Morgunblaðið - 25.11.2009, Side 18
18 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2009
ÞAÐ VAR fátt um
svör frá Arion- [borið
fram; ari-jon] banka
við erindi Þjóðarhags
um opið og gegnsætt
söluferli smásöluversl-
anakeðjunnar Haga.
Spurt var hvers
vegna hluturinn hefði
ekki verið boðinn
hæstbjóðanda, og vís-
uðu stjórnendur bank-
ans í verklagsreglur,
þar sem segir að áframhaldandi
þátttaka eigenda og stjórnenda
byggist á því að þeir njóti trausts og
þyki mikilvægir fyrir framtíð fyr-
irtækisins.
Jón Ásgeir er dæmdur maður, og
má ekki sitja í stjórnum fyrirtækja.
Jón Ásgeir hefur einnig valdið þús-
und milljarða tjóni hjá hluthöfum í
fjölmörgum skráðum almennings-
hlutafélögum í Kauphöll Íslands
með innkomu sinni. Til að nefna
nokkur almenningsfyrirtæki utan
við bankana þrjá eru það: Baugur,
Mósaík, Teymi, FL Group og Dags-
brún. Ekki þarf að spyrja að leiks-
lokum þessara fyrirtækja sem liggja
í fyrirtækjakirkjugarði Baugsfeðga.
Hagar eru í 100% eign Arion-
banka. Af hverju er Jón Ásgeir lát-
inn fara og finna fjárfesta? Kann
bankinn ekki lengur til verka? Er
betra að einokun Baugsfeðga á smá-
söluverslun á Íslandi verði leppuð í
gegnum Breta? Jón Ásgeir og hans
bresku vinir eru þá loksins komnir
með fyrirtæki sem hefur ríkisábyrgð
að hluta til og meðeigendur skatt-
greiðenda. Eða er þetta bara allt
saman einn leikþáttur?
Ef ekkert verður afskrifað af 60
milljarða skuldum 1998 ehf. bitnar
það á vöruverðinu sem kemur til
með að hækka til muna í landinu til
áratuga og lýsa sér í aukinni verð-
bólgu. Bara vextirnir af þessari 60
milljarða skuld 1998 ehf. eru 7,5 til
10 milljarðar á ári.
Jóhannes Jónsson og Sigurjón
Pálsson sitja tveir í stjórn Haga,
þeir taka ákvörðun fyrir ríkið, hvar
eigi að fjárfesta, auglýsa o.s.frv.
Þetta er ömurleg staðreynd gagn-
vart fólkinu í landinu, öðrum kaup-
mönnum og öðrum fjölmiðlum. Al-
menningur borgar auglýsingar fyrir
Haga. Ríkið er komið í samkeppni
við kaupmanninn á horninu.
Það er ekki komin út ársskýrsla
fyrir síðastliðið ár. Birta þarf árs-
reikning innan sex mánaða frá lok-
um síðasta uppgjörsárs og því átti
félagið að birta reikning í lok júní.
Framtíðarsýn Haga
sem gagnast Íslandi:
1. Hagar yrðu gerðir
að íslensku almenn-
ingshlutafélagi
2. Hagar yrðu brotnir
upp í þrjú eða fleiri
íslensk félög
3. Hagar yrðu með 25-
30% markaðs-
hlutdeild á íslensk-
um matvörumarkaði
4. Bónus héldi sama
vöruverði um allt Ís-
land
5. Hámarksprósentueignarhald
hvers íslensks hluthafa, svo fyr-
irtækið komist aldrei aftur í
svona stöðu.
Það mun ekki gleðja þá aðila sem
standa á bak við hugsanlegt tilboð í
Haga og allan þann fjölda fólks í
landinu sem hefur skráð sig í
áhugamannahópinn www.þjóð-
arhagur.is. Hugur þessa fólks gæti
sveiflast á móti Arion-banka, og fólk
og fyrirtæki færðu sín viðskipti ann-
að.
Þögnin í þessu þjóðþrifamáli að
brjóta upp fákeppni og einokun á
Íslandi er pólitísk. Það er með ólík-
indum að verkalýðsfélög, alþing-
ismenn og ráðherrar virðast lítinn
áhuga hafa á þessu máli. Eina skýr-
ingin virðist vera sú að þessir sömu
aðilar séu hræddir við Baugsfeðga
og fjölmiðlaveldi þeirra.
