Morgunblaðið - 25.11.2009, Qupperneq 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2009
Ríkið Ráðuneyti iðnaðar og fjármála eiga samastað í Arnarhvoli. Húsnæðið er lasið orðið en hvort sparnaður hefur leitt til þess að reiðhjóli er þarna lagt við bílastæði ráðherra er ekki gott að segja.
RAX
ALMENNT eigum
við erfitt með að átta
okkur á áhættu. Við
„vitum“ reyndar að fólk
lendir í slysum, veikist,
hús brenna. En þetta
gerist alltaf hjá ein-
hverjum öðrum. Ekki
okkur. Ég ætla að taka
ósköp venjulegt dæmi
um áhættu. Fimmtu-
daginn 19. nóvember sl.
henti ég í þvottavélina mína eins og
þúsundir annarra Íslendinga áður en
ég fór í vinnuna. Þegar ég svo kom
heim var kunnuglegt ljós á vélinni.
Dælan biluð enn einu sinni enda vélin
orðin móð, 12 ára. Nú var komið að
því að kaupa nýja þvottavél. Svo sem
ekkert voðalegt áfall en þó. Þessi
áhætta var dottin á.
Icesave-þreyta
Um leið og orðið Icesave er nefnt
verða flestir voða þreyttir. Enn einu
sinni, hugsa þeir. Getum við ekki far-
ið að gera eitthvað uppbyggilegra?
Þjóðin er orðin ósköp þreytt. Rík-
isstjórnin er orðin ósköp þreytt og
stjórnarliðar allir. En það er einmitt
hættan. Búið er að þreyta laxinn og
nú þarf bara að háfa hann! Kúgunin
og pólitískur þrýstingur ríkja og
ríkjasambanda ber góða vexti – fyrir
Breta og Hollendinga. Undir-
lægjuháttur okkar verður dýrkeypt-
ur en enginn veit hversu dýrkeyptur.
Í nýjasta samningnum er nefnilega
ennþá mikil áhætta. Og trygging-
arnar farnar, sem Alþingi smíðaði
fyrir þjóð sína í ágúst. Hvers vegna
fóru þær? Aumingjaskapur stjórn-
valda!
Þetta reddast
Hinn 5. júní 2016 eiga Íslendingar
að greiða fyrstu greiðsluna af Ice-
save-láninu. Staðan þá getur verið
með ýmsu móti. Kannski hækkar
verð á öllum eignum Landsbankans í
erlendri mynt af dularfullum ástæð-
um jafnframt því að gengi krónunnar
styrkist mjög mikið af enn dularfullri
ástæðu. Þá munu Íslendingar eiga
auðvelt með að greiða þessi verðlitlu
pund og evrur. Hagvöxtur gæti orðið
myndarlegur á næstu sjö árum.
Launin hækkað og
skatttekjur ríkisins.
Innflutningur gæti
einnig dregist saman
án þess að það snerti
lífskjörin. Skattarnir
verða þægilegir og eng-
inn hugsar sér til hreyf-
ings úr landi. Þá munu
menn líta til baka og
segja: Hvaða endemis
umræða var þetta um
Icesave þarna um árið?
Þetta er svo sem ekki
létt en við stöndum
keik við okkar skuldbindingar. Spá
Seðlabankans hefur gengið eftir.
Nema hvað?
Þetta reddast ekki
En það getur líka komið öðru vísi
út. Við mig talaði læknir fyrir viku.
Hann er með standandi atvinnutilboð
úti í heimi. Hann er löngu hættur að
reikna launin sín í evrum, það ergir
bara. Nú á að fara að skerða þessi
krónulaun og hækka skatta. Og
námslánin, maður minn! Svo ætla
menn að samþykkja eitthvert
áhættusamt Icesave-dæmi. „Á ég
ekki bara að fara?“ spurði hann mig.
Ég dró nú úr því en þau eru mörg í
sömu stöðu. Þetta er stærsta hættan
sem Seðlabankinn, ríkisstjórnin og
stjórnarliðar gleyma. Hvað gerist ef
stærsta auðlindin, mannauðurinn,
fer? Unga menntaða fólkið? Hvað
gerðist í Færeyjum í kreppunni þar?
