Skólablaðið - 01.05.1951, Blaðsíða 11
MENNT ASKÖLALEIKJJR 1951.
. #:
Vid kertaljós
Það voru flestir ánægðir. Sýningarnar voru allar
vel sóttar og flestir fengu hrós. Til hvers á þá að vera
að þessu? Jú, reyndar, einn blaðagagnrýnandinn sagði,
að við ættum að dæma sjálf, og hví þá ekki að dæma?
— Ég var ekki ánægður.
Mér fannst leikritið óheppilegt. Það var eitthvað úr-
kynjað. Viðfangsefnið er gamalt og aðrir höfundar og
betri hafa tekið það til meðferðar. Hið kjarngóða skop
gamanleiksins var ekki þarna að finna. Þetta var eig-
inlega leiðinlega degenerað. En samt var gaman,
vegna þess að leikararnir voru ungir og fjörugir og
fluttu með sér ferskt andrúmsloft. Ég er á móti svona
leikritum. Ef sýna á skopleikrit, þá á að hafa það gam-
alt, eða þá töluvert betra en þetta.
Auðvitað veit ég, að það er undir hælinn lagt hvorL
slíkt heppnast. Ef góðir leikarar eru í skólanum er
allt í lagi. Þessvegna er það happadrætti að sýna eitt-
hvað betra. En takmarkið getur ekki verið að sýna
góða list ,heldur að gera eins vel og hægt er. Því er
heppilegra að ráðast í meira. Þá er meira að sigra
og það skilur meir eftir.
Mín skoðun er því: Sæmilega góð nýrri leikrit eða
gömul og góð skopleikrit. Það er meira gaman að sjá
litauðuga og skrýtna búninga. Ég held jiað sé meira
gaman fyrir alla aðila.
Leikritið er einn helzti viðburður skólalífsins, því
þá ekki að hafa það ærlegt púst, hrista okkur í öllum
drunganum og deyfðinni?
Þá lifa í minningunni fallegir litir, æskufjör og
græskulaust gaman. Já, þetta er mín skoðun.
Jón Reynir Magnússon. Ég hélt hann væri betri. En
það má maður aldrei gera. Hann hefur ekki góða rödd,
það syngur dálítið í henni. Það er aðallega skapar-
anum að kenna. Annars gerði hann þetta prýðilega.
Að vísu bar hann sig heldur illa. Hann var ekki nógu
aðalsmannslegur.
Benedikt Árnason. Hann var fjári góður.
Það var líf og fjör í leiknum. Framsögnin skýr og
raddbrigðin eðlileg. En fjörið stundum of mikið. -Hánn
datt stundum út úr hlutverkinu og hætti þá að leika
og var bara Benedikt Árnason. Þannig var persónan
nokkuð þverstæð og ósennileg. Hann liefði mátt halda
sér betur í ramma hlutverksins, þá hefði leikurinh ver-
ið heilsteyptari. Ingibjörg Jónsdóttir. Það hældu hénni
allir. Ég verð víst að gera.það líka. Annað væri sér-
vizka og merkilegheit. Mér fannst hún ákaflega eðli-
leg. Þýðing leikritsins kom illa niður á henni. Þýð-
endur mega ekki gera sér of auðvelt fyrir, þó að nem-
endur eigi í hlut. Þeir hafa líka málssmekk. Þótt erfitt
sé að halda honum óskertum í öllum málagrautnum
og flatneskjunni. Ingibjörg Var ánægjuleg og kahnski
gæfuleg á sviðinu, hver veit?
Kynsystir hennar, Kristín Thorlacius, stóð sig líka
prýðilega, þó gat verið að leikur hennar væri smá-
vegis of grófur. Það er svo auðvelt að vera grófur.
Sólveig Thorarensen virtist mér einna sízt af þeim
jirem. Hún vissi allt of mikið af því að hún var á sviði.
Og ekki bar hún af jieim að tign og yndisþokka —
og átti þó að vera göfugust. Bláa blóðið er stundum
svikið.
En allt í einu kom þarna draugur úr gömlum
menntaskólaleikjum, Sigurður Líndal og vakti óspart
kátínu manna. Hann fjörgaði mikið. Ég held ég jiurfi
ekki að segja meira um hann. Það voru allir mjög
ánægðir með frammistöðu hans.
Þeir hinir tveir herrar, sem eftir eru, Grétar Ólafs-
son og Steinn Steinsson máttu vel una sínum hlut.
Steinn var reyndar nokkuð daufur, vantaði meira líf í
raddbrigðin. Eftir því sem ég hef vit á hefur leikstjór-
inn unnið starf sitt vel af hendi. Og ber að þakka það
í þessum önnum leiklífsins í borginni.
Og bezt er svo að hætt sé þessu narti.
Með vinsemd og virðingu.
Þ. H.
SKÓLABLAÐIÐ 11