Ekkert ríki sem vill kalla sig sið-
menntaða þjóð getur sætt sig við að
einn aðili hafi yfir 60% hlutdeild á
matvörumarkaði. Jóhannes í Bónus
skýrði þetta sjálfur ágætlega út í
viðtali við Tímann í mars 1991:
„Það er afar óhollt í kapítalísku
þjóðfélagi, að eitt fyrirtæki verði
svo stórt að það nái kannski 30-40%
markaðshlutdeild. Það á sér hvergi
hliðstæðu í nágrannalöndum okkar
að eitt fyrirtæki nái slíkum tökum.
Það eru rosaleg völd fólgin í því að
vera smásali. Náir þú góðum tökum
á smásölumarkaði, þá nærðu líka
kerfisbundið tökum á ákveðnum
iðnaði. Það er mjög hættulegt bæði
framleiðendum og innflytjendum
verði einn smásali mjög stór …
Svona er unnið hér í þjóðfélaginu
þegar völdin komast á stórar hend-
ur. Fyrir þessu verða menn í smá-
iðnaði. Það er bara snúið upp á
hendurnar á þeim og þeir eiga ekki
annarra kosta völ en að hækka vör-
urnar sínar, til þess að geta veitt
þeim stóru sérkjör.“
Mundi einhverjum detta það fá-
ránlega í hug að bankastjóri Nýja
Landsbankans kæmist upp með að
selja Björgólfsfeðgum Nýja Lands-
bankann, eftir afskriftir skulda og
endurskipulagningu, þeir ættu að
reyna að gera það. Ég efast stórlega
um að þjóðin myndi samþykkja það.
Þetta Hagamál er sambærilegt.
Baugsfeðgar virðast fá að valsa
um fyrirtækjakirkjugarð ríkisins
eins og útfararstjórar og velja sér
bestu bitana með dyggri hjálp ým-
issa huldumanna.
Hér á Íslandi verður kreppa um
margra áratuga skeið ef þessi
vinnubrögð verða viðhöfð.
Í von um réttláta og sanngjarna
viðskiptahætti: Stöndum vörð um
samkeppni í verslun í landinu og
brjótum upp einokun Baugsfeðga
og þeirra bresku meðreiðarsveina á
Íslandi.
Þjóðarhagur eða
„bresk“ einokun?
Eftir Guðmund
Franklín Jónsson
»Ef ekkert verður af-
skrifað af 60 millj-
arða skuldum 1998 ehf.
bitnar það á vöruverð-
inu sem kemur til með
að hækka til muna í
landinu til áratuga og
lýsa sér í aukinni verð-
bólgu.
Guðmundur Franklín
Jónsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
„ORÐ SKULU
standa“ er þáttur um
íslenskt mál og er
fluttur síðdegis á
laugardögum. Hér á
síðum Morgunblaðs-
ins hefur komið til
orðaskipta milli mín
og stjórnanda þátt-
arins, Karls Th. Birg-
issonar. Tilefnið var
hendingin „nú er upp-
haf nóvember“, sem
Karl hafði varpað fram í fyrri hluta.
Þessi samsetningur meiddi málvit-
und mína og þótti mér skárra að
bæta eignarfalls-essinu við, nóv-
embers. Enginn segir „nú er upp-
haf árs“ heldur „í upphafi árs“.
Málvenja er að segja í lok nóv-
ember en ekki nóvembers. Júnís
segir enginn maður og maís er
korntegund.
Ég hef verið unnandi ferskeytl-
unnar síðan ég man eftir mér.
Bjarni afi minn kenndi mér vísu
Látra-Bjargar „róðu betur, kær
minn karl“, og Halldór
Vigfússon hringhend-
una:
Nú er hlátur nývakinn,
nú er grátur tregur.
Nú er ég kátur, nafni
minn,
nú er ég mátulegur.
Í endurminningunni
hef ég gaman af að
rifja upp, að ég var far-
inn að stálpast þegar
ég áttaði mig á, að ný-
vakinn var lýsingarorð
en ekki ávarpsliðurinn nýva-kinn
sbr. silki-hlín, en þannig þóttu mér
áherslurnar vera, þegar nafni minn
fór með stökuna.
