Morgunblaðið - 25.11.2009, Síða 25

Morgunblaðið - 25.11.2009, Síða 25
Dagbók 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2009 Sudoku Frumstig 4 2 6 1 1 2 9 3 6 9 5 3 7 5 3 9 1 4 2 5 6 7 3 9 8 1 2 4 9 4 3 9 6 9 7 6 8 2 6 3 7 8 4 1 3 2 7 4 2 2 4 8 3 7 6 4 5 3 1 4 3 4 9 5 1 6 2 1 3 8 2 8 7 4 6 5 9 1 2 3 2 5 3 8 4 1 9 6 7 9 6 1 7 2 3 4 8 5 6 4 9 1 8 5 3 7 2 3 8 7 9 6 2 5 4 1 5 1 2 3 7 4 6 9 8 7 3 8 5 9 6 2 1 4 4 9 5 2 1 8 7 3 6 1 2 6 4 3 7 8 5 9 5 3 9 7 6 4 2 1 8 1 7 4 2 3 8 9 5 6 8 6 2 5 1 9 3 4 7 2 4 8 6 9 3 5 7 1 9 5 6 1 8 7 4 3 2 7 1 3 4 2 5 8 6 9 3 2 7 9 5 6 1 8 4 6 9 5 8 4 1 7 2 3 4 8 1 3 7 2 6 9 5 7 9 6 3 8 1 2 4 5 8 2 4 7 6 5 1 3 9 3 5 1 2 4 9 6 8 7 4 6 2 9 5 3 7 1 8 9 1 7 6 2 8 3 5 4 5 8 3 1 7 4 9 6 2 1 7 8 5 3 2 4 9 6 6 3 5 4 9 7 8 2 1 2 4 9 8 1 6 5 7 3 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist töl- urnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er miðvikudagur 25. nóvember, 329. dagur ársins 2009 Orð dagsins: En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt yður. (Jóh. 14, 25.) ÍAustur-Þýskalandi þurfti ekki aðgrípa umferðarlagabrjóta, nóg var að allt benti til að þeir hefðu brot- ið af sér. Þetta fengu þeir að reyna, sem freistuðust til að aka of hratt þegar þeir fóru á milli Vestur- Þýskalands og Vestur-Berlínar. Landamæraverðirnir sáu hvenær menn höfðu farið gegnum eftirlit þegar þeir komu inn í landið og hvað þeir voru lengi að komast í gegn. Þeir vissu líka hvað leiðin var löng og gátu því reiknað út hvað hefði þurft að aka hratt til að komast leiðina á til- teknum tíma. Út frá þessum útreikn- ingum var síðan hægt að sekta menn fyrir of hraðan akstur. x x x Thierry Henry nefnist knatt-spyrnumaður, sem allir nema dómarinn og aðstoðarmenn hans sáu leggja boltann fyrir sig með hendinni í landsleik gegn Írum svo hann gæti gefið boltann á William Gallas, sem skoraði og tryggði Frökkum sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. Henry er nú að verða eitt mesta var- menni ársins – ef ekki sögunnar – og mun níðingsverk hans sennilega brátt slá út hlut Yoko Ono í að splundra Bítlunum. Henry gekkst þegar við því að hafa notað höndina og sagðist vilja að leikurinn yrði leik- inn aftur, en sér nú eftir að hafa sagt það. Vitaskuld eiga íþróttamenn ekki að hafa rangt við inni á vellinum, en merkilegt nokk gerist það þó ítrekað. Hvað eftir annað toga þeir í andstæð- inga sína og fella, ýta þeim og atyrða. Þeir vonast til að komast upp með brögð sín og jafnvel annálaðir sí- brotamenn mótmæla hástöfum þegar þeir eru gripnir, en segja ekki orð þegar þeir komast upp með brotin – og það gera þeir iðulega. Ólán Henr- ys var að hann skyldi komast upp með brotið. Hefði dómarinn séð til hans hefði hann einfaldlega blásið í þar til gerða flautu og dæmt markið af. Enginn hefði svo mikið sem velt handapati Henrys fyrir sér. Af því að dómarinn hins vegar sá ekki hvað gerðist í markteig Íranna þetta ör- lagaríka augnablik verður Henrys minnst um ókominn tíma fyrir óheið- arleika og undirferli. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 hnífar, 4 slöngu, 7 gangi, 8 svip- að, 9 ófætt folald, 11 axlaskjól, 13 skrifa, 14 mannsnafn, 15 kögur, 17 háð, 20 fugls, 22 votur, 23 grefur, 24 deila, 25 skánin. Lóðrétt | 1 kröfu, 2 hill- ingar, 3 sleit, 4 málmur, 5 hagnaður, 6 búa til, 10 vargynja, 12 bein, 13 á húsi, 15 baggi, 16 ilmur, 18 smáseiðið, 19 skrifið, 20 grama, 21 sárt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 steinsnar, 8 sýpur, 9 eimur, 10 afl, 11 rýrar, 13 lánið,15 músar, 18 stert, 21 ann, 22 slöku, 23 aftur, 24 ökutækinu. Lóðrétt: 2 tapar, 3 iðrar, 4 skell, 5 arman, 6 ósar, 7 bráð, 12 aða, 14 átt, 15 mysa, 16 skökk, 17 rautt, 18 snakk, 19 ertin, 20 tóra. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4+ 4. Bd2 De7 5. Rc3 O-O 6. Dc2 d6 7. a3 Bxc3 8. Bxc3 Rbd7 9. b4 e5 10. e3 e4 11. Rd2 c5 12. Be2 He8 13. bxc5 dxc5 14. d5 b5 15. Hd1 bxc4 16. Rxc4 Bb7 17. d6 De6 18. O-O Bd5 19. Ba5 Hec8 20. Hd2 Re8 21. Hfd1 Rdf6 22. h3 h6 23. Bg4 Rxg4 24. Hxd5 Ref6 25. H5d2 Re5 26. Rxe5 Dxe5 27. d7 Hd8 28. Bxd8 Hxd8 29. Hd6 Kf8 30. Da4 Ke7 31. Dc6 h5 Staðan kom upp á opnu atskákmóti sem lauk fyrir skömmu á Korsíku í Frakklandi. Sigurvegari mótsins, hol- lenski stórmeistarinn Ivan Sokolov (2657) hafði hvítt gegn ísraelska koll- ega sínum Yehuda Gruenfeld (2474). 32. Hxf6! gxf6 33. Hd5 Db8 34. Dxc5+ Ke6 35. Dc4 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Kári kaldhæðni. Norður ♠DG10 ♥D8 ♦DG42 ♣KG64 Vestur Austur ♠K85 ♠7432 ♥KG1095 ♥7632 ♦97 ♦865 ♣Á109 ♣D3 Suður ♠Á96 ♥Á4 ♦ÁK103 ♣8753 Suður spilar 3G. Bridshöfundurinn Frank Stewart á ýmsa góðkunningja sem hann nefnir gjarnan til sögunnar í spiladæmum sínum. Einn þeirra er Kári kaldhæðni (Cy the Cynic). Kári þessi er eindregið á móti því að setja öll eggin í sömu körfuna – hann segir að þau geymist betur í ísskápnum. KK er augljóslega orðheppinn, en ekki að sama skapi „heppinn“ við græna borðið. Hér hefði hann betur farið að eigin heilræði og dreift áhættunni. Útspil vesturs er ♥G og drottning blinds á fyrsta slaginn. KK setti nú öll eggin í sömu körfuna með því að svína strax í spaða. En auð- vitað lá ekkert á. Fyrst átti Kári að prófa laufið, fara heim á tígul og spila laufi upp á KÓNG. Í þessari legu hefur vestur ekki efni á að drepa á ásinn, því þá fær sagnhafi þrjá slagi á lauf og spaðasvíningin verður óþörf. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú átt ekki gott með að ein- beita þér að flóknum verkefnum í dag, hugurinn fer út og suður. Hinkraðu við og gefðu þér tíma til þess að hugsa málin. (20. apríl - 20. maí)  Naut Einhver vill að þú skuldbindir þig af meiri alvöru. Vertu opinn fyrir nýj- um hugmyndum því þær víkka út sjón- deildarhringinn. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú ert undir miklu álagi og kannt illa að verja þig. Reyndu að halda þig fjarri svo engin leiðindi komi upp á. Skoðaðu hvert mál vandlega áð- ur en þú tekur afstöðu. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú getur aukið hæfni þína til ei- lífðarnóns, en það er ekki endilega hæfni sem mun færa þér velgengni. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú þarft að ganga frá smáatriðum sem tengjast skatta- og tryggingamál- unum. Ef þú heldur vöku þinni og gef- ur þér tíma til að gera hlutina vel ætti allt að ganga vel. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það er auðvelt að hugsa bara um eigin mál, sérstaklega þegar þau eru hrein skemmtun. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það er hætt við að áhyggjur af fjármálunum og ábyrgð þinni gagnvart öðrum hellist yfir þig í dag. Haltu henni fyrir þig eða milli þín og náins vinar. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Vinsældir þínar í einkalífi og starfi eru miklar um þessar mundir og allir vilja hafa þig með. Gættu þess bara að ganga ekki fram af þér. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú ert ákveðinn í að komast til botns í heimilisvanda og laga hann. Maður getur ekki unnið stanslaust og ekki skemmt sér allan sólarhringinn. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þetta er góður dagur til þess að taka höndum saman með góðgerðar- samtökum. Hertu upp hugann því nú er til mikils að vinna. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Hvöt þín til óhófs spennist sífellt á móti fjárhagslegri visku. Ef þú sækir í enn betri vinnufélaga getur þetta verið stórkostleg hugmynd. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þig langar til að koma skipulagi á hlutina bæði í vinnunni og á heim- ilinu og hefja að því loknu nýjan kafla. Stjörnuspá 25. nóvember 1902 Vélbátur var reyndur í fyrsta sinn hér á landi, á Ísafirði. Vél hafði verið sett í árabát en í fyrstu ferðinni kom í ljós „að hún var eigi nógu kraftgóð í svo stóran bát, þar eð hann fékk ekki jafn mikla ferð með maskínunni eins og þegar sex menn róa“, sagði í Auglýsinga- blaðinu. 25. nóvember 1966 Bókin „Landið þitt“ eftir Þor- stein Jósepsson kom út. Hún hefur selst í tugþúsundum ein- taka. 25. nóvember 1982 Þyrla rakst á loftnetsvír og brotlenti skammt frá Sjón- varpshúsinu við Laugaveg í Reykjavík. Flugmaður og tveir farþegar sluppu ómeiddir. 25. nóvember 1993 Teresa Berganza messósópr- ansöngkona kom fram á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói. Hún „heillaði áheyrendur með ynd- isfögrum söng sínum“, sagði í Morgunblaðinu. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Alexander Máni Eiríksson og Halla Sól Þorbjörnsdóttir voru með tombólu fyrir utan Krónuna í Árbæ og söfnuðu 3.000 krónum. Þau gáfu RKÍ ágóðann. Hlutavelta „ÉG fer venjulega eitthvað út að borða og reyni að gera mér glaðan dag,“ segir Erna Rós Braga- dóttir vélaverkfræðingur sem verður þrítug í dag. Hún reynir að gera alltaf eitthvað á afmæl- isdaginn. Í gær var þó lítið búið að skipuleggja fyrir daginn í dag vegna þess að veikindi herj- uðu á fjölskylduna. Erna Rós vinnur hjá Mannviti verkfræðistofu við uppbyggingu Hellisheiðarvirkjunar, mest við lagnahönnun. Henni þykir þetta áhugavert starf. „Það er heillandi að sjá möguleika jarðhitans og hvernig hægt er að nýta þá. Við Íslendingar stöndum framarlega í þróuninni á þessu sviði og margt búið að gera hér,“ segir Erna Rós. Erna nam verkfræði við Háskóla Íslands og stundaði síðan fram- haldsnám við DTU, danska tækniháskólann, og bjó því í Kaup- mannahöfn í þrjú ár. Hún segir að það hafi verið ógleymanlegur tími. Annað afmæli er framundan á heimilinu. Aníta Líf, dóttir Ernu Rósar og manns hennar, Páls Sigurðssonar, verður eins árs í byrj- un desember. helgi@mbl.is Erna Rós Bragadóttir er þrítug í dag Heldur alltaf upp á afmælið Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.