Unga fólkið fór. Hver á að borga alla
skattana til að borga vextina af Ice-
save? Aldraðir og öryrkjar fara
hvergi. Aðrar hættur eru að gengi
krónunnar falli um 30% í viðbót þar
til öllum málaferlum er lokið (fimm
ár?) og slitastjórn Landsbankans get-
ur farið að greiða krónutölukröfu
Innlánstryggingasjóðs. Skuldir hans
við Breta og Hollendinga hafa þá vax-
ið um 30% og verða orðnar 1.000
milljarðar en eign á móti getur verið
600 milljarðar. Vextirnir einir og sér
verða 25 milljarðar á ári. Vextirnir
eru núna aðalmálið eftir að lánið varð
hugsanlega endalaust. Afar mikil
skuldsetning landsins getur haft
sömu áhrif hér á landi og í Japan.
Hagvöxtur var mjög lítill í því landi í
áratug. Ef það gerist hér á landi mun-
um við eiga fullt í fangi með að greiða
fyrstu vextina, sem gjaldfalla um-
ræddan dag, 5. júní 2016. Næsta
greiðsla, 5. september 2016, gæti ver-
ið óbærileg. Ekki er til gjaldeyrir. Þá
þurfa íslensk stjórnvöld að fara ann-
an leiðangur til Bretlands og Hol-
lands. Sá verður öllu dapurlegri en
leiðangurinn í sumar og vor, því þá
munu íslensk stjórnvöld ekki geta
borgað. Ekki geta staðið við ríkis-
ábyrgðina. Geta ekki staðið við skuld-
bindingar sínar.
Mildir húsbændur?
Hafi Bretar og Hollendingar verið
óbilgjarnir í sumar verðum við að
vona að þeir hafi meiri skilning á
vanda Íslands þegar þessi stund
rennur upp. Verði mildir við okkur.
Þeir munu ugglaust leggja til að
Landsvirkjun verði seld hollensku
fyrirtæki. Næsta spurning verður
hvort ekki megi virkja meira? Bretar
munu spyrja hvort ekki megi auka
veiðiheimildir og hvort Skotar, sem
hafi nú nokkuð góða reynslu af fisk-
veiðum við Ísland, geti ekki fengið að
veiða nokkra sporða. Kannski mætti
senda raforku til Bretlands og Hol-
lands í gegnum streng? Svona munu
þeir koma með marga ágæta tillög-
una þannig að við getum greitt þá of-
urvexti sem samninganefnd Íslands
samdi um í tvígang. Þeir ofurvextir
munu tryggja að við munum eiga í
vandræðum með að greiða bara vext-
ina og lánið mun standa lengi, lengi.
Þrjátíu til fimmtíu ár. Við verðum
bara að vona að Bretar og Hollend-
ingar verði mildir húsbændur og beri
umhyggju fyrir náttúru Íslands og
auðlindum.
Eða við verðum að vona að þetta
reddist og þvottavélin bili nú ekki.
Stjórnarliðar á Alþingi. Halló.
Klingja engar bjöllur?
Eftir Pétur H.
Blöndal »Hvort ekki megi
virkja meira? Bretar
munu spyrja hvort
Skotar, sem hafi nú
nokkuð góða reynslu af
fiskveiðum við Ísland,
geti ekki fengið að
veiða …
Pétur H. Blöndal
Höfundur er þingmaður.
Verða Bretar og Hollend-
ingar mildir húsbændur?
STYRMIR Gunn-
arsson, fyrrverandi rit-
stjóri Morgunblaðsins,
skrifaði 8. nóvember
grein í blaðið undir fyr-
irsögninni: „Um for-
dóma og svarta hund
Churchills“. Þar
fjallaði hann um bar-
áttuna gegn fordómum
í garð þeirra, sem
glíma við geðsjúkdóma
og geðraskanir hverskonar. Styrmir
hefur ritað fjölda greina um þennan
málaflokk og gert það af ríkum skiln-
ingi og þekkingu. Skrif hans hafa
áreiðanlega haft jákvæð áhrif í átt til
aukins skilnings og meira umburð-
arlyndis. Þökk sé honum.
Í grein sinni nefnir hann m.a.
merkilegt starf félagsins Hugarafls,
sem hefur unnið að margvíslegum
verkefnum til að bæta geðheilbrigð-
isþjónustu. Sjálfur hef ég verið í hópi
bakhjarla, sem hafa reynt að stuðla
að vexti og viðgangi Hlutverkaseturs,
sem býður upp á atvinnulega end-
urhæfingu fyrir einstaklinga, sem
glatað hafa hlutverki sínu í kjölfar
geðraskana. Hlutverkasetur opnaði
nýlega myndarlega aðstöðu í Borg-
artúni 1 í Reykjavík. Þar starfa ein-
staklingar, sem komnir eru vel á veg í
bataferli, ásamt fagfólki. Bæði þessi
félög eru mikilvægur þáttur í barátt-
unni gegn þeim fordómum, sem
Styrmir gerði að umræðuefni. En að-
alerindi þessa pistils míns er að nefna
þann mann, sem ég tel að hafi átt
drýgstan þátt í að ýta úr vör um-
ræðunni um fordóma í garð geð-
sjúkra hér á landi. Þetta er Tómas
Helgason, fyrrverandi yfirlæknir á
Kleppi. Frumkvæði hans hafði um-
talsverð áhrif og braut ísinn í þeirri
ærandi þögn, sem ríkti um þennan
málaflokk um miðbik síðustu aldar.
Þá jafngilti það nánast úrsögn úr
mannlegu samfélagi að vera úrskurð-
aður geðsjúkur og „lenda á Kleppi“.
Skömmu eftir að ég hóf störf á frétta-
stofu Ríkisútvarpsins 1963 kom Tóm-
as að máli við mig og velti upp þeirri
spurningu hvernig unnt væri að hefja
faglega og málefnalega umræðu um
stöðu geðsjúkra. Hann vildi, að kast-
ljósinu yrði ekki eingöngu beint að
fagfólki, sem starfaði að
geðheilbrigðismálum,
heldur fengju sjúklingar
að segja sína sögu um
veikindi og bata. En
þetta var hægara sagt
en gert. Fordómarnir
voru svo yfirgengilegir,
að sjúklingar voru nán-
ast ófáanlegir til að
ræða um og greina frá
reynslu sinni, hvað þá
opinberlega og undir
nafni. Þögnin geymdi
best sjúkdóm þeirra og örlög.
Skömmin var ólýsanleg. En þá kom
til sögunnar kona, sem lengi hafði
glímt við illvíga geðsýki, en hafði þor
og kjark til að greina frá reynslu
sinni. Ég átti við hana langt viðtal,
þar sem hún með opinskáum og skýr-
um hætti sagði sögu sína. Viðtalið
vakti mikla athygli og í kjölfar þess
fylgdi veruleg umræða um málefni
geðsjúkra, stöðu þeirra innan heil-
brigðiskerfisins og ekki síst fordóma í
garð þeirra. Tómas Helgason var
óþreytandi við að glæða þessa um-
fjöllun, færa hana að nútímalegum
viðhorfum og auka skilning meðal
þjóðarinnar. Þessi verk hans mega
ekki gleymast, fremur en ýmislegt
annað, sem hann áorkaði í starfi sínu
sem læknir. Sjálfur hef ég aldrei skil-
ið af hverju umræða um hjarta-
sjúkdóma, krabbamein og aðra fylgi-
fiska mannlegs lífs er sjálfsagðari og
eðlilegri en umræðan um geðræna
kvilla. Því ráða auðvitað fordómar,
skilningsleysi og ótti. Og eins og
Styrmir segir í grein sinni, þá verður
baráttan gegn þessum fordómum að
halda áfram. Þeir eru enn fyrir hendi
og eru svartur blettur á þjóð, sem tel-
ur sig sæmilega upplýsta.
Stríðið gegn
fordómunum
Eftir Árna
Gunnarsson
Árni Gunnarsson
» Tómas Helgason var
óþreytandi við að
glæða þessa umfjöllun,
færa hana að nútíma-
legum viðhorfum og
auka skilning meðal
þjóðarinnar.
Höfundur er fyrrverandi
fréttamaður hjá RÚV.