Þessi vísnaáhugi olli því, að ég
hljóp yfir fyrrihlutana og botnana í
„orðum skulu standa“ sem birtust í
Mbl. á laugardag. Þar stendur:
„Síðustu helgi var fyrriparturinn
þessi í tilefni dags íslenskrar tungu:
Merkilegt hvað þraukar þó
þjóðartungan okkar.
Í þættinum botnaði Hlín Agnars-
dóttir:
En með nesti og nýja skó
á Næslandinu skokkar.“
Og síðar segir: „Úr hópi hlust-
enda botnaði Rúnar Ármann mjög
við hæfi:
Alveg er það ýkt, you know!
Alheimstungan rokkar!“
Fastir þættir helgaðir ferskeytl-
unni hafa oftsinnis verið í ríkis-
útvarpinu og minnist ég Sigurðar
frá Haukagili sérstaklega í því sam-
bandi. En þeir gera því aðeins gagn
að til þeirra sé vandað og rétt farið
með stuðla og höfuðstafi.
Og við erum greinilega ólíkir
menn, ég og Karl Th. Birgisson.
Við erum ólíkir menn
Eftir Halldór
Blöndal
Halldór
Blöndal
»En allt er þetta auð-
vitað spurning um
smekk og uppeldi, hvað
menn telja gott mál eða
frambærilega vísu.
Höfundur er fyrrverandi forseti
Alþingis.
SÍÐUSTU daga
hafa fjölmiðlar, ég
segi bjargað því að
níu ára drengur var
ekki tekinn af ömmu
sinni og sendur í
burtu. Barátta ömmu
sem elskar sín barna-
börn út af lífinu og
myndi fórna öllu fyrir
þau. Sjálf hef ég
reynsluna af að vera
tekin í burt frá foreldrum mínum,
send á Silungapoll, Reykjahlíð og
að lokum á Kumbaravog þar sem
ég dvaldi í tæpan áratug. Ef ein-
hver hefði spurt mig hefði ég ekki
verið lengi að svara að ég hefði
viljað fá að vera hjá ömmu minni.
Nei, það datt engum í hug þá að
spyrja mig.
Ég gleymi aldrei þeim degi er
faðir minn heitinn keyrði mig og
bróður minn á Kumbaravog. Án
skýringa og sennilega til að verja
sjálfan sig þeim sársauka að þurfa
að skilja okkur eftir þarna keyrði
hann burt án þess að kveðja og ég
hljóp eins og fætur toguðu á eftir
bílnum þar til ég gafst upp og sá
að ég myndi ekki ná honum.
Ég hef oft spurt sjálfa mig eftir
að ég varð fullorðin: Af hverju tók
amma mig ekki? Ég
sem var skírð í höfuðið
á henni og afi og
amma voru vel stæð.
Amma dó þegar ég var
18 ára og á þeim tíma
hefði ég aldrei talað
um þetta né spurt
hana.
Ég strauk burt um
16 ára aldur og þá var
ég mikið með ömmu
og hændist mjög að
henni og enn þann dag
í dag sakna ég hennar
mjög mikið.
Afasystir þessara drengja er
fóstursystir mín. Hún og bróðir
hennar Einar heitinn voru tekin
burt af barnaverndarnefnd en
tveir bræður þeirra máttu vera
heima. Móðir þeirra barðist og
barðist í mörg ár fyrir að fá þessi
tvö börn til sín aftur, án árangurs.
Henni var sko tilkynnt það hvar
börnin yrðu í framtíðinni (en það
féll aldrei neinn dómur). Hún hafði
engan með sér í baráttunni, það
voru ekki fjölmiðlar þá sem gripu
inn í aðstæður og hjálpuðu til. Afi
þessarra drengja má svo upplifa
þessa martröð aftur núna að það
eigi að fara að hrófla við afa-
drengjunum hans.
Ég bið alla þá sem koma að
þessu máli og hafa þau völd að
ráðskast með drengina að gera sér
grein fyrir því að börn vilja vera
hjá ættingjum sínum þar sem þau
fá ást og hlýju. Það er betra fyrir
barnið að fá ást og hlýju heldur en
mat og húsaskjól en enga ást.
Annað mál er það líka að móðir
drengjanna hefur staðið sig vel og
hefur íbúð og vinnu. Hennar mark-
mið í lífinu er að standa sig svo
hún geti einn góðan veðurdag ver-
ið með börnin sín, vanvirðum ekki
þann vilja hennar eins og gert var
við ömmu hennar sálugu. Hún á
föður og móður sem standa með
henni og hugsum líka um hana og
hvaða afleiðingar það hefði fyrir
hana að taka drengina í burt, hún
sem á ættingja sem standa með
henni eins og klettar.
