Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1951, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.05.1951, Blaðsíða 6
ARDAGSSTUND I VEGAVINNU Grámi morgunsins seillar inn í tjaldið. Ég vakna um miðja nótt. I glórulausu myrkrinu heyrast hrot- ur og niður árinnar hak við tjöldin. Svo sofna ég. Þeg- ar ég opna augun naíst, hefur rúmið hinum megin fengið lögun sína, þó sem í þoku. Nú er hrotið í næsta tjaldi, mér er kalt á tánum, sem hafa staðið út und- an sænginni, dreg .þær innundir, sný mér til veggjar með sængina upp fyrir haus og lofa Guð minn í hljóði fyrir svo langa nótt. Kannski hef ég sofið í heila öld, ef til vill í örfáar mínútur, þegar allt í einu heyrist syfjulegt kall úr næsta tjaldi: „Strákar, — vakna.‘‘ Það fer um mig velgjuleg hryggðar- og vonleysistilfinning, hríslingur, sem byrjar í iljunum og endar sem kökkur í hálsinum. Ég horfi í kringum mig, tjaldfélaginn riðar lítt klæddur á gólfinu, ég gæti þess að ylur sængurinnar eftir heila nótt rjúki ekki út í hráslaga morgunloftsins, loka augunum, reyni að hverfa, hverfa eitthvað óralangt, klemmi aftur augun, reyni að verjast þeim veruleik, sem stöðugt þrengir sér dý])ra inn í vonlausa sálina, vef sængina þétt að mér, reyni að hverfa, hverfa. En það er tilgangslaust, maður hverfur ekki, og það eina, sem vinnst, eru fimm eða sex mínútur, sem síðan orsaka það, að maður verð- ur að klæða sig í þeim mun meiri flýti. Ég geri ekki fleiri tilraunir til að hverfa heldur stekk fram á gólf- ið, skelf þangað til ég hef klætt mig, stingst síðan án meðvitundar gegnum tjaldopið út í hráa morgunþok- una. Á strjálingi suður með tjöldum standa menn lú])u- legir og „kasta vatni í átt til fjalls“. Enginn nennir lengur að bjóða góðan dag, það er óhóf í umgengn- isvenjum. Inni í skúrnum gjóta menn tjáningarlaus- um augum til hafragrautarskálarinnar, enginn va'nt- ir lengur neinnar huggunar frá þeim stað. I sinnu-. afskipta- og vonleysi éta menn, og í sinnu-, afskipta- og vonleysi gera menn það, sem rímar á móti, eins og stendur í Svejk. Hví skyldu menn vera að gera byltingu, það vill hvort sem er enginn það sama, og er til ístöðubetri matur að morgni dags? Nei, sannarlega ekki, en þetta verður hara svo leiði- gjarnt, auk þess sem grauturinn stendur í kaldhæðn- islegu samræmi við andlegan temperatur morgunsins. Nei, enga byltingu. — „Jón, viltu rétta mér slátr- ið þarna.“ Jú, og í sinnuleysi rennir maður augun- um yfir sláturdiskinn. Án þess að draga nokkrar ályktanir (því að ályktanir tíðkast ekki í vegavinnu) stingur maður gafflinum á kaf í næstu sneið. En æ, hvaða vandræði, hún reynist því miður lítið annað en sýrueðja utan um agnarlítinn mörkjarna einhvers staðar langt inni, en það er enginn svo vitlaus að skipta. Hin sneiðin héngi ef til vill hetur á gafflin- um, en þetta er ekki Iangur vegur frá gaffli til góms. — Nú taka menn að þyrpast saman úti í morgun- þokunni. En lengra hurtu hengja dráttarklárarnir haus- ana. Taumar allra eru bundnir við einn og sama staur- inn og eins og við mannskepnurnar eru þeir nýrifn- ir frá frelsi næturinnar. Einhvers staðar langt suður í flóa hafa þeir hökt, í hafti að vísu, og sumir hverjir hneggjað til stóðsins, sem lagði leið sína þar framhjá. Nú stara þeir sinnulausum augum, löngu hættir að vænta nokkurs af þessu lífi, framúrskarandi sinnu- lausum augum niður í morgunsvalt grasið. Og við kúskarnir flýtum okkur, innblásnir hinum banvæna samkep])nisanda tíðarinnar. hlau])um eins og eltir óð- um hundum, til að ná þeim bezta, þeim langbezta. Og þó er þetta engin undantekning frá sinnuleysinu, maður hley])ur hara af vana, ætlar sér víst ekkert með því, hleypur eins og hundeltur af vana. Hlaupið er eins og lítilfjörlegur vottur gleymdrar sjálfsbjargar- viðleitni, eitthvað ámóta og botnlanginn í öðru tilliti, því að nái maður ekki þeim bezta og ekki þeim næst- hezta. heldur þeim versta, dettur engum í hug að gera rellu út af því, og nái maður þeim bezta lítur maður á það sem sjálfsagðan lilut. — Ég teymi silalega dróg- ina að kerrunni og um leið og ég spenni hana fyrir verður mér litið til hópsins. þar sem hver dregst nú til síns starfa og eitt augnablik er sem manni skiljist hið storkandi og hlálega samræmi í örlögum manns og dýrs, en bara eitt augnablik. Þegar ég lít við, finn ég það ekki lengur, heldur strýk klárnum um snopp- una og teymi af stað. — Þokan liggur yfir heiðinni framundir tíu og ellefu flesta morgna. Enginn sum- arfugl á sér hreiður niðri í mýrinni eða vestur í mó- 6 SKÓLABLAÐIÐ

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.