009, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2009 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Svokölluðmatsfyr-irtæki á markaði léku lyk- ilhlutverk þegar fjármálafyrirtæki fóru mikinn í uppganginum eftir aldamót- in síðustu. Þau mátu einnig lánshæfi ríkja og hvers konar fjármálalegra gerninga, þar á meðal flókinna vafninga sem lukust um fjölbreyttar skulda- viðurkenningar, þar á meðal undirmálslána í bland við bankabréf á borð við þau ís- lensku. Margir sjóðir, svo sem norski olíusjóðurinn og gjald- eyrisvarasjóðir ríkja, máttu ekki festa sitt fé í skuldabréf- um sem ekki náðu tilteknu mati þessara fyrirtækja. Áhrif þeirra voru því mikil og sífellt vaxandi. Þeim voru greiddar háar fjárhæðir fyrir slík möt. Eftirlit með þeim sjálfum, vinnubrögðum þeirra og innri reglum var þó mjög takmarkað. Það töldust mikil tíðindi og fagnaðarefni þegar mat á íslenska ríkinu sem fór hækkandi ár frá ári náði loks því marki að fá einkunnina þrefalt A frá stærsta og virt- asta matsfyrirtækinu. Í stuttu máli þýddi sú einkunn að það væri talið jafnlíklegt að Ísland gæti ekki staðið við sínar skuldbindingar og að Bandaríkin og Þýskaland myndu lenda í greiðslu- falli, en þau ríki höfðu sömu einkunn og Ís- land. Í ljósi þess sem síðar gerðist mætti álykta að þessi einkunnagjöf hefði verið full- komlega fráleit. En það er ekki endilega rétt niðurstaða. Ísland sem ríki var að greiða hratt niður skuldir sínar. Ís- land hafði sérstaklega gætt sín á að gefa aldrei út bind- andi yfirlýsingar til matsfyr- irtækja eða annarra um að það myndi axla skuldir einka- fyrirtækja. Matsfyrirtækin kunna hins vegar, þegar fram í sótti, að hafa gefið sér að það myndu þau gera. Það er önnur saga og hún var alfarið á þeirra ábyrgð. Það er því rannsóknarefni hvers vegna eftirleiknum hef- ur verið svo einkennilega stjórnað af hálfu íslenskra yf- irvalda að þjóðin komi til með að sitja uppi með illbærilegar skuldir sem hún hafði ekki stofnað til. „Þessi framganga er ekki glæpsamleg“ hefði þekktasti utanríkisráðherra 19. aldarinnar sagt, „hún er verri en það, hún er heimsku- leg“. Óhönduglegur eftirleikur. }Er að fara verr en þurfti Gunnar BragiSveinsson, formaður þing- flokks fram- sóknarmanna, spurði Árna Pál Árnason félagsmálaráðherra út í launakröfur á hendur Landsbanka í fyrirspurnar- tíma á Alþingi í gær. Spurn- ingin sneri þó aðallega að ráðningu tiltekins ráðgjafa sem gert hefur háa kröfu í bú Landsbankans. Í svari ráð- herra kom ýmislegt umhugs- unarvert fram sem snýr að ráðningarmálum almennt. Upplýst hefur verið að nú- verandi stjórnvöld hafa geng- ið afar hratt um gleðinnar dyr í ráðningarmálum í ráðu- neytum. Á þeim tiltölulega skamma tíma sem þau hafa haft til að raða vinum og vopnabræðrum á jötuna hafa á fimmta tug verið ráðnir án auglýsingar. Eins og Gunnar Bragi benti á hefur enn ekki verið upplýst hve margir slík- ir hafa verið ráðnir með aug- lýsingum eða sem verktakar. Í svari sínu ræddi félags- málaráðherra spurningarnar lítið efnislega en fór þess í stað yfir skoðanir sínar al- mennt á ráðningarmálum hjá ríkinu. Athygli vekur hve mjög skoðanir ráðherrans á ráðningum eru á skjön við ráðn- ingar hans og þeirrar ríkis- stjórnar sem hann situr í. Félagsmálaráðherra sagð- ist margsinnis hafa talað fyrir því að ráðningarvaldið yrði al- farið tekið af ráðherrunum og sett á einn stað í stjórnkerf- inu, eins og hann orðaði það, þar sem allar ráðningar færu fram. Embættismenn ættu svo að flæða frjálst í gegnum stjórnkerfið, eins og ráðherra komst að orði. Þannig styrkt- ist embættiskerfið og fag- mennska þess yrði tryggð. Nú eru sjónarmið félags- málaráðherra um ráðningar í stjórnkerfinu og tilfærslu starfsmanna innan þess í sjálfu sér afar sérkennilegar og óraunsæjar. Verk hans og annarra ráðherra eru þó enn sérkennilegri. Undarlegast af öllu er þó að bjóða almenningi upp á það að gera eitt en segj- ast svo vilja eitthvað þver- öfugt. Halda ráðherrar ríkis- stjórnarinnar að almenningur í landinu sé svo skyni skropp- inn að þeir geti gert hvað sem er, bara ef þeir segjast vilja eitthvað allt annað? Félagsmálaráðherra þykist vilja faglegar ráðningar. } Öfugmæli á Alþingi Í rúmt ár höfum við verið á suðurpólnumí pólitískum skilningi. Ekki af því aðhér séu svo svalir stjórnmálamenn, allsekki, eða af því að hagkerfið sé botn-frosið. Heldur af því að á suðurpólnum veit áttavitinn ekki hvaðan á hann stendur veðrið. Hann þeytist í allar áttir og vísar til hægri eina stundina en vinstri þá næstu. Og alltaf virðist hann vísa norður … og reyndar niður að mati margra, þótt það sé nú ekki al- veg rétt. Í rúmt ár hafa stjórnmálin verið í krísustíl. Þau hafa snúist um að fá mynd á það sem gerðist, finna út hverjir eru vondir og hverjir ekki, fangelsa þá vondu, sleppa hinum, redda fjárlagahallanum og semja við stórþjóðirnar sem enn eru með bólgnar tær eftir hælana á þessum vondu, sem við ætlum að finna út hverjir eru, nákvæmlega. Hægri og vinstri hafa ekki skipt öllu, eins ótrúlega og það hljómar. Sem dæmi um þetta má nefna að við völdum okkur þjóðarleiðtoga fyrst og fremst af einni ástæðu: Hún var ekki talin spillt. Eftir því sem frá líður förum við samt að ná áttum. Ef til vill endurvöktu tillögur ríkisstjórnarinnar um skatta- hækkanir hægrið og vinstrið í íslenskri pólitík. Loksins eru ungliðahreyfingarnar komnar með eitthvað hentugt til að rífast um aftur. Önnur svið munu hins vegar verða í krísustíl enn um sinn. Þar á meðal eru stóriðjan og álverin. Ljóst er að við þurfum eitthvað stórt til að koma okkur í gegnum næsta ár. Árið 2010 verður ár stórframkvæmda. Það er búið að ákveða það. Eitthvað þarf jú að gera til að láta brjálæðislega bjartsýnar hagvaxtarspár rætast. Við þær er miðað hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, landsstjóranum, eins og fjármálaráðherra kallar sjóðinn. Við þær er einnig miðað í útreikningum á greiðsluþoli Íslands með hliðsjón af Icesave- snilldinni. Þessu er Jóhanna búin að átta sig fullkomlega á og er byrjuð að kynda ketilinn í eimreiðinni til Helguvíkur. Álver er semsagt nákvæmlega það sem við þurfum núna. Fullt af steypustyrktarjárni og þúsundir tonna af steypu. Risastór verk- smiðja sem spúir gjaldeyri yfir óspillta nátt- úru landsins. Viðurkennum það bara. Álverin eru kannski hálfgerð skrímsli, en þau eru myljandi góð gjaldeyrisskrímsli sem greiða skatt. En þessi pistill fer að verða jafnstefnulaus og áttaviti á suðurpólnum. Best að koma sér að efninu. Kreppan má ekki verða afsökun fyrir öllum mögulegum hlutum um of langa hríð. Kannski réttlætir hún eina umferð í viðbót af nákvæmlega sömu stóriðjunni. Sömu stóriðjunni sem malar gull, en framleiðir eitt einfalt hráefni sem sveiflast mikið í verði. Á endanum þarf þessi þjóð að fara að setja fleiri egg í körfuna. Það er margoft búið að svara því hvað annað sé hægt að gera hér en að framleiða ál. Nú styttist í að nóg sé komið af álverum. Förum bráðum að gera eitthvað annað. onundur@mbl.is Önundur Páll Ragnarsson Pistill Fæðingarhríðir nýs þjóðfélags STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is A llar líkur eru á því að óánægðir kröfuhafar muni láta reyna á neyð- arlögin fyrir dómi á næstu 3-6 mánuðum. Þar sem varnarþing íslenska ríkisins sé hér á landi munu málin fara fyrst fyrir héraðsdóm og þaðan til Hæsta- réttar sem á endanum mun skera úr um lögmæti neyðarlaganna sem settu innstæður í forgang. Ekki er útilokað að á öðru hvoru dómsstiginu verði kallað eftir ráðgefandi áliti frá EFTA-dómstólnum. Jafnframt megi reikna með að málinu verði skotið til Mannréttindadómstólsins þegar nið- urstaða Hæstaréttar liggur fyrir. Að mati þeirra lögspekinga sem Morgunblaðið ræddi við, sem allir starfa við lagadeild Háskóla Íslands eða Háskólans í Reykjavík, gæti tek- ið ½-3 ár að reka málið fyrir íslensk- um dómstólum. Bentu þeir á að málið gæti komið fyrir íslenska dómstóla með margvíslegum hætti, þó aðallega í því formi að einhverjir kröfuhafar, sem telja sig ekki hafa fengið það sem þeim bar, sætti sig ekki við nið- urstöðu slitastjórnar sem þá er skylt að skjóta þeim ágreiningi til dóm- stóla. Um slík ágreiningsmál vegna gjaldþrotaskipta gildir flýtimeðferð, sem þýðir t.d. að kærufrestur til Hæstaréttar er aðeins 14 dagar. Illskásti kosturinn í stöðunni Inntir eftir því hvernig íslenska dómskerfið sé í stakk búið til þess að taka á slíku máli voru lögspeking- arnir sammála um að það ætti að vera vel í stakk búið til þess, en þó væri ljóst að málið myndi krefjast mikils undirbúnings bæði af hálfu lögmanna sem og dómara. Ekki mætti heldur líta fram hjá því að álagið á dómkerfinu í heild muni aukast til muna á næstunni þar sem reikna megi með að mörg hundruð álitamál af ýmsu tagi frá slita- stjórnum muni enda fyrir dóm- stólum. Því sé spurning hvort dóm- arar hérlendis séu nógu margir til þess að sinna þeim fjölda mála sem von sé á. Viðmælendur Morgunblaðsins vildu ekki leggja mat á það hvort lík- ur væru til þess að dómstólar kæm- ust að þeirri niðurstöðu að neyðar- lögin stæðust ekki, enda enn ekki ljóst á hvaða réttarheimild verði byggt. Bentu þeir á að teflt hefði ver- ið fram sterkum rökum á báða bóga. Rökin fyrir setningu neyðarlaganna snúi m.a. að því að þau hafi verið eina færa leiðin til þess að setja íslensku bankana í skjól og sporna við alls- herjar kerfishruni. Hefði bankakerf- ið í reynd hrunið til grunna á sínum tíma hefðu allir kröfuhafar misst allt sitt þar sem eignir hefðu ónýst. Þannig hafi neyðarlögin verið ill- skásti kosturinn við þær erfiðu kringumstæður sem ríkt hafi fyrir ári. Helstu rök kröfuhafa snúa hins vegar að annars vegar að jafnræðis- reglu og eignarrétt íslensku stjórn- arskrárinnar og hins vegar jafnræð- isreglu evrópréttarins. Enginn viðmælenda þorði að spá fyrir um hverjar afleiðingarnar yrðu héldu neyðarlögin ekki. Menn voru hins vegar sammála um að það myndi hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir ís- lenska ríkið og kalla á skuldbind- ingar sem gætu reynst íslensku þjóð- arbúi mjög erfiðar. Óljóst á hvaða réttar- heimild verði byggt Þungbært Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, ávarpaði þjóð sína mánudaginn 6. október 2008. Síðar sama dag voru neyðarlögin sett. Frá upphafi hefur legið fyrir að kröfuhafar myndu á einhverjum tímapunkti láta reyna á laga- breytinguna sem setti innlán í forgang. Slík málaferli gætu tek- ið ½-3 ár í íslenska dómskerfinu. Í HNOTSKURN »Neyðarlögin voru sam-þykkt á Alþingi að kvöldi dags 6. október 2008. Alls voru 62 þingmenn viðstaddir og 50 þeirra greiddu atkvæði með lögunum í heild. » Í neyðarlögunum var m.a.að finna heimild til handa ríkissjóði til að stofna nýtt fjármálafyrirtæki eða yfirtaka starfandi fjármálafyrirtæki. »Fjármálaeftirlits fékkþannig heimild til að taka yfir vald hluthafafundar eða fundar stofnfjáreigenda í því skyni að taka ákvarðanir um nauðsynlegar aðgerðir, m.a. taka yfir eignir, réttindi og skyldur fjármálafyrirtækis í heild eða að hluta. »Þessu ákvæði hefur veriðbeitt á Landsbanka, Glitni, Kaupþing, Straum, SPRON og Sparisjóðabankann. » Í lögunum var röð kröfu-hafa í þrotabú fjármála- fyrirtækis einnig breytt þann- ig að innstæður í lána- stofnunum væru forgangs- kröfur. Þetta ákvæði hefur sætt gagnrýni erlendra kröfu- hafa og má búast við dóms- málum vegna þessa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.