Látum söguna ekki endurtaka
sig, virðum barnið og spyrjum það
hvað það vill, þessir drengir eru
það stálpaðir og vita nákvæmlega
hvar þeir vilja vera. Virðum það og
sýnum í verki.
Hlustum á barnið
Eftir Maríu
Haraldsdóttur
María Haraldsdóttir
» Látum söguna ekki
endurtaka sig,
virðum barnið og spyrj-
um það hvað það vill.
Höfundur er skrifstofustjóri.
OFT er það svo að fyrirtæki elska
ekki kúnnana sína heldur peningana
þeirra.
Þetta virðist einnig geta átt við líf-
eyrissjóði ef marka má ummæli frá
þeim; að skárra sé að lagður verði á
þá fjármagnstekjuskattur en að líf-
eyrir sé skattlagður við inngreiðslu í
sjóðina.
Mismunurinn á þessum leiðum er
sá að skattlagningin hefur ekki áhrif
á greiðslu til sjóðfélaga,
en minnkar umsvif líf-
eyrissjóðanna veru-
lega, fjármagns-
tekjuskatturinn aftur á
móti minnkar umsvifin
miklu minna, en rýrir
greiðslu til sjóðsfélaga.
Í núverandi kerfi má
segja að ríkið eigi hlut-
deild í lífeyrissjóð-
unum, framlag þess er
eftirgjöf á skatti af líf-
eyrisgreiðslum, sem
það fær greitt til baka í
skatti lífeyrisþega þeg-
ar greitt er út úr sjóðnum. Ávöxt-
unin á þessu fé verður sú sama og
hjá sjóðsfélögum. Þetta gæti verið
eins góð fjárfesting fyrir ríkið og
hver önnur ef það ætti peninga til
fjárfestinga, en þegar það þarf að
taka lán fyrir þessu framlagi sínu
gegnir öðru máli enda varla þörf á að
ríkið leggi fyrir til „elliáranna“ eins
og einstaklingar.
Ég leyfi mér að koma með út-
færslu á því hvernig
mætti standa að þessu
sem hefur þann kost
að hafa engin áhrif á
greiðslur til lífeyr-
isþega.
Lífeyrissjóðunum
verði skipt í tvo hluta.
Annars vegar eign
sjóðsfélaga og hins
vegar eign ríkisins (t.d.
25%). Sjóðirnir héldu
áfram að ávaxta „sinn“
hluta, en ríkið fengi sín
25%. Síðan yrði lagður
25% flatur skattur á
allan lífeyri. Þegar greitt yrði úr líf-
eyrissjóðunum legði ríkið fram
„sinn“ hlut aftur (þ.e. 33,3% ofan á
greiðslu úr lífeyrissjóðunum) og
þetta samanlagt yrði síðan skattlagt
eins og nú er gert. Með þessu móti
þyrftu lífeyrissjóðirnir ekki einu
sinni að breyta upphæðinni sem
stendur á seðlunum um áunnin líf-
eyrisréttindi, það þyrfti aðeins að
taka fram að þetta væri með fram-
lagi ríkisins. Kostirnir við þetta eru
eftirfarandi: Ríkið fær í upphafi um
400 milljarða. Þetta yrði að vísu ekki
í lausu fé, en hægt að losa það á
næstu árum til að minnka láns-
fjárþörfina. Meðan inngreiðslur í líf-
eyrissjóðina eru hærri en út-
greiðslur yrðu einnig skatttekjur
verulega meiri en nú er. Lánshæf-
ismat ríkissjóðs myndi batna vegna
minni skulda með tilheyrandi bata á
lánskjörum. Ef þetta fé er fyrst og
fremst notað til að draga úr lánum
ríkissjóðs er þetta ekki flutningur á
greiðslubyrði milli kynslóða, eins og
sumir hafa haldið fram. Hærri lán
yrðu ennþá þyngri fyrir komandi
kynslóðir.
Skattlagning lífeyris
Eftir Harald
Sveinbjörnsson » Í núverandi kerfi má
segja að ríkið eigi
hlutdeild í lífeyrissjóð-
unum …
Haraldur
Sveinbjörnsson
Höfundur er verkfræðingur